Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 43
27FIMMTUDAGUR 28. október 2004 HÖFUÐSTÖÐVAR LANDSBANKANS Miðlarar Landsbankans eru nú stórtækastir í Kauphöll Íslands. Stærstir í Kauphöll Landsbanki Íslands hefur rutt KB banka úr efsta sæti á lista yfir þær fjármálastofnanir sem hafa milligöngu um mest viðskipti í Kauphöll Íslands. Í fyrra var Landsbankinn í þriðja sæti á eftir KB banka og Íslandsbanka. Á fyrstu þremur ársfjórðung- unum í ár hefur Landsbankinn staðið fyrir 35 prósentum allra viðskipta í Kauphöllinni, KB banki 32 prósentum, Íslandsbanki 17 prósentum og Straumur 7 pró- sentum. Í frétt frá Landsbankanum seg- ir Sigurjón Þ. Árnason banka- stjóri að þetta sé í takt við annað hjá bankanum undanfarið og sýni það traust sem Landsbankinn hafi áunnið sér hjá viðskiptavinum. „Við höfum lagt áherslu á þennan hluta starfsemi okkar og erum stolt af árangrinum,“ segir Sigur- jón. - þk GIRNILEGUR KJÚKLINGUR Breski mat- vælaframleiðandinn Geest sér mikil tæki- færi í hráum tilbúnum kjúklingaréttum. Geest í hráa rétti Breski matvælaframleiðandinn Geest hyggst hefja framleiðslu hrárra rétta. Fyrirtækið er að fimmtungi í eigu Bakkavarar og hefur eins og Bakkavör sérhæft sig í framleiðslu á forelduðum og kældum réttum. Geest hefur stofnað fyrirtæki samstarfi við Rannoch Food sem sérhæfir sig í kjúklingum. Hvort fyrirtæki um sig á helmingshlut. Forsvarsmenn Geest telja mikla vaxtarmöguleika í hráum tilbún- um réttum og telja að vöxtur þessa geira sé um 25 prósent á ári. ■                               !!"""# % &'$  #!!  '() *!+'  $  , ' - .  !"#$""  %     &    ' &    (%& )  *  +,! -    .  /        /01 , ' - . -    .   / -    .  /        / . 0  &  &. %     &    -   1  .  /  $  '2  3$ -         .      2       0  14  ' 3  & 45   3  &  &     &  6 /     &    6 7 .8    /   0  &  $+" & &  &                % &'$ #!!  '() %  - . ,0#! Fyrirtækjaþjónusta ENJO ehf. hefur fengið umhverfisvottun og er fyrst ræstingafyrirtækja á landinu til að fá að notast við merki Svansins. Fyrirtæki á Norðurlöndum sem uppfylla til- teknar umhverfiskröfur fá að nota merkið við kynningar. Í frétt frá Enjo á Íslandi kemur fram að Enjo framleiði fjölda ræstingarvara og ákveðið hafi verið að íslenska skrifstofa fé- lagsins verði fyrst til þess að bjóða upp á ræstingaþjónustu, ráðgjöf og kennslu í vistvænni ræstingu. Enjo leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni við þrif og eru 95 prósent af blautþrifum fyrir- tækisins framkvæmd með vatni. Þá leggur fyrirtækið áherslu á rykhreinsun í því skyni að bæta loft á vinnustöðum. - þk Burðarás hefur hagnast um 11,7 milljarða það sem af er ári. Á þriðja ársfjórðungi var hagnaðurinn 4,7 millj- arðar. Rekstur Eimskipafé- lagsins fer batnandi. Hagnaður Burðaráss það sem af er ári er 11,7 milljarðar króna. Í gær gaf félagið út afkomutölur fyrir þriðja ársfjórðung og nam hagnaður á því tímabili 4,7 millj- örðum. Þetta er nokkuð undir spádóm- um greiningardeilda bankanna sem gert höfðu ráð fyrir fimm til sex milljarða hagnaði. Rekstur Burðaráss greinist í tvennt. Annars vegar starfar félagið að fjárfestingum og hins vegar rekur Burðarás f l u t n i n g a f y r i r t æ k i ð Eimskip. Fjárfestingar- starfsemin skilaði 4,4 milljarða hagnaði en rekstur Eimskips 342 milljónum. Friðrik Jóhannesson, forstjóri Burðaráss, segir afkomu félags- ins einkennast mjög af hækkun- um á hlutabréfamarkaði. „Þetta einkennist af mjög miklum hækk- unum á hlutabréfa- markaði en þetta er engu að síður mjög góð útkoma,“ segir Friðrik. Hann segir að rekst- ur Eimskipafélagsins hafi einnig farið batn- andi. „Það er batnandi afkoma hjá Eimskipafé- laginu og ef horft er til þeirra hagræðingarað- gerða sem farið hefur verið í þá á reksturinn enn eftir að styrkjast,“ segir hann. Greiningardeild KB banka sagði í Hálf fimm fréttum í gær að óinnleystur hagnaður Burðar- áss af hlutabréfaviðskiptum sé minni en búist hafi verið við. - þk Umhverfisvænar ræstingar TEKUR VIÐ VIÐURKENNINGU Helgi Jensson og Sigrún Guðmundsdóttir frá Umhverfisstofnun afhenda Erlendi Páls- syni, framkvæmdastjóra ENJO fyrirtækja- þjónustu ehf, viðurkenningu sem felur í sér að Enjo geti notað merki Svansins í kynningarefni sínu. Burðarás undir væntingum SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ BURÐARÁSS: Landsbankinn 5.044 milljónir KB banki 5.354 milljónir Íslandsbanki 5.905 milljónir Niðurstaða 4.425 milljónir FRIÐRIK JÓHANNES- SON Forstjóri Burðaráss er ánægður með af- komu fyrirtækisins það sem af er ári, enda er hagnaðurinn 11,7 millj- arðar króna. 42-43 (26-27) Viðskipti 27.10.2004 21:26 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.