Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 21
Sunnudagur :S0. desember 197:!
TÍMINN
21
samkomulags og lauk fundinum
svo, að báðir aðilar ætluðu að
taka tillögur hins til athugunar.
Málið tók þó aðra stefnu.
Breskir togaraskipstjórar gáfust
upp við veiðar á Islandsmiðum
17. mai og tilkynntu bresku rikis-
stjórninni, að þeir mundu ekki
veiða hér við land án flotaað-
stoðar.
19. mai gerðist það svo, að
Bretland sendi flota á tslands-
mið til þess að verja breska land-
helgisbrjóta innan islenskrar
fiskveiðilögsögu.
Hernaðaraðgerðir
brezka flotans
Við hernaðaraðgerðir sinar á
tslandsmiðum beittu Bretar að
jafnaði 3-4 freigátum, 4 dráttar -
bátum og 5 aðstoðar- og hjálar
skipum. Mun á þessum flota hafa
verið sem næst 1000 manns eða
álika margir sjdliðar og sjómenn
á brezku skipunum, sem hverju
sinni voru við fiskveiðar á ts-
landsmiðum. Er óþarft að rekja
hér þau átök, sem áttu sér stað á
miðunum og öllum eru i fersku
minni. Islenzku varðskipin áttu
við ofurefli að etja, en stóðu sig
með mikilli sæmd. Verður
landhelgisgæzlumönnum seint
fullþökkuð frábær frammistaða,
þegar aðstæður allar eru hafðar i
huga.
Hallormstaðarsam-
þykktin
A fundi þingflokks og fram-
kvæmdastjórnar Framsóknar
flokksins, sem haldinn var á
Hallormstað dagana 4.-7. septem-
ber, var samþykkt að þvi skyldi
lýst yfir við Breta að eigi sér stað
fleiri ásiglingar á islenzk
varðskip en þá hafði orðið, muni
þeim tilkynnt slit stjórnmála-
sambands tslands og Bretlands.
Jafnframt var i tillögunni skorað
á NATO, að fordæma njósnaflug
brezku Nimrod-þotanna hér við
land, og þvi lýst yfir, að yrði það
ekki gert, mundu íslendingar
taka afstöðu sina til banda-
lagsins til endurskoðunar. Þessi
tillaga var samþykkt einróma á
Hallormstaðarfundinum.
1 framhaldi af ályktun Hall-
ormstaðarfundarins samþykkti
rikisstjórnin, á fundi'sinum 11.
september, að tilkynna brezku
rikisstjórninni,, að ef herskip
hennar og drattarbátar héldu
áfram ásiglingum á islenzk skip,
teldi islenzka rikisstjórnin sig til-
neydda til að krefjast slita
stjórnmálasamskipta milli land-
anna þannig,að sendiráði Bret-
lands i Reykjavik verði lokað og
starfslið þess hvatt heim. Jafn-
framt ákvað rikisstjórnin á þess-
um fundi sinum að leggja fyrir
flugumferðarstjórn að stöðva
samband við brezku Nimrod-
þoturnar.
Bretum var tilkynnt þessi
ákvörðun, en eigi að siður kom til
ásiglingar skömmu siðar. Varð
það til þess að(hinn 27. september
gerði rikisstjórnin samþykkt um
að tilkynna brezku rikis-
stjórninni, að yrðu herskip og
dráttarbátar Breta ekki farnir út
fyrir 50 milna fiskveiðimörkin
fyrir miðvikudaginn 3. október,
kæmi slit á stjórnmálasamskipt-
um við Bretland til framkvæmda
I samræmi við ályktun rikis-
stjórnarinnar frá 11. september.
Þetta varð til þess, að brezku
herskipin og dráttarbátarnir voru
kallaðir á brott úr islenzkri fisk-
veiðilögsögu. Jafnframt bauð
brezki forsætisráðherrann mér að
koma til viðræðna við sig, til
þess að reyna að finna bráða-
birgðalausn á fiskveiðideilunni.
Svaraði ég boðinu játandi i sam-
ræmi við þá einróma ákvörðun
Alþingis frá 15. febrúar, að reynt
skyldi að ná bráðabirgðasam-
komulagi um fiskveiðideiluna.
Fóru viðræðurnar fram i London
15. og 16. október. Niðurstaða
þeirra varð sú, að fáanlegur var
grundvöllur að lausn, sem ég
lagði fyrir rikisstjórn og Alþingi
og varð uppistaða að bráða-
birgðasamkomulagi um lausn
fiskveiðideilunnar.
Meginatriði
samkomulagsins
Meginatriði samkomulagsins,
sem Alþingi samþykkti að gera
með 54 atkvæðum gegn 6, eru
þannig:
1) Frystiskip og verksmiðjuskip
eru útilokuð frá veiðum innan
50 milna markanna, en Bretar
áttu 25 frystitogara og verk-
smiðjuskip 1971 en eiga nú 46.
2) 15 stærstu siðutogarar Breta
og 15 aðrir, miðað við veiðiflot-
ann 1971, eru útilokaðir frá ts-
landsmiðum. t brezka togara-
flotanum á tslandsmiðum
verða ekki fleiri en 68 skip yfir
180 fet að lengd og 71 skip
minna en 180 fet, eða samtals
ekki fleiri en 139 togarar.
