Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 29

Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 29
Sunnudagur :10. desember 1973. TÍMINN 29 stöð verði mun ódýrara en jafnvel frá stærstu vatnsaflsorkuverum. Með Kröfluvirkjun skapast veru- leg aukning orku á Norðurlandi. Auk þess er ráðgert að leggja tengilinu, áður en langt um liður, frá Kröflustöð til Austurlands, þar sem að vitað er að afl i Lagar- fossvirkjun verður mjög fljótlega fullnotaðeftir að stöðin hefur ver- ið tekin i notkun að ári liðnu. Auk þessara virkjana er nú unnið að viðáttumiklum virkjunarrannsóknum. Á Norður- landi eru t.d. rannsakaðir virkjunarmöguleikar i Blöndu i Húnavatnssýslu og i Jökulsá eystri i Skagafirði. Raforkuframkvæmdirnar og áætlanir um frekari rafvæðingu eru nauðsynlegar fyrir framtið iðnaðar i landinu og uppbyggingu islenzkra atvinnuvega. bar að auki er mikilvægt fyrir okkur að hagnýta sem mest raforku og heittvatn, þar sem hitaveituskil- yröi eru, til húsahitunar, til þess að spara okkur oliukaup. betta á ekki aðeins við i dag vegna oliu- kreppunnar, heldur er notkun innlendra orkugjafa til húsa- hitunar mikilvæg og góð fjárfest- ing frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Leggur rikisstjórnin þvi sérstaka áherzlu á það nú, að örva hita- veituframkvæmdir og frekari nýtingu raforku bæði til húsa- hitunar og iðnaðar. Verzlun Athuganir á veltubreytingum i verzlunargreinum benda til þess, að umsvif i heildverzlun hafi auk- izt um 7-8% að magni árinu 1973 og að smásala hafi aukizt um 6-7% að magni á árinu. Einnig virðist vera um nokkra magn- aukningu að ræöa i þeim verzl- unargreinum, þar sem saman fer heildsala og smásala, þ.e. i oliu-, byggingavöru- og bflaverzlun, og virðist aukningin mest i bygg- ingavöruverzlun. Innflutningur Fram yfir mitt ár var búizt við fremur takmarkaðri magnaukn- ingu hins almenna vöruinnflutn- ings á þessu ári, en hins vegar var spáð talsverðri hækkun innflutn- ingsverðlags. 1 reynd hefur inn- flutningurinn aukizt mjög veru- lega á siðari hluta árs, og eru nú horfur á, að almennur vöruinn- flutningur aukist á árinu um 8-9% að magni og upp undir 40% að verðmæti og verði yfir 22.000 millj. kr. f.o.b. Innflutningsverð- lag hefur hækkað mjög verulega á þessu ári, bæði af völdum al- mennra verðhækkana i helstu viðskiptalöndum og gengis- breytinga Evrópumynta gagn- vart krónunni. Aætlað er, að inn- flutningsverðlag hækki að meðal- tali á árinu um rúmlega 12% i er- lendri mynt, en um 25-26% i krón- um. Aukning hins sérstaka vöru- innflutnings verður mjög veruleg á þessu ári, aðallega vegna mik- illa fiskiskipakaupa erlendis frá svo og vegna húsainnflutnings Viblagasjóðs, en einnig er um að ræða verulega aukningu rekstrarvöru til Isal. Áætlað er, að sérstakri innflutningurinn aukist um 168% að verðmæti og nemi um 7.500 m. kr. f.o.b., en samkvæmt þvi gæti f.o.b. verð- mæti heildarvöruinnflutningsins numið um 29.500 m. kr. á árinu 1973. Útflutningur Horfur eru nú á, að verðmæti vöruútflutningsins verði um 49% meira i ár en i fyrra. bessi mikla aukning i krónutölu byggist aðal- lega á miklum verðhækkunum út- flutningsvöru, en gert er ráö fyrir að heildarverðhækkun útflutnings verði um 42%. Útflutningsverð- hækkun er mest á sjávarvörum eða um 51 1/2%. t heild má búast við, að útflutn- ingsframleiðslan aukist að magni um 12% á þessu