Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 30
30
TÍMINN
Sunnudagur :!((. desember 1973.
110-i:i0 þúsund tonn u an a isianusiuiouiii. uoiusiuaidiauunoyiiu anui
VIÐ ÁRAMÓT
vegna oliukreppunnar. Virðist
rétt að leggja áherslu á að lyfta
kjörum hinna lægst launuðu, svo
sem gert var i samningum rikis-
ins við opinbera starfsmenn. A þá
stefnu vill rikisstjórnin fyrir sitt
leyti leggja rika áherzlu. Og það
ersérstök ástæða tii að fagna þvi,
að samningar við rikisstarfs-
menn i B.S.R.B. skyldu takast á
þessum grundvelli.
Ég hef marglýst þeirri skoðun
minni að skynsamlegt væri að
hægja nokkuð á sér i fram-
kvæmdum næsta ár. Þenslan er
of mikil á sumum sviðum, og get-
ur, ef ekki er hæfilegu aðhaldi
beitt, ýtt undir verðbólguvöxt.
Stjórnarsamstarf
Mér þykir rétt að taka það
fram, einkum vegna æsiskrifa
stjórnarandstöðunnar um ósam-
lyndi i rikisstjórninni, að sam-
starfið þar hefur yfirleitt verið
gott og allt annað en stjórnarand-
stæðingar gera sér i hugarlund.
Það er að sjálfsögðu svo, að þegar
þrir stjórnmálaflokkar vinna
saman i rikisstjórn, að nokkrum
tlma þarf stundum að verja i að
leita að þeirri málamiðlun við
lausn aðsteðjandi vanda, sem all-
ir geta sætt sig við. Mér er ljúft að
skýra frá þvi, að undir slikum
kringumstæðum hefur núverandi
stjórnarsamstarf verið jákvætt i
rikisstjórninni. Við höfum sam-
eiginlega reynt að leita að beztu
valkostum I hverju máli og þá
jafnan miðað fyrst og fremst við
þjóðarhag og framfaraþróunina i
landinu til hags og heilla fyrir
framleiðendur tii sjávar og sveita
og alla launþega.
Ég held, að ekki verði annað
með sanni sagt, en að stjórnin
hafi verið athafnasöm. Hún hefur
nú þegar, á liðlega miðju kjör-
tlmabili, framkvæmt meginhluta
þeirra atriða, sem hæst ber i mál-
efnasamningnum. Að visu er enn
ýmislegt ógert og sjónarmið sam-
starfsflokkanna eru um sumt ólik
og starfsaðferðir þeirra lika og
sumt hefur ekki tekizt sem skyldi,
svo sem viðureignin við verðbólg-
una. Það er auðvitað svo, áð
hverjum þykir sinn fugl fagur.
Samt held ég, að það sé ekki
glámskyggni hjá mér, að mörg-
um yrði eftirsjá að þessari rikis-
stjórn.
En þvi er ekki að leyna, að
staða stjórnarinnar er að sumu
leyti veik og nokkur stjórnmála-
óvissa fram undan. Þvi veldur
m.a.. að einn stuðningsmaður
stjórnarinnar, Bjarni Guðnason,
hefur sagt skilið við hana og
gengið til liðs við stjórnarand-
stöðuna. Meiri hluti stjórnarinnar
er þvi naumur. Það er óþægileg
aðstaða, þegar við erfið vanda-
mál er að glima, en að minum
dómi er nauðsyn. að eftir áramót-
in sésérstaklega teHizt á við efna-
hagsmálin. Það gefur auga leið,
að þá er æskilegt að hafa sterka
stjórn.
Fjölgun flokka er til ógagns,
evkur óvissu og glundroða i
stjórnmálum og gerir allt stjórn-
kerfið óstarfhæfara. Þar um er
hið nýlega dæmi frá Danmörku
skýrt vitni. Það ætti sannarlega
að verða viti til varnaðar.
Það er nánast broslegt, þegar
einn þingmaður yfirgefur flokk
sinn og segist vera þingflokkur.
Er eigi séð fýrir endann á þeirri
skripamynd. sem Alþingi yrði, ef
slikir starfshættir standast, en
um það verða væntanlega forseta
þingsins eða Alþingi sjálft. að úr-
skurða. Ég hef ekki nema gott eitt
að segja um Bjarna Guðnason
persónulega, en ég get ekki betur
séð en að pólitjskir starfshættir
hans byggist á alkunnri sjálfs-
lýsingu: ,,Það góða, sem ég vil.
geriég ekki, en það vonda sem ég
vil ekki, það geri ég”. Það er engu
likara en að hann keppi nú orðið
að þvi um fram allt að fella
vinstri stjórn og endurreisa við-
reisnarstjórn i einhverri mynd.
Fækkun flokka er æskilegri en
fjölgun. Það er þvi að minum
dómi eðlilegt, að þeir flokkar
sameinist, sem standa á sama
hugsjónalegum grundvelli. Ég
hef alltaf talið æskilegt, að is-
lenzkir jafnaðarmenn gætu sam-
einast i einum flokki. Hins vegar
er ekki um það að ræða, að Fram-
sóknarflokkurinn geti tekið þátt i
slikri sameiningu. Hann er ekki
og hefur aldrei verið sósialistisk-
ur flokkur. Ef hann væri það,
hefði sérstök tilvera hans frá önd-
verðu, verið reist á veikum stoð-
um. Hitt er annað mál, að i mörg-
um efnum getur Framsóknar-
flokkurinn átt samleið með
Jafnaðarmönnum og samstarf
Framsóknarflokksins við
jafnaðarmannaflokka getur verið
eðlilegt og hefur gefizt vel, eins og
dæmin sanna.
