Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 20
20 28. október 2004 FIMMTUDAGUR Hvað gerir hún? Framkvæmdastjórn ESB fer með mörg þýðingarmikil hlut- verk innan sambands- ins og í vissum skilningi er hún ríkisstjórn þess. Framkvæmda- stjórnin hefur einkarétt á að búa til og leggja fram lagafrum- vörp sem ráðherra- ráðið og Evrópu- þingið af- greiða síðan. Hún fylgist með því að sameiginlegi markað- urinn virki sem skyldi og er málsvari ESB út á við. Þannig er framkvæmda- stjóri viðskiptamála fulltrúi sambandsins á fundum Alþjóða viðskiptastofnunar- innar (WTO) og semur þar fyrir aðildar- ríki þess í heild. Hvernig er hún samsett? Í dag skipa tuttugu framkvæmdastjórar stjórnina, einn frá hverju aðildarríkjanna fyrir stækkunina miklu í vor, en fimm stærstu löndin fengu svo annan til við- bótar. Frá og með 1. nóvember áttu 25 framkvæmdastjórar að sitja í stjórninni, einn frá hverju ríki, en dagsetningin kann að vera í uppnámi vegna stjórnar- kreppunnar sem nú ríkir. Hver fram- kvæmdastjóri fer svo með ákveðinn málaflokk, rétt eins og í hefðbundinni ríkisstjórn. Hvað starfa margir hjá henni? Um það bil 25.000 manns starfa hjá fram- kvæmdastjórninni við ýmis störf. Ótal sérfræðingar koma að lagasetningunni en einnig starfa þar gríðarlega margir túlkar. Engu að síður er starfsmanna- fjöldinn harla lítill í samanburði við stjórnsýslu annarra ríkja, í raun vinna álíka margir hjá stjórninni eins og í borgarkerfi ýmissa stærri borga álf- unnar. Hvernig er hún valin? Leiðtogar aðild- arríkjanna koma sér saman um forseta framkvæmdastjórnarinnar sem Evrópu- þingið leggur síðan blessun sína yfir. Hvert ríki tilnefnir síðan framkvæmda- stjóra en forsetinn útdeilir þó verkefn- um til þeirra. Evrópuþingið getur síðan ýmist samþykkt eða synjað skipun stjórnarinnar í heild sinni en það getur ekki hafnað einstökum frambjóðend- um. Portúgalinn José Manuel Barroso verður næsti forseti framkvæmdastjórn- arinnar. Hefur slík stjórnarkreppa komið upp áður? Nei, því skammt er síðan Evrópu- þingið fékk þessi völd. Hins vegar sá Jacques Santer sig knúinn til að biðjast lausnar fyrir framkvæmdastjórn sína árið 1999 þegar vantrauststillaga þings- ins vofði yfir, en franskur fulltrúi í stjórn- inni hafði misnotað aðstöðu sína. sveinng@frettabladid.is HVAÐ ER? FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS Ríkisstjórn Evrópusambandsins Kosningarnar í Bandaríkjun-um sem haldnar verða áþriðjudaginn eru í rauninni ekki forsetakosningar. Í stað þess kýs almenningur kjörmenn sem síðan kjósa forsetann í desember næstkomandi. Kynlegt kerfi Kjörmannakerfið bandaríska er athyglisvert fyrirbæri. Það er af- sprengi þeirra hugmynda um lýð- ræði sem ríktu í Evrópu á 18. öld og var ætlað að vera málamiðlun milli þess að láta almenning velja forseta og að þingið veldi hann. Þetta kerfi tryggir að fjölmenn en afmörkuð svæði í Bandaríkjunum geti ekki komið sínum frambjóð- anda að í trássi við afganginn af þjóðinni enda er landið bandalag ríkja sem öll njóta talsverðra rétt- inda og sjálfstæðis. Kjörmennirnir eru 538 talsins og því þarf frambjóðandi að tryggja sér stuðning að minnsta kosti 270 kjörmanna til að geta borið sigur úr býtum. Fjöldi kjör- manna fer eftir þingmannafjölda hvers ríkis. Hvert þeirra hefur tvo öldungardeildarþingmenn, óháð því hversu fjöl- menn þau eru. Fjöldi fulltrúar- dei ldar- þ i n g - manna er hins veg- ar í sam- ræmi við íbúafjölda r í k j a n n a . K j ö r m a n n a - fjöldinn endur- speglar því að nokkru leyti íbúafjölda alls landsins en þó hafa minni ríkin hlutfallslega að- eins sterkari stöðu en þau stærri vegna öldungardeildarþingmanna sinna. Þannig hefur Alaska þrjá kjörmenn en Kalifornía hefur 54 kjörmenn. Mörgum finnst skjóta skökku við að kjörmönnum er ekki úthlut- að í samræmi við atkvæðatölur heldur fær sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær í ríkinu alla kjörmenn þess. Þessi regla gildir þó ekki í Nebraska og Maine þar sem að hlutfallskosning ræður. Íbúar Colorado-ríkis kjósa á þriðjudaginn um hvort taka eigi upp hlutfallskosningu og verði það samþykkt tekur breytingin strax gildi og eflaust fara marg- vísleg málaferli sömuleiðis í gang. Sú staða getur komið upp að tveir frambjóðendur hljóti jafn- marga kjörmenn. Ef það gerist á fulltrúadeild þingsins að velja forsetann. John Quincy Adams var kosinn á þennan hátt árið 1825. Sigurvegari með minnihluta atkvæða Í þessu kerfi getur það hent að frambjóðandi sem fær fleiri at- kvæði á landsvísu fær færri kjör- menn en mótframbjóðandi sinn. Þetta kemur fyrir þegar annar frambjóðandinn vinnur sín ríki með naumum mun en hinn rót- burstar kosningarnar