Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur :!G. deseinber 1973, I 1 M Ólafur Jóhannesson, f orsætisróðherra: ■ I I ?m 1 m ÁRIÐ 1973 hefur verið ár mikilla og örlagarikra atburða bæði á innlend- um og erlendum vett- vangi. Af innlendum at- burðum ársins eru mér efst i hug eldgosið i Heimaey, landhelgis- deilan við Breta og bráðabirgðalausn henn- ar, viðræðurnar um endurskoðun varnar- samningsins, hin öra efnahagsþróun og vax- andi velmegun i landinu, og heimsóknir margra erlendra gesta, sem bera þvi vitni, að hin öra ! þróun samgöngutækni hefur fært ísland úr einangrun i þjóðbraut. Af erlendum málefnum ársins 1973, má m.a. nefna „frið” i Viet- Nam, þótt enn kraumi þar undir, átök Araba og tsraelsmanna og beitingu oliuvopnsins með vax- andi áhrifum um allan heim, lokastörf hafsbotnsnefndar Sam- einuðu þjóðanna og upphaf haf- réttarráðstefnu S.þ. i New York 3. desember, samþykkt auðlindatil- lögu Islands á vettvangi Samein- uðu þjóðanna, og þiðuna i kalda striðinu, m.a. vegna gagn- kvæmra heimsókna forystu- manna stórveldanna, undirbún- ings öryggisráðstefnu Evrópu i Helsingfors og Genf, Vinarráð- stefnunnar og hugmyndir um gagnkvæman samdrátt á her- styrk NATO og Varsjárbanda- lagsins. 1 þvi, sem hér fer á eftir, verður fyrstog fremst fjallað um innlend málefni. Eldgosið i Vestmannaeyjum Eldgosið i Heimaey, sem hófst aðfaranótt 23. janúar, er flestum tslendingum enn i fersku minni, þótt myndin af þeim snögga og óvænta atburði sé vafalaust skýr- ust i hugum Vestmannaeyinga sjálfra. Eldsúlurnar stóðu mán- uðum saman upp úr jörðunni og gosinu lauk ekki fyrr en i lok júni. öskufall og hraunrennsli var mjög mikið fyrstu vikurnar og i byrjun april var mikill hluti bæjarins þakinn öskulagi og nærri þriðjungur hans kominn undir hraun. Ég minnist þess.að ég var ný- lagstur til svefns á Blönduósi, þegar ég var vakinn upp milli klukkan 2 og 3 um nóttina og mér tilkynnt hin geigvænlegu tiðindi um eldgosið. Lagði ég þá þegar af stað til Reykjavikur og ók suður um nóttina en fylgdist með at- burðinum i útvarpinu. Hin giftusamlega björgun allra ibúa Vestmannaeyja á einni nóttu er likust þvi sem kraftaverk hafi gerzt. Fór þar saman mikil gæfa i þessum hörmungum, ötul fram- ganga Vestmannaeyinga sjálfra og þó einkum skipshafna báta- flotans, sem án tafar tóku til við fólksflutningana til lands, svo og starf almannavarnaráðs. Enda þótt náttúruhamfarirnar hafi valdið gifurlegri röskun á högum og kjörum Vestmannaey- inga og haft veruleg áhrif á þjóðarbúið, verður seint fullþakk- að að ekkert manntjón skyldi verða af þessum snöggu og óvæntu eldsumbrotum við fjöl- menna byggð, og undrun sætir hversu vel hefur tekizt að bæta aftur úr þeirri röskun, sem varð á högum og kjörum Vestmannaey- inga vegna jarðeldanna, þótt enn sé margt ógert af þvi, sem gera þarf til endurbóta og endurupp- byggingar i Vestmannaeyjum. Rikisstjórnin hélt fund um neyðarráðstafanir vegna náttúruhamfaranna þegar að morgni 23. janúar. Varð hún ein- huga um, að i þessu máli ætti þjóðin öll að standa samábyrg og Islendingar allir skyldu standa straumaf þeim ráðstöfunum.sem nauðsynlegar væru til þess að bjarga og bæta tjónið. A Alþingi náðist einnig full samstaða i málinu. Þingkjörin nefnd allra flokka undirbjó lög- gjöf um neyðarráðstafanir vegna jarðeldanna á Heimaey. Voru lögin samþykkt 7. febrúar. 