ári, en vegna mikillar birgðaminnkunar út- flutningsvöru á s.l. ári verði aukning vöruútflutningsins nokkru minni eða 5-5 1/2% að magni og um 49% að verðmæti og nemi nálægt 24.900 m. kr. f.o.b. á árinu 1973. Viðskiptajöfnuður — greiðslujöfnuður Ætla má, að vöruskiptajöfnuð- ur verði óhagstæður á árinu um nálægt 4.600 m.kr., en hins vegar er gert ráð fyrir hagstæðum þjónustujöfnuði um e.t.v. 400 millj. kr., þannig að viðskipta- jöfnuðurinn yrði samkvæmt þvi óhagstæður um 4.200 m.kr. Hins vegar mun viðskiptahallinn meir en jafnaður vegna mikils fjár- magnsinnstreymis, en þar gætir mest erlendra lána til langs tima til fjármögnunar skipakaupa og erlendra framlaga vegna náttúruham faranna i Vest- mannaeyjum. Má þvi búast viö jákvæðum greiðslujöfnuði um eða yfir 1.000 m.kr. Gjaldeyrisvara- sjóðurinn heldur þvi áfram að aukast. Framkvæmdir Verklegar framkvæmdir munu sjaldan eða e.t.v. aldrei hafa ver- ið meiri en árið 1973. Blasa þær við á nær öllum sviðum og um land allt. Má t.d. nefna skóla- byggingar, vegagerð, hafnarbæt- ur, ibúðabyggingar, flugvelli og margt fleira. bessar fram- kvæmdir hafa stuðlað að velmeg- un og blómlegu athafnalifi um allt land. Atvinnuleysisskráning nam að meðaltali 0,5% af mannaflan- um 1973, og er hæpið að i þvi efni verði komizt neðar. Hinu er ekki að leyna, að þessar miklu fram- kvæmir hafa ýtt undir þenslu- ástand, sem á sumum sviðum hefur verið helzt til mikið. Þróun kaupmáttar Tekjur launþega á árinu réðust fyrst og fremst af hinni almennu grunnkaupshækkun i marz s.l. og af hækkun verðlagsbóta á laun eftir þeim reglum, sem um þær hafa gilt á hverjum tima. Nú er áætlað, að kauptaxtar launþega hækki um 23-24% að meðaltali milli áranna 1972 og 1973, en tekj- ur sjómanna hafa hækkað nokkru meira vegna hækkana fiskverðs, þrátt fyrir rýrnandi afla á þrosk- veiðum. 1 heild má gera ráð fyrir, að brúttótekjur einstaklinga hækki um 29% á árinu 1973 að meðtalinni fólksfjölgun og ráö- stöfunartekjur heimilanna um 28%. Miðað við siöustu áætlanir um verðtag einkaneyzlu felur þetta i sér nálægt 4% kaup- máttaraukningu á árinu 1973, en einkaneyzla mun sennilega hafa aukizt heldur meira, eða um 6%. A árunum 1971, 1972 og 1973 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna i heild aukizt um 35%, en á sama tima hefur raunveru- leg aukning þjóðartekna numið um 28%. bessi aukning kemur i kjölfar 15% aukningar kaupmátt- ar ráðstöfunartekna árið 1970. Ekkert samfellt fjögurra ára timabil siðasta aldarfjórðung hefur skilað meiri, almennri aukningu kaupmáttar. Gengismál 1 stefnuræðu minni á Alþingi i haust gerði ég allitarlega grein fyrir þróun gengismála. Hef ég ekki nú neinu þar við að bæta. Birti ég þvi hér á eftir það, er ég þá sagði: ,,Um miðjan febrúar tilkynnti Bandarikjastjórn, að gengi dollarans yrði lækkað um 10%. bessari gengisbreytingu fylgdu viðtækar gengisbreytingar i heiminum, sem voru tslendingum óhagstæðar og áhrif þeirra á greiðslujöfnuð okkar, að öðru óbreyttu, sams konar og þeirra gengisbreytinga, sem urðu i árs- lok 1971 — þ.e. hækkun á verði helztu innflutningsmynta, en lækkun þeirrar myntar — dollar- ans — er þyngst vegur i gjald- eyristekjunum. Með tilliti til þessa og þeirrar óvissu, sem rikti i efnahagsmálum á þessum tima bæði vegna eldgossins á Heimaey og ört hækkandi innflutnings- verðlags, þótti ekki annað fært, en að gengi