3) Þrjú friðunarsvæði eru lokuð
brezkum togurum, eitt fyrir
Norð-Vesturlandi allt árið,
annað fyrir Suðurlandi á tima-
bilinu 20. marz til 20. april og
það þriðja fyrir Norð-Austur-
landi á timabilinu 1. april til 1.
júni.
4) Þrjú bátasvæði eru lokuð fyrir
brezkum togurum, eitt fyrir
Vestfjörðum, annað fyrir
Austfjörðum og það þriðja fyr-
ir Norðurlandi.
5) Miöunum umhverfis lsland er
skipt i 6 hólf og er eitt þeirra
lokaðbrezkum togurum i senn,
þannig að ávallt er eitt hólf
lokað svo 50 milurnar eru allt-
af virtar einhvers staðar und-
an ströndum landsins.
6) Aflamagn Breta er miðað viö
130 þúsund lestir, en kunnáttu-
menn telja að aflatakmarkanir
þær, sem felast i öðrum atrið-
um samningsins geri Bretum
kleift að veiða 110-130 þúsund
lestir á ári.
7) Ákveðið er, að brezkur togari,
sem brýtur samkomulagið,
skuli strikaður út af listanum
yfir þau skip, sem veiðileyfi
hafa á Islandsmiðum. Það ger-
ir dómsmálaráðuneytið.
8) Samkomulagið gildi i tvö ár.
Veigamesta atriði samkomu-
lagsins er að minum dómi, að all-
ir brezkir frystitogarar og verk-
smiðjuskip eru útilokaðir, en
fækkun annarra veiðiskipa jafn-
gildir 25% niðurskurði á fjölda
brezkra veiðiskipa á Islandsmið-
um miðað við samsetningu flot-
ans á árinu 1971, en 36% niður-
skurði miðað við tonnatölu.
Reynslan mun verða ólygnasti
dómarinn um það, hvort skyn-
samlegra var að gera þetta sam-
komulag eða halda baráttunni
áfram með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum. Ræði ég það eigi frek-
ar og leiði hjá mér alla sleggju-
dóma, sem einstaka maður hefur
verið óspar á. Er þess að vænta,
að eðlileg samskipti tslendinga og
Breta komist sem fyrst í það horf,
sem var fyrir landhelgisstriðið
báðum til hagræðis, þvi að það
má ekki gleymast, að Bretland
hefur lengi verið góð viðskipta-
þjóð okkar.
Viðræðurnar
við Þjóðverja
Þvi miður hafa viðræðurnar við
Vestur-Þjóðverja um lausn fisk-
veiðideilunnar ekki leitt til árang-
urs enn og eru nú i nokkurri sjálf-
heldu. Astæðan er sú, að ósam-
komulag er um það, hvaða skip
ættu að fá undanþágu til veiða um
skamman tima innan islenzku
fiskveiðilögsögunnar og eru þau
skip, sem notuð eru sem verk-
smiðjuskip fyrst og fremst þrætu-
eplið, en við getum ekki fallizt á,
að skip fái leyfi til að ryksuga is-
lenzk fiskimið. Væntanlegir
bráðabirgðasamningar verða að
þvi leyti til að byggjast á sömu
grundvallarreglu og brezku
samningarnir, þó að skipastærðin
sé þar út af fyrir sig ekki úrslita-
atriði. Vonandi tekst fljótlega að
finna leið til bráðabirgðasam-
komulags, sém báðir aðilar geta
sætt sig við.
Varnarmál
Endurskoðun varnarsamnings-
ins er hafin með það markmið
fyrir augum, er segir í málefna-
samningnum. Verður samninga-
Brezkt herskip á tslandsmiðum.
viðræðum fram haldið eftir ára-
mótin. Ég tel æskilegast, að sam-
komulag náist um, að varnarliðið
hverfi af landi brott i áföngum,
t.d. þremur eða fjórum, og um
viðhald og rekstur mannvirkj-
anna i’ Keflavik, þannig að
varnarstöðin geti á meðan við er-
um i NATO gegnt þvi hlutverki,
sem æskilegt er talið, að hún ann-
ist sem eftirlits- og viðvörunar-
stöð i varnarkerfi Bandarikjanna
og NATO.
Eins og alkunna er, gengum við
tslendingar i NATO með þvi skil-
yrði, aðhér yrði ekki erlendur her
á friðartimum, og aldrei nema
við sjálfir teldum hann nauðsyn-
legan. Þess vegna var hér ekkert
herlið á árunum 1949-1951. Það er
vafasamt að viðhorf i alþjóða-
málum séu iskyggilegri nú en þá
var. Á þeim árum áttu sér stað
ýmis hernaðarátök, þó að við
teldum þá friðartima og hefðum
ekkert varnarlið. Ég minni t.d. á
1111 nmitffii
átökin i Palestinu, Indó-Kina,
Indónesiu, Malagaskaga og við-
ar. Sem betur fer eru friðarhorf-
ur, a.m.k. i Evrópu að þvi er séð
verður, góðar og batnandi. Og
þrátt fyrir spennuna i málefnum
Araba og tsraelsmanna, er von-
andi, að stórveldunum takist að
miðla þar málum. Forsendan fyr-
ir komu varnarliðsins á sinum
tima, Kóreustyrjöldin, er löngu
úr sögunni. Sé erlendu varnarliði
ekki ætluð varanleg seta i land-
Framhald á bls. 28
Nýr skuttogari kemur til landsins
_ - .*• :™!~r Mt *