Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 7
 Sunnudagur :!». desember 1!>7:!. TÍMINN 7 1973 á síðum Tímans Kópanesið á strandstað við Grindavfk. 1 bakgrunni má sjá flakið af Gjafari frá Vestmannaeyjum. Kópanesið slitnaði aftan úr öðrum báti, sem var með það i togi á leið til hafnar. 28. jan. 70-80 hús talin vera komin i kaf i Vestmannaeyjum. febrúar Hraunið lokar höfninni 7. febrúar: Hrauntanginn er nú aðeins 200 metra frá hafnar- mynninu i Vestmannaeyjahöfn. Hafnamálastóri telur að fljótlegt muni að opna innsiglingu gegnum Eiðið. Alþingi samþykkir að leggja 2000milljónir króna i viðlagasjóð, vegna náttúruhamfaranna i Vest- mannaeyjum. 13. febrúar. Sjöstjarnan sökk. Leitað að gúmbátum með ellefu manns. Tiu mönnum og einni 'konu. marz 1. marz. Vélbátinn Kópanes rekur á land i Grindavik. Slitnaði aftan úr öðrum báti, sem var með hann i togi og rak Kópanesið á land á Akurhúsanefi. 3. marz.Tveir menn fórust með vélbátnum Islendingi HU 16 við Snæfellsnes. Þeir sem fórust voru Theodor Helgi Guðjónsson og Ölafur Þór Ketilsson. 4. marz. Ellefu menn björguð- ust, þegar vélskipið Framnes frá Þingeyri strandaði við Rauða- sand. 13. marz. Báðu leigubilstjóra fyrir 300 þúsund krónur i Vest- mannaeyjasöfnunina. Bandarisk hjón G. Skrudland fengu leigubil- stjóra umslag með 3000 dollurum og báðu hjónin hann að láta féð Stytzta og bezta veiðiferð, sem ég hefi farið, sagði Guðjón Friögeirsson hjá Sjávarafurðadeild StS, en hann var á sjó á triliu sinni, meö sonum sinum ungum, þegar þeir rákust á sjómann af varðskipinu Tý, scm var á sundi, eftir að hafa fallið útbyrðis. Sjöstjarnan KE 8 hafði verið til viðgerðar i Þórshöfn i Færeyjum og var báturinn á heimleið, er að honum kom leki og hann sökk. Mikill fjöldi skipa og flugvéla leitar að skipshöfninni. 14. febr. Hraunið á eftir 70 metra að hafnargaröinum i Vest- mannaeyjum. 17. febr. Magnús Jóhannesson afhenti Landvernd og Arnessýslu tvær jarðir með öllum gögnum og gæðum. Jarðirnar eru öndverð- arnes II og Alviðra og eru taldar tugmilljón króna virði. 20. febrúar.Togarinn Haukanes slitnar frá bryggju og rekur á land f Hafnarfirði. 21. febrúar. Noröurlandaráð samþykkir að leggja fram 1500 milljónir króna til uppbyggingar og aðstoðar við Vestmannaey- inga. 23. febrúar.12 mönnum bjargað af Gjafari frá Vestmannaeyjum, en báturinn strandaði við Grinda- vik. Björgunarsveitin Þorbjörn i Grindavik vann frábært afrek við björgunina. Sama dag tilkynnt að leit sé hætt að áhöfn Sjöstjörnunnar. Annar gúmbáturinn fannst og i honum var lik stýrimannsins á bátnum. renna til hjálparstarfsins i Eyj- um. 15. marz. Loðnuaflinn varð alls um 330.000 lestir og er söluverð- mætið á 3 milljarð króna. 18. marz. Dularfullt skips- strand á Eyjafjallasandi. Danska flutningaskipið Tomas Bejlgo frá Árósum strandaði á Eyjafjalla- sandi fyrir vestan Holtsós. Björgunarsveitir fóru þegar til aðstoðar og björguðu niu manns af ellefu, sem á skipinu voru, hin- ir tveir urðu eftir um borð. Þegar svo átti að aðstoða þá við að kom- ast i land, vantaði annan þeirra fertugan Kaupmannahafnarbúa, og hefur hann ekki fundizt þrátt fyrir leit. Skipið náðist siðar út af strandstað. 24. marz. 70 hús grófust undir hraun. Gosið færist i aukana á tveggja mánaða afmælinu. Menn urðu að