krónunnar fylgdi gengi dollars og kom þessi breyt- ing til framkvæmda 15. febrúar. Gengi krónunnar fylgdi siðan gengi dollars fram til 30. april 1973. t lok fyrsta ársfjórðungs 1973 varð ljóst, að sú mikla hækkun á hráefnum matvælaiðnaðar á heimsmarkaði, sem vart varð undir lok ársins 1972, myndi halda áfram fram eftir árinu 1973 og valda verulegri hækkun á öllum helztu útflutningsafurðum sjávarútvegs umfram það, sem við hafði verið búizt, þegar ákvörðun var tekin um að fylgja gengi dollars um miðjan febrúar. Sérstaklega tók að gæta örra verðhækkana á frystum fiski á Bandarikjamarkaði. bessi hækk- un bætti i senn horfur um afkomu sjávarútvegs og greiðslujöfnuð þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. Á móti þessum breytingum til batnaðar á afkomu sjávarútvegs komu að nokkru kostnaðar- hækkanir heima fyrir. 1 kjölfar 12-13% hækkunar kaupgjalds 1. marz 1973 var útlit fyrir allt að 8% hækkun 1. júni 1973 vegna verð- lagsuppbóta á laun. Jafnframt gætti vaxandi eftirspurnar á flestum sviðum innanlands ekki sizt á húsnæðis- og bygginga- markaðinum og áttu afleiðingar jarðeldsins i Vestmannaeyjum nokkurn þátt i þvi. Við þessar að- stæður var eðlilegt, að gengis- skráning krónunnar kæmi til endurskoðunar. Rikisstjórnin féllst á tillögu bankastjórnar Seðlabankans, sem studd var at- hugunum hagrannsóknardeildar Framkvæmdastofnunar rikisins, aö rétt væri að nota það svigrúm, sem hækkun útflutningsverðlags veitti, til þess að hækka gengi krónunnar um 6%, þann 30. april 1973, og hamla þannig gegn verð- bólgunni. Samtimis var ákveðið að gripa til hliðarráðstafana til þess að hvetja til sparnaðar og draga úr peningaþenslu með 2-3% hækkun vaxta og aukningu inn- lánsbindingar i Seðlabankanum úr 20% i 21% af innstæðum, auk þess sem sett voru bráðabirgða- lög um 2% niðurfærslu verðlags strax I kjölfar gengishækkunar- innar. 1 mai hélt gengi dollarans 'áfram að lækka á erlendum gjaldeyrismarkaði, þannig að nokkur hluti gengishækkunar krónunnar eyddist. Hinn 14. júni s.l. voru siðan sett bráðabirgða- lög, sem heimiluðu skráningu gengis islenzku krónunnar ofan við hið leyfða 2 1/4% frávik frá stofngengi. Markaðsgengi krón- unnar var siðan hækkað smám saman samkvæmt þessari heim- ild gagnvart dollar. Fram til ágústloka voru þessar hækkanir miðaðar við það, að lækkun á . gengi dollars heföi ekki i för með sér lækkun á gengi krónunnar miðaö við mikilvægi hinna ýmsu mynttegunda i útflutnings- tekjum. begar leið á sumariö, varö ljóst, aö hin hagstæöa þróun útflutningsverðlags — ekki sizt á frystum fiskafuröum i Bandarikj- unum — héldi enn áfram og færði sjávarútveginum verulegan tekjuauka umfram fyrri spár. bessi þróun haföi einnig hagstæð áhrif á viöskiptajöfnuöinn þrátt fyrir ört hækkandi innflutnings- verðlag og aukinn innflutning. I septemberbyrjun var talin ástæða til að láta þessa þróun hafa áhrif á markaðsgengi krón- unnar, og var það hækkaö þann 13. september um 3,6% gagnvart öllum myntum. Tilgangur þessarar breytingar var að draga úr áhrifum gengisbreytinga og verðbreytipga erlendis á verölagsþrounina hér á landi. Með gengishækkun þeirri, sem framkvæmd hefur verið á árinu 1973 og hliðarráðstöfunum þeim, sem henni hafa fylgt, er farið inn á nýjar brautir i stjórn efnahags- mála. Gengi krónunnar hefur ekki verið hækkað i næstum hálfa öld þar til i ár. Gengishækkunin i