Stjórnarandstaðan
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um stjórnarandstöðuna.
Hún hefur i flestum greinum
reynzt óábyrg, og vil ég þó ekki
setja þá i sama bát. þvi að Al-
þýðuflokkurinn hefur þó sýnt við-
leitni til að taka á máium af meiri
ábyrgðartilfinningu. Um ,,frjáls-
lynda flokkinn" þarf ekki að
ræða. Glistrupmennska hans
gleymist sjálfsagt fljótt. Mál-
fíutningur stjórnarandstöðunnar
erallursvo mótsagnakenndur. að
furðu gegnir. Eitt er sagt i dag og
annað á morgun. Kröfur eru
gerðar á hendur hinu opinbera
um auknar framkvæmdir og fjár-
framlög. Jafnframt er býsnast
yfir allt of háum fjárlögum og út-
gjöldum. Fluttar eru tillögur um
niðurskurð beinna skatta um 3-4
milijarða. án þess að bent sé á
nokkra tekjuöflun i staðinn eða
tilsvarandi sparnað. Stjórnar-
andstaðan á eigi nógu stór orð um
verðbólgu, en i verki ýtir hún
undir hana svo að segja hvar sem
er. Hún segir atvinnurekstur á
heljarþröm, samt reynir hún að
spana til kauphækkana, reynir
t.d. að gera hóflega samninga við
B.S.R.B. tortryggilega og telur
fyrirsvarsmenn þess hafa samið
af sér. Þannig mætti lengi telja
dæmi um þversagnir hennar og
látalæti, enda munu þeir sifelt
verða færri og færri, sem nokkurt
mark taka á málflutningi hennar.
Segja bara i afsökunartón að
svona hljóti það alltaf að vera i
stjórnarandstöðu. En það er auð-
vitað misskilningur, eins og
glöggt má sjá hjá nágrannaþjóð-
um okkar. En það er timaeyðsla
að vera að tala um loddaraleik
stjórnarandstöðunnar, enda fara
jafnvel trúuðustu sálir hennar hjá
sér, þegar minnzt er á vinnubrögð
hennar. Læt ég þvi um hana út-
rætt.
Efling
Framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn hefur
gegnt mikilvægu hlutverki i is-
lenzkum stjórnmálum. Það mun
hann enn gera. Það er full þörf á
slikum umbótasinnuðum félags-
hyggjuflokki, sem hefur sam-
vinnuhugsjónina að leiöarljósi, en
er óbundinn af öllum ismum og
kreddukenningum.
Framsóknarflokkurinn telur
mikilvægt. að núverandi
stjórnarsamstarf haldist. Það
hefur þegar á mörgum sviðum
valdið þáttaskilum. Samt þarf
það að standa miklu lengur, eigi
það að bera fullan ávöxt. Þess
vegna mun Framsóknarflokkur-
inn kappkosta. hér eftir sem hing-
að til. að standa heils hugar að
þessu stjórnarsamstarfi. Þar sem
hann veitir stjórnarsamstarfinu
forystu hvilir á honum sérstak-
lega rik skylda i þessu efni. Það
vona ég að öllum Framsóknar-
mönnum sé ljóst.
Ég held, að bezta tryggingin
fyrir áframhaldandi stjórnar-
samstarfi sé efling Framsóknar-
flokksins. Þess vegna skiptir
mestú, að allir Framsóknarmenn
snúi bökum saman og standi
saman sem einn maður, en varist
þann óvinafagnað að kynda undir
sundurlyndi.
Lokaorð
Ég held, að við tslendingar get-
um kvatt þetta ár með góðum
hug. Það hefur verið gott ár og
gjöfult, þegar alls er gætt. Það
hefur verið ár mikillar hagsæld-
ar.
Um leið og við kveðjum gamla
árið, fögnum við þvi nýja. Það er
merkisár I tslandssögunni. Þá
minnist islenzka þjóðin ellefu
hundruð ára byggðar I landinu. A
þeim timamótum er vel þess vert
að staldra við. Það er margs að
minnast frá ellefu alda byggð i
landinu. Það hefur margt á daga
þjóðarinnar drifið. Hún hefur orð-
ið fyrir mörgu áfallinu af völdum
náttúruhamfara, drepsótta, er-
lendrar áþjánar, o.s.frv. Það má
að visu segja, að hún hafi bognað
á stundum, en hún brotnaði
aldrei. Hún gafst aldrei upp. Og
nú hefur þjóðin rétt úr kútnum. Á
þessu afmælisári á þjóðin að
þakka, fagna og vakna til nýrra
dáða. Þá heldur þjóðin sanna
þjóðhátið.
Ég lýk svo þessum hugleiðing- .
um með þvi að þakka samferðar-
mönnunum samfylgdina á liðnu
ári. Landsmönnum öllum óska ég
faraældar og hagsældar á kom-
andi ári.
Ólafur Jóhannesson