Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 1
f........... ' N
WOTCL mimiR
SUNDLAUGIN
er eitt af mörgu, sem ,,Hótel Loftleiöir"
hefur til síns ágætis og umfram önnur
hótel hérlendis. En þaö býður líka afnot
af guf ubaöstof u auk snyrti-, hárgreiöslu-
og rakarastofu.
VISIÐ VINUM Á HOTEL
, LOFTLEIÐIR. /
ARIÐ 1973 ER AÐ KVEÐJA meö sln stórtíOindi, eldgos í jaöri eins blómlegasta og mikilvægasta bæjar landsins og sviptingar á fiskimiöunum okkar, þar sem tslcndingar áttu
lifshagsmuni sina og framtlöarvonir að verja. Viö tekur áriö 1974 — þjóðhátlðarárið, þegar við minnumst þess, að ellefu hundruð ár eru liöin sfðan Ingólfur Arnarson nam hér land.
Við birtum hér tvær myndir, sem minna á þá atburði, er mestir urðu á liðnu ári, eldgosinu i Eyjum og einu varöskipanna okkar, sem áttu i höggi við yfirgangsmenn á miðunum, og
þjóðhátiðarmerkinu, tákni hins nýja árs. Þvi fylgir sú ósk okkar, að þjóðhátiöarárið verði alþjóð farsælt og heillarikt.
Á 20-21 siðu blaðsins i
dag birtist áramóta-
grein Ólafs Jóhannes-
sonar forsætisráðherra.
Þar er fjallað um mörg
mái, sem efst hafa verið
á baugi að undanförnu
og liklegt er, að muni
verða mjög til umræðu á
næstunni.
Holræsamál Reykjavíkur:
ALLAR RANN-
SÓKNIR SKORTIR
— segja náttúrufræðingar
SJÓRINN umhverfis Reykja-
vik er mjög mengaður eins og
kunnugt er, enda hcfur litið
scm ekkert verið gert til þess
að bæta úr holræsamálum
borgarinnar til þessa. Fyrir
skömmu kynnti Reykjavikur-
borg þó fyrir borgabúum um-
fangsmiklar ráðagerðir um
hugsanlegar endurbætur i
þessum efnum. Þær áætlanir
hafa sætt gagnrýni, m.a. fyrir
þá sök, hversu dýrar þær
yrðu. Þá hafa þessar ráð-
gerðir verið gagnrýndar af
náttúrufræðingum, þar eð
ekki hafi verið gerð nein
rannsókn á liffræðilegum
áhrifum næringarsalta i
skólpinu.
Agnar Ingólfsson prófessor
sendi borgarstjórn Reykja-
vfkur, bæjarstjórn Kópavogs
og sveitarstjórn Seltjarnar-
ness nýlega bréf, þar sem
hann vekur athygli á þvi, að
liffræðileg rannsókn, sem að
þessu lúti hafi ,,ekki farið
fram og ekki virðast vera uppi
áætlanir um hana,” eins og
segir i bréfinu. „Gera verður
þá kröfu,” segir Agnar enn-
fremur, ,,að þetta atriði verði
kannað.”
Agnar bendir á að búast
megi við verulegri breytingu á
botni umhverfis útrásir
holræsa og að lifsskilyrði
botnlifvera muni breytast
verulega á þessum svæðum.
Þvi sé nauðsynlegt að kanna
málið til þess að forða þvi að
sérstæðar, veigamiklar lif-
heildir fari forgörðum eða á
þeim verði óæskilegar
breytingar. Þá vekur Agnar
athygli á þvi, að sumir fuglar
og fiskar hafi viðurværi sitt af
lifverum á sjávarbotni, og at-
huga verði, hvort botnsvæðin i
kringum fyrirhugaðar útrásir
séu mikilvæg með tilliti til
fæðuöflunar fugla og fiska.
„Þegar miðað er við al-
mennt viðhorf manna til
náttúruverndar nú,” segir i
bréfi Agnars, „verður vart
annað sagt en að upplýsingar
um ofangreind atriði séu
nauðsynlegar, bæði við stað-
setningu útrása og hönnun
hreinsistöðva. En minnt skal
á, að liklegt er að kröfur um
umgengni við náttúruna muni
fara enn vaxandi á næstu ár-
um og áratugum, og er það
skoöun min, að það geti ekki
taliztforsvaranlegtað láta hjá
liða að framkvæmöa þær
rannsóknir, sem bent erá hér
að ofan. Kostnaður við slikar
rannsóknir verður hverfandi i
samanburði við hinn mikla
kostnað, sem framkvæmd
áætlana um holræsamál hefur
i för með sér. Einmitt vegna
hins mikla kostnaðar við
þessar framkvæmdir, verður
að leggja sérstaklega áherzlu
á, að rétt sé að farið I öllu.
Virðist eðlilegt, að Reykja-
vikurborg, ásamt Kópavogs-
bæ og Seltjarnarneshreppi,
geri ráð fyrir allverulegri
ijárveitingu til þess að fram-
kvæma þær rannsóknir, sem
ræddar eru hér að ofan,
þegar á næsta ári, en umrædd
um rannsóknum má sennilega
Ijúka á 1-2 árum.”
i þessu sambandi má einnig
geta þess, að sveitarstjórn
Seltjarnarneshrepss mun hafa
lagzt gegn áformum um að
skólpi frá Reykjavik verði
veitt i sjóinn út af Seltjarnar-
nesi. Þeir Seltirningar hafa
ennfremur bent á nauðsyn
þess, að þær sveitar- og bæjar-
stjórnir, sem hlut eiga að
máli, komi sér saman um
ákveðinn viðhlitandi staðal að
þvi er varðar hreinleika
sjávar umhverfis Reykjavík.
-HHJ.