ár felur i sér tilraun til þess að dreifa ávinningum af óvæntum útflutningstekjum að nokkru leyti i formi lækkaðs verðlags og þar með hækkaðra rauntekna i staö þess að láta aukningu útflutnings- tekna — sem stundum getur reynzt skammvinn — dreifast um allt hagkerfið með hækkun pen- ingatekna og verðlags. Jafnframt er aö sjálfsögðu ljóst, að gengis- hækkunin veldurnokkrum öröug- leikum hjá þeim greinum útflutn- ingsframleiðslu, sem ekki hafa notið erlendra verðhækkana til jafns við sjávarútveg. Hér er i reynd um þann almenna vanda að ræða, að tryggja farsælt jafnvægi milli hinna hefðbundnu útflutn- ingsgreina, sem eru háðar mikl- um sveiflum i árferði, og nýrra útflutningsgreina, sem eiga að geta fært okkur aukinn stööug- leika útflutnings. Verður þvi að leita allra skynsamlegra ráða til þess að mæta þessum vanda eins og hann birtist nú”. Gengishækkun krónunnar yfir árið mjih beinlinis hafa valdið þvi, að verðlag i landinu er 4% lægra en ella, en til viðbótar koma óbein og afleidd áhrif. Vafalaust má og telja, að gengis- hækkunin og hækkun innláns- vaxta eigi sinn þátt I þeirri spari- fjáraukningu, sem orðið hefur. Ilorfur i efnahagsmálum Eins og endranær er erfitt að meta með vissu grundvallarskil- yrði efnahagsmála á næsta ári, t.d. rikir veruleg óvissa um þróun matvælaverðs á heimsmarkaði á næsta ári. Flestir virðast þó búast við, að hið geysiháa matvæla- verðlag, sem nú rikir i veröldinni muni fremur lækka en hækka, þegar kemur fram á næsta ár, þó að enn sjáist þess fá merki. En sizt mun það ofsagt, að óvissan i ýmsum efnum sé nú meiri en oft- ast áður. Veldur ástandið i oliu- málunum þar miklu um. Engu að siöur virðist ástæða til að vona, að hið hagstæða verðlag á helztu þorskafuröum haldist fram eftir næsta ári. Aflahorfur eru ekki sérlega bjartar, að þvi er þorsk- aflann varðar, en útfærsla land- helginnar og aukinn og bættur skipastóll færir okkur vonandi einhverja aflaaukningu á næsta ári. A næsta ári ættu þvi að vera forsendur til aukningar þjóðar- framleiðslu og tekna um 4-5%, og er þá ekki gert ráð fyrir, að oliu- skorturinn, sem nú vofir yfir heiminum, valdi neinum umtals- verðum truflunum i framleiðslu- kerfi okkar. Ekki verður séð, að von sé á viðskiptakjarabót á næsta ári. bvert á móti sýnist nú liklegast, að viðskiptakjör okkar út á við muni versna vegna fyrir- sjáanlegra geysilegra hækkana á oliuverði á næstu mánuðum. Ýmsar aðrar mikilvægar fram- leiðsluvörur hækka og ört i verði nú. bessar horfur ásamt hinni öru verðbólguþróun innanlands á sið- ustu mánuðum geta stefnt hvoru tveggja i hættu, þegar fram i sæk- ir, greiðslujöfnuði og sam- keppnisstöðu útflutnings og ann- arra greina, sem mæta erlendri samkeppni. bað er augljóst mál, að brýn þörf er á þvi, að halda verðlags- og kostnaðarþróuninni innanlands i skefjum, til þess að atvinnuvegir okkar standist sam- keppni við önnur lönd. Hinir al- mennu kjarasamningar, sem nú standa yfir, ráða miklu um það, hversu' til tekst i þessu efni á komandi ári. Mikil kaupmáttaraukning á siðustu árum ætti að vera góð undirstaða hófstillingar við kjaraákvarðanir i þetta sinn. Eins virðist sérstök ástæða til að fara með fyllstu gát við kaup- gjaldsákvarðanir fyrir næsta ár vegna þeirrar viðskiptakjara- skerðingar, sem þjóðarbúið i heild hlýtur að þola á næstunni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.