Fréttablaðið - 28.10.2004, Page 43

Fréttablaðið - 28.10.2004, Page 43
27FIMMTUDAGUR 28. október 2004 HÖFUÐSTÖÐVAR LANDSBANKANS Miðlarar Landsbankans eru nú stórtækastir í Kauphöll Íslands. Stærstir í Kauphöll Landsbanki Íslands hefur rutt KB banka úr efsta sæti á lista yfir þær fjármálastofnanir sem hafa milligöngu um mest viðskipti í Kauphöll Íslands. Í fyrra var Landsbankinn í þriðja sæti á eftir KB banka og Íslandsbanka. Á fyrstu þremur ársfjórðung- unum í ár hefur Landsbankinn staðið fyrir 35 prósentum allra viðskipta í Kauphöllinni, KB banki 32 prósentum, Íslandsbanki 17 prósentum og Straumur 7 pró- sentum. Í frétt frá Landsbankanum seg- ir Sigurjón Þ. Árnason banka- stjóri að þetta sé í takt við annað hjá bankanum undanfarið og sýni það traust sem Landsbankinn hafi áunnið sér hjá viðskiptavinum. „Við höfum lagt áherslu á þennan hluta starfsemi okkar og erum stolt af árangrinum,“ segir Sigur- jón. - þk GIRNILEGUR KJÚKLINGUR Breski mat- vælaframleiðandinn Geest sér mikil tæki- færi í hráum tilbúnum kjúklingaréttum. Geest í hráa rétti Breski matvælaframleiðandinn Geest hyggst hefja framleiðslu hrárra rétta. Fyrirtækið er að fimmtungi í eigu Bakkavarar og hefur eins og Bakkavör sérhæft sig í framleiðslu á forelduðum og kældum réttum. Geest hefur stofnað fyrirtæki samstarfi við Rannoch Food sem sérhæfir sig í kjúklingum. Hvort fyrirtæki um sig á helmingshlut. Forsvarsmenn Geest telja mikla vaxtarmöguleika í hráum tilbún- um réttum og telja að vöxtur þessa geira sé um 25 prósent á ári. ■                               !!"""# % &'$  #!!  '() *!+'  $  , ' - .  !"#$""  %     &    ' &    (%& )  *  +,! -    .  /        /01 , ' - . -    .   / -    .  /        / . 0  &  &. %     &    -   1  .  /  $  '2  3$ -         .      2       0  14  ' 3  & 45   3  &  &     &  6 /     &    6 7 .8    /   0  &  $+" & &  &                % &'$ #!!  '() %  - . ,0#! Fyrirtækjaþjónusta ENJO ehf. hefur fengið umhverfisvottun og er fyrst ræstingafyrirtækja á landinu til að fá að notast við merki Svansins. Fyrirtæki á Norðurlöndum sem uppfylla til- teknar umhverfiskröfur fá að nota merkið við kynningar. Í frétt frá Enjo á Íslandi kemur fram að Enjo framleiði fjölda ræstingarvara og ákveðið hafi verið að íslenska skrifstofa fé- lagsins verði fyrst til þess að bjóða upp á ræstingaþjónustu, ráðgjöf og kennslu í vistvænni ræstingu. Enjo leggur áherslu á að nota umhverfisvæn efni við þrif og eru 95 prósent af blautþrifum fyrir- tækisins framkvæmd með vatni. Þá leggur fyrirtækið áherslu á rykhreinsun í því skyni að bæta loft á vinnustöðum. - þk Burðarás hefur hagnast um 11,7 milljarða það sem af er ári. Á þriðja ársfjórðungi var hagnaðurinn 4,7 millj- arðar. Rekstur Eimskipafé- lagsins fer batnandi. Hagnaður Burðaráss það sem af er ári er 11,7 milljarðar króna. Í gær gaf félagið út afkomutölur fyrir þriðja ársfjórðung og nam hagnaður á því tímabili 4,7 millj- örðum. Þetta er nokkuð undir spádóm- um greiningardeilda bankanna sem gert höfðu ráð fyrir fimm til sex milljarða hagnaði. Rekstur Burðaráss greinist í tvennt. Annars vegar starfar félagið að fjárfestingum og hins vegar rekur Burðarás f l u t n i n g a f y r i r t æ k i ð Eimskip. Fjárfestingar- starfsemin skilaði 4,4 milljarða hagnaði en rekstur Eimskips 342 milljónum. Friðrik Jóhannesson, forstjóri Burðaráss, segir afkomu félags- ins einkennast mjög af hækkun- um á hlutabréfamarkaði. „Þetta einkennist af mjög miklum hækk- unum á hlutabréfa- markaði en þetta er engu að síður mjög góð útkoma,“ segir Friðrik. Hann segir að rekst- ur Eimskipafélagsins hafi einnig farið batn- andi. „Það er batnandi afkoma hjá Eimskipafé- laginu og ef horft er til þeirra hagræðingarað- gerða sem farið hefur verið í þá á reksturinn enn eftir að styrkjast,“ segir hann. Greiningardeild KB banka sagði í Hálf fimm fréttum í gær að óinnleystur hagnaður Burðar- áss af hlutabréfaviðskiptum sé minni en búist hafi verið við. - þk Umhverfisvænar ræstingar TEKUR VIÐ VIÐURKENNINGU Helgi Jensson og Sigrún Guðmundsdóttir frá Umhverfisstofnun afhenda Erlendi Páls- syni, framkvæmdastjóra ENJO fyrirtækja- þjónustu ehf, viðurkenningu sem felur í sér að Enjo geti notað merki Svansins í kynningarefni sínu. Burðarás undir væntingum SPÁR GREININGARDEILDA UM HAGNAÐ BURÐARÁSS: Landsbankinn 5.044 milljónir KB banki 5.354 milljónir Íslandsbanki 5.905 milljónir Niðurstaða 4.425 milljónir FRIÐRIK JÓHANNES- SON Forstjóri Burðaráss er ánægður með af- komu fyrirtækisins það sem af er ári, enda er hagnaðurinn 11,7 millj- arðar króna. 42-43 (26-27) Viðskipti 27.10.2004 21:26 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.