Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SMS LEIKUR EINTAK Á 199 KRÓNUR? Sendu SMS skeytið BTL TBF á númerið 1900 og þú gætir unnið! 12. hve r vinnur! Ótal auka- vinning ar! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið Kem ur 5 .nóv . PC CD-ROM PC CD-R OM INNIHELDUR ÍSLENSKU DEILDINA! SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Til kvenna Ég þarf að viðurkenna svolítið. Éggeri það í þeirri von að það losi mig undan synd minni. Að viður- kenna mistök mín hefur reynst mér vel við að losna undan þeim og hefur hjálpað mér að gera betur. Þannig er mál með vexti að ég er haldinn kven- fyrirlitningu. Ég veit ekki hvaðan ég fékk hana en ég er haldinn henni. Mér hefur oft fundist þið röfla þegar þið eruð að segja eitthvað. Ég hef skipt ykkur í tvo megin hópa: Stelpur og kellingar. Femínista hef ég átt erfitt með að þola. Ég hef haldið að fegurðardrottningar séu undantekningalaust heimskar. Ég hef líka haldið að ófríðar konur væru oftar en ekki lesbíur. Oft hef ég verið þeirrar skoðunar að konur sem eru mjög ákveðnar væru tæfur. Jússur, buddur, tussur, kelling, belja, ljóska og stelpufífl eru allt orð sem ég hef notað um ykkur. Ég hef haft rangt fyrir mér, verið þröngsýnn, fáfróður og ósanngjarn. Ég var að tala við dóttur mína um daginn. Hún var að segja mér frá því að þegar verið er að velja í lið í skól- anum þá séu stelpur alltaf valdar síð- ast. Þetta fékk mig til að hugsa. Ég held að konur séu fórnarlömb ákveð- ins hugsunarháttar sem þær gera sér smátt og smátt grein fyrir í æsku. Í heimi sem metur karlmennsku og styrk meira en kvenleika og mýkt fá þær snemma á tilfinninguna að þær séu ekki nógu góðar; að þær séu eitt- hvað gallaðar. Gott dæmi er megrun- ardýrkunin í kvennablöðunum. Glað- ar konur stæra sig af því að hafa misst ákveðið magn af kílóum og er gefið í skyn að það sé lykillinn að hamingju þeirra í dag. Inní blaðinu er svo mynd af þeim þegar þær voru feitar og óhamingjusamar. Hvaða áhrif ætli þessar greinar og myndir hafi á litlar stelpur? Konur eru eins misjafnar og þær eru margar. Flestar af bestu og gáf- uðustu manneskjum sem ég hef kynnst á ævinni eru konur. Mamma mín er kona. Konan mín er líka kona. Einnig dætur mínar og tengda- mamma. Systir mín. Kona. Sú mann- eskja sem ég tel að hafi gert mest gagn í heiminum á síðustu öld er að mínum dómi móðir Teresa. Kona. Ég bið allar konur afsökunar á framkomu minni og fordómum. Ég skammast mín og lofa að breytast. Ég vona að þið getið fyrirgefið mér. Ég bara vissi ekki betur. Gangi ykkur allt vel í framtíðinni. JÓNS GNARR BAKÞANKAR 64 (48) bak 27.10.2004 22:10 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.