í hinum ríkjunum. Ef kjörmenn eru marg- ir í þeim ríkjum þar sem tæpt stóð þá verður fyrrnefndi frambjóð- andinn forseti enda þótt hann hafi ekki meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Þetta gerðist síðast fyrir fjórum árum þegar George W. Bush sigraði Al Gore þrátt fyrir að Gore hefði fengið hálfri milljón fleiri atkvæði. Ekki er samt kálið sopið þótt í ausuna sé komið. Kjörmennirnir eru ekki bundnir af stuðn- ingsyfirlýsingu sinni við frambjóðanda og því hefur komið fyrir að einstaka kjör- menn hafi greitt öðrum fram- bjóðanda atkvæði sitt en þeir voru kjörnir til að styðja. Þetta hefur aldrei skipt neinu máli en þýðir þó að úrslitin ráðast ekki fyrr en atkvæðagreiðslu kjörmannanna er lokið. Þungamiðja baráttunnar Í flestum ríkja Bandaríkjanna er al- mennt talið að úrslit séu fyrirfram ráðin þar sem annar hvor fram- bjóðandinn fær alla kjörmennina. Því skiptir engu máli hvort hinn fær tuttugu, þrjátíu eða fjörtíu pró- sent atkvæða í ríkjunum sem hann tapar. Í nokkrum ríkjum er barátt- an hins vegar mjög hörð og á þau leggja flokkarnir höfuðáherslu. Þar sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á víxl í þessum í ríkjum eru þau kölluð sveifluríki, eða „swing states“. Úrslit kosninganna munu ráðast í þeim. Kosningakerfið bandaríska er því kynlegur kvistur og ekki eru allir á einu máli um ágæti þess. Síðustu 200 árin hafa 700 breyt- ingatillögur við það verið lagðar fram og skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 75% þjóðarinnar eru því andvíg. Þrátt fyrir það er kerfið enn við lýði og verður það eflaust um ókomna tíð. ■ STÆRÐFRÆÐI Háskóli Íslands hefur boðað til málstofu í stærðfræði í dag. Eggert Briem prófessor heldur fyrirlestur um runurúm og verkandi föll. Í fréttatilkynn- ingu segir að þegar rætt er um föll sem verka á Banachrúm af samfelldum raungildum föllum komi fyrst upp í huga föllin f(t)=t^2 og g(t)= |t| og að setja megi útgáfur af Stone-Weier- strasskenningunni fram með þessum föllum. Sýnt verður fram á að í vissum skilningi séu þetta einu verkandi föllin sem skoða þurfi. Að sögn Eggerts er búist við að kennarar úr deildinni og nem- endur á efri stigum verði í meiri- hluta en samt eru allir vel- komnir. Eggert reiknar með fjörugum um- ræðum um föll- in en á þó síður von á því að mikill hiti verði í mönnum. „Það er nú þannig í stærðfræðinni að annað hvort eru hlutir réttir eða rangir og ef einhverjar vit- leysur koma í ljós þá er erfitt að halda öðru fram,“ segir hann. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 258 í VRII og hefst klukkan 14.45. - shg Athyglisverðir punktar Fylgstu með á sunnudaginn SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING KJÖRMANNAKERFIÐ Í BANDARÍKJUNUM Kjörmennirnir hafa töglin og hagldirnar Bandaríkjamenn kjósa á þriðjudaginn 538 kjörmenn sem síðan ákveða hvor sest að í Hvíta húsinu, Bush eða Kerry. Kjörmannakerfið hefur í för með sér að ekki er sjálfgefið að sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær verður forseti. Íslenski hesturinn sló í gegn á stórsýn- ingu í Bretlandi. Ellefu knapar sýndu tólf íslenska hesta. Undirbúningurinn hefur staðið mánuðum saman og er talið að um 60 þúsund manns hafi séð hestana. Útflutningsráð setti með aðstoð Jónasar R. Jónssonar, umboðsmanns íslenska hestsins, upp kynningarbás á sýningunni sem vakti mikla athygli. Hvað verður um hestana í lok sýning- arinnar? Þegar hestur er einu sinni fluttur frá Ís- landi á hann ekki afturkvæmt. Við búum við þau forréttindi að dýrastofnar eru til- tölulega sjúkdómalausir. Ein ástæðan er hversu vel er haldið á sóttvarnamálum og innflutningur á dýrum er lítill. Þetta gera allir hrossaræktendur sér grein fyrir þannig að þegar hestur er seldur frá landinu kveður hann Ísland. Hver er heildarkostnaðurinn og hvað greiðir ríkið? Heildarkostnaðurinn er ekki mikill miðað við að sýna hestinn fyrir 60 þúsund manns. Við bakið á okkur stóðu Vís, Sam- skip, Icelandair, KB banki, Toyota, Útflutn- ingsráð og landbúnaðarráðuneytið. Hvernig verður sýningunni fylgt eftir? Við höfum hug á að taka þátt í fleiri sýn- ingum á Bretlandi og fylgja sýningunni eftir. Við erum að skoða næstu skref í samráði við Félag Íslandshestaeigenda í Bretlandi. JONAS R. JÓNSSON Fengu mikið fyrir peninginn HESTASÝNINGAR SPURT & SVARAÐ BLÓÐUG BARÁTTA Sveifluríkin eru Arkansas, Colorado, Flórída, Iowa, Minnesota, Nevada, New Hampshire, Nýja Mexíkó, Ohio, Or- egon, Pennsylvanía, Vestur Virginía og Wisconsin. Töfrar stærðfræðinnar: Runurúm og verkandi föll EGGERT BRIEM Býst síður við átakafundi. 20-21 (360gráður) 27.10.2004 19:26 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.