Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 40
N fyrir góóan mai ^ KJÖTIONADARSTOÐ SAMBANDSINS Sér fyrir óorðna atburði og spóir: Boðskapur er veldur sinnaskiptum þjóðarinnar SpámaAur Tlmans aft þessu sinni er miftaldra maftur, sem nú er búscltur i náf'renni Iteykjavikur, en er fæddur n(í uppalinn isveit. I*efiar liann var kominn á fullurAinsár varft hann aft bref>fta búi veffna heilsu- brests ofi flultist þá i kauptún i nágrenni lieimaliaf'a sinna of' fyrir nokkrum árutn flulli liann svo suftur, þar sem lionuni liauflst vinna, sem ekki reynir á likamsþrck lians. IVIafliirinn vill ekki láta nafns sins j'etið, þvi aft hann senist liafa nój' ónæði af fólki, sem þekkir til hans og veit um bæfileika hans tíl að sjá fyr- ir óorðna liluti Oft vill láta spá lyrir sér. Sjálfur ler hann dult meft þessa f'áfu sina of? sef'ist rcyna eltir mætti aft spyrna á móti sýnum þeim, er hirtast lionuni en liann fær ekki vifi ráft- ift. ÆUingi þessa manns benti Timanum á af> heimsækja hann og fá hann til að segja frá hvers hann hefur orðif) visari um at- burfii ársins, sem senn gengur i garh. llann tók þessari mála- leitan illa i fyrstu, en fyrir þrá- beifmi varh hann vift óskum okk- ar af> skýra frá þvi helzta, sem borih hefur fyrir duldar sjónir hans og hann álitur að fram muni koma á árinu. Við spurðum hann i fyrstu með hvaða hælti hann spáði fyr- ir um óorðna atburði. iiann kvaðst ekki spá neinu og vildi alls ekki kalla sig spámann. Hann sagðist aldrei á ævi sinni hafa spáð i spil og hafa skömm á slikum kúnstum sem spilaspá mennsku og þeim, sem þykjast rýna i framtiðina i óþvegnum kaffibollum. ,,Ég var kominn á tólfta ár, þegar óg komst að raun um, að ýmislegt, sem ég hafði skynjað öðru hverju allt frá bernsku. var óraunverulegt og sjálfur hafði ég enga hugmynd um að fyrir mig hafði borið óorðna atburði, fyrr en hún amma min. sem var ihorninu hjá foreldrum minum, sá sambandið milli þess, sem ég hafði stundum sagt henni um sýnir minar og þess sem siðar varð. Gamla konan haföi hljótt um þetta og sagði mér, að ég skyldi ekki segja öðrum frá en sér. Við þetta stóð ég þar til hún var látin, en mér fannst að ég yrði að segja einhverjum frá sýnum minum, en aldrei nema þeim sem næst standa mér.” Viðspyrjum manninn hvernig sýnir hans bera fyrir. ,,Ég á ekki gott með að út- skýra það fyrir öðrum.. En hún amma min skildi það. Sumir munu eflaust kalla þetta drauma, en ég geri það ekki. Eg hef aldrei Verið vel hraustur likamlega og hef ávallt orðið fljótt þreyttur af erfiðisvinnu og þurfti að leggja mig fyrir eftir að hafa reynt á mig. Þá bera sýnir stundum fyrir sjónir mér og ég heyri raddir. Þetta er ekki alltaf vel skýrt og ég reyni ekki að einbeita mér til að sjá eða heyra það sem fyrir ber. Þegar þetta kemur yfir mig er ég þess ávallt meðvitandi, að ég er vak- andi og skynja umhverfið. Sýn- irnar vara misjafnlega lengi og einatt liða þær á brott, ef ein- hver kemur inn eða ég er trufl- aður á annan hátt. A eftir er ég oft dasaður og stundum sofna ég, en man samt greinilega hvað fyrir bar er ég vakna.” Eru þessar sýnir alltaf greinilegur fyrirboði einhvers, sem á eftir að koma fram? ,,ftg veit þaðekki. Stundum sé ég skýrt hvað er að gerast án þess að vita hvar það er eða hverjir lenda i þvi, sem ég sé. Oft er það að löngu siðar er ég heyri eða les um skipstapa eða önnur slys, að ég skil, að ég hef séð atburðinn fyrir. Einnig ber iðulega fyrir mig sýnir, sem ég skil ekki og kemst aldrei að hvað boðuðu, eða sitt- hvað sem mér er sýnt, sem ég kann ekki að ráða. Siðan hún amma min dó hefur enginn get- að skýrt fyrir mér ýmislegt, sem ég sé og skil ekki, eða út- lagt það á réttan hátt. Stundum birtist mér fólk, sem ég veit að er látið. Það talar