1 þeim er mörkuð sú meginstefna rikis- stjórnarinnar i málinu, að stofnaður skuli sérstakur sjóður, „Viðlagasjóður”, sem hafi það hlutverk meðal annars, að tryggja hag Vestmannaeyinga og stuðla að vernd og endurreisn byggðar þeirra, að greiða kostnað vegna björgunarstarfs, flutninga og röskunar á högum vegna elds- Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra. Eldgosið I Eyjum hófst aðfarauótt 23. janúar og stóð yfir fram f lok júni. Giftusamleg björgun allra Vestmannaeyinga á einni nóttu verður lengi f minnum höfö. umbrotanna, að bæta tekjumissi og eignatjón af völdum eldgossins og að draga úr áhrifum náttúru- hamfaranna i Vestmannaeyjum á afkomu og atvinnulif Vestmanna- eyinga og þjóðarheildarinnar og gera hvers konar fjárhagsráð- stafanir i þvi skyni. í lögunum eru einnig ákvæði um tekjuöflun Viðlagasjóðs með sérstöku viðlagagjaldi. Er gert ráð fyrir, að heildartekjur Við- lagasjóðs af viðlagagjaldi framtil 28. febrúar 1974 gætu orðið 2200 millj. króna. Auk þess er gert ráð fyrir, að i sjóðinn renni óafturkræf framlög og gjafir, sem kynnu að berast frá innlendum og erlendum aðilum. Af erlendu gjafafé munaði mest um sameiginlegt framlag frændþjóðanna á Norðurlönd- um að upphæð 100 milljónir danskra króna (1550 milij. is- lenzkra króna), sem ákveðið var á fundi Norðurlandaráðs i Osló 21. febrúar. Auk þess hefur bprizt verulegt söfnunarfé erlendis frá bæði til Viðlagasjóðs og Rauða- kross Islands. Mun sú hjálpfýsi seint gleymast og er þökkuð af heilum hug. Þróun mála vegna náttúru- hamfaranna i Vestmannaeyjum hefur sem betur fer orðið farsælli en bjartsýnustu menn þorðu að vona I upphafi. Strax I ágústlok og byrjun september byrjuðu Vest- mannaeyingar að flytja aftur út I Eyjar. Hefur nú þegar um helmingur Eyjarbúa flutzt aftur heim. Hreinsun bæjarins og við- gerðarstarf hefur einnig gengið með undraverðum hraða. Má gera ráð fyrir, að á komandi ver- tið verði flestir Eyjabátar gerðir út frá Vestmannaeyjum. Landhelgismálið Mikil tiðindi og stór gerðust I landhelgismálinu á árinu. Má þar fyrst telja þau ótiðindi, að Alþjóðadómstóllinn i Haag úr- skurðaði sjálfum sér, 2. febrúar s.l„ lögsögu I deilumálum ts- lendinga við Breta og Vestur- Þjóöverja, þrátt fyrir mótmæli okkar og yfirlýsingar um, að við teldum hann óbæran til að dæma i þessu llfshagsmunamáli og að við teldum samningana frá 1961 ekki lengur i gildi. Greiddu 14 dómarar atkvæði með þessum úrskurði en 1 á móti. Þá var eigi siður fráleitt, að dómurinn skyldi hinn 12. júli s.l. endurnýja með 11 atkvæðum gegn 3 bráðabirgðaúrskurð sinn frá 17. ágúst 1972 um að heimila Bretum að veiða 170 þúsund tonn á Islandsmiðum, en Vestur-Þjóð- verjum 119 þúsund tonn og leggja til við okkur að verja landhelgina aðeins að 12 milum. Þessi óraunhæfi úrskitrður dómsins spillti mjög fyrir öllum samningaviðræðum i málinu við Breta og Vestur-Þjóðverja. Eigi að siður lagði rikisstjórnin -6ig fram um að reyna að ná bráða- birgðasamkomulagi við þessi riki, lengi án árangurs, þrátt fyrir marga viðræðufundi. Einn slikur samningafundur var haldinnn hér i Reykjavik i mai-byrjun. Lögðu þar báðir aðilar fram tillögur til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.