til min, en ég veit að ekki er ætlazt til að ég svari, eða spyrji nokk- urs. A einu hef ég oft furðað mig, og það er hvers vegna gamla konan, hún amma min hefur aldrei vitjað min eftir að hún dó, en hún vissi allra manna bezt um þessa hæfileika mina, að skynja það sem er handan þeirrar sjónviddar, sem flestum mönnum er gefinn. En mér býð- ur i grun, að hún hafi einu sinni viljað láta mig vita um gleðiat- burð i lifi minu. Það var áður en fyrsta dótturdóttir min fæddist. Þá bar fyrir mig glaðlegt stúlkuandlit, sem brosti til min. fog þekkti ekki þetta andlit, en fannst það vera mér nákomið. Það var ekki fyrr en siðar, að það laukst upp fyrir mér að þetta var andlit ömmu minnar þegar hún var ung stúlka, en ég hafði auðvitað ekki séð hana fyrr en hún var orðin gamal- menni." Við spyrjum manninn, hvort hann hafi gert nokkuð til að þroska með sér yfirskilvitlega hæfileika sina. ,.Nei. það hef ég ekki gert, fremur reynt að ba'gja sýnunum frá mér, þvi að þær eru mér oft til óþæginda. Ég hef aldrei farið á miðilsfund eða reynt vitandi vits að ná sambandi við verur frá svokölluðum öðrum heimi. En á siðari árum hef ég lagt mig meira eftir þvi en áður. að setja það sem ég verð áskynja i sam- band við það. sem siðar verður og fram kemur. Sumt er greini- legt og ég veit að það á eftir að ske. en annað er meira eins og i móðu og ber fyrir mig á nokkurs konar táknmáli, sem ég er ekki alltaf fær um að ráð i. en þó er mér orðið það ljósara á siðari árum en áður, er ég hugsaði minna um það sem fyrir mig bar." — Hvers hefur þú orðið visari um atburði næsta árs? ,,Það, sem mér er gefið að sjá og fram á að koma, fer nú ekki alveg cftir almanakinu, en sitt- hvað þykist ég vita, sem fram kemur áður en langt um liður. Er þar fyrst til að taka snemma ársins, sem nú fer brátt að kveðja sá ég teikn á himni, sem sló mig óhugnaði og ég þorði ekki að minnast á við nokkurn mann. Skært ljós nálgast jörðina óðfluga og stækkaði eftir þvi sem nær dró og virtist mér vigahnöttur þessi breiða sig yfir himinhvolfið og gleypa jörðina. Þetta skelfdi mig mjög, enda hélt ég þetta vera fyrirboða mikilla ótiðinda. En að áliðnu sumri las ég i blöðum, að hala- stjarna væri að nálgast og mundi vera i jarðnánd nærri áramótum og skina skært á himni, og fjarlægjast jörðina aftur — án þess að valda spjöll- um. Létti mér þá, þvi að þarna þykist ég hafa fengið ráðning- una á sýninni. Annars fæ ég ekki séð að mikil tiðindi gerist á ári komanda, að minnsta kosti ekki hér á landi. Miklar sviftingar verða i þjóðmálum og fer þar margt öðru visi en ætla mætti að óreyndu. Eg hef ekki lagt mig eftir dægurmáium um dagana, en ég þykist vita að einhver óstjórnlegur hávaði verði hér um sumarmál, en mér er það svolitið ógreinilegt þvi að þar blandast saman erjur og flokkadrættir manna, sem aldrei sitia á sátts höfði þótt vinir séu, en sættir takast um siðir og allt fellur i ljúfa löð og rennur i sina farvegi áður en lýkur. Engar stórfelldar náttúru- hamfarir verða hérlendis á ár- inu. hvað sem siðar kann að verða. Að afliðandi vetri mun gripa um sig nokkur skelfing, sérstaklega á Suðurlandi, vegna merkja um óróleika i jörðinni. en ég fæ ekki séð að manntjón eða stórskaðar hljótist af. Ég þóttist vita um harða tið fram- anaf vetri og munu harðindin haldast fram á góu. öðru hvoru léttir til, en það verða aðeins spilliboltar. sem ekki gera ann- að en vekja vonir um betri tið. Það vorar snemma og sumarið verður gott. að undanskildum kafla að áliðnum slætli. en það gerir minna. þvi að þá riða menn um héruð og sinna minna atvinnu- og búnaðarvafstri, og verður mikill óróleiki um gjör- vallt landið. 1 haust eftir réttir. liklega i októbermánuði, verður atburö- ur, sem skiptir alþjóð og mun draga langan dilk á eftir sér. Vegna þeirra, er málið varðar, mun ég ekki skýra nánar hvers konar atburður þetta er, þvi að við getum i engu breytt þvi sem verba á, jafnvel þótt við vitum hvað fyrir á að koma. Á árinu mun koma fram mað- ur meðal þjóðarinnar, sem veldur miklum sinnaskiptum. Maður þessi er ekki óþekktur, en hefur litill gaumur verið gef- inntil þessa, eða fram að þeim tima er hann gerir boðskap sinn heyrinkunnan og verður honum fálega tekið i fyrstu, en brátt mun fólk fara að leggja við eyr- un og uppljúkast þá þau sann- indi, sem maðurinn hefur fram •að færa og miðlar öðrum. Boð- skapurinn mun eiga sér harð- snúna andstæðinga, sem reyna árangurslitið að tortryggja flytjandann og boðskap hans, en áhangendur hans verða mun fleiri og áhrif hinna gömlu sann- inda, sem flutt verða með nýstárlegum og uppljúkandi hætti, verða mikil og þjóðinni til blessunar er timar liða, en það verður ekki fyrr en siðar. Hér verður ekki beinlinis um að ræða neina trúarvakningu i þeim skilningi, sem lagður er i þaðhugtak. heldur miklu frem- ur siðferðislega breytingu á hugarfari og háttum, sem bygg- ist á breyttu og endurskoðuðu verðmætamati i veraldlegum og andlegum efnum. Þetta verður hið merkasta. sem skeður hér á landi. þótt hreyfingin fari hægt af stað og menn þekki ekki sinn vitjunar- tima, en augu þjóðarinnar munu uppljúkast og meta þetta merkisár þótt siðar verði. Ýmis skakkaföll verða á ár- inu. sem ég hirði ekki um að tina til, þvi að ástæðulaust er að vekja kviða i brjóstum þeirra er fyrir þeim verða. Gleðirikir og filessunarlegir atburðir munu einnig koma upp á og verða þeir lika að biða sins tima, þvi að mikils er um vert að allir haldi hugarró sinni svo lengi sem kostur er. Erlendis frá verður það helzt að frétta, að styrjöld brýzt út austan Evrópu. Verða miklar viðsjár og dragast mörg lönd inn i deilurnar en stórslysi verð- ur afstýrt á siðustu stundu fyrir tilstilli góðra manna og beggja vina. Þjóðhöfðingjaskipti verða hja tveim stórveldum og hyggja menn i fyrstu að breyting verði á stefnu þeirra og framkvæmd mikilsverðra mála, en er fram i sækir verða þær vonir að engu og allt sækir i sama farið aftur. Þrir mikilsverðir og þekktir stjórnmálamenn látast fyrir næstu áramót, hinn fyrsti þeirra snemma á árinu og verður hann mörgum harmdauði, en aðrir láta sér fátt um finnast. Einnig munu tveir heimsþekktir skemmtikraftar, sem báðireiga sér marga aðdáendur hér á landi, farast með vofveiflegum hætti, og vekur fráfall þeirra mikið umtal, sem endast mun fram eftir áratugnum og jafnvel lengur, Þá hefur brugðið fyrir mig sýn, sem ég get ekki skilið á annan hátt en þánn, að slys verði utan jarðarinnar. Ég hef orðið var við sams konar fyrir- brigði áður, en það var fyrir tið geimferða manna, og skildi ég ekki þá hvað það boðaði, en gerði það siðar. Þetta var und- arleg sýn, að sjá jarðbundnar verur, sem voru utan þessa heims og hlutu þar örlög sin. En þeim farnaðist vel að lokum, ekki siður en þeim er kveðja þetta lif hér á jöfðinni. Mikil tiðindi berast fra suður- hveli jarðar, en þar verður mjög róstusamt bæði i vestri og suðri og skipan þjóða riðlast og verð- ur ekki útséð um hvernig fara muni i næstu framtið.” Ekki dugði að reyna á þolrif hins framsýna og spyrja nánar um atburði. sem hann lét liggja að, að hann sæi fyrir, en vildi ekki láta uppi. Hann kvaðst hafa sagt frá þvi. sem hér er haft eft- ir honum hálfnauðugur og bað þess lengstra orða, að sem minnst væri eftir sér haft, þvi að hann vildi hvorki vekja tálvonir né ótta með þvi að segja fyrir óorðna atburði, þvi að enginn má sköpum renna, hvort sem hann veit sina æfi fyrir eða ekki, og rás timans verður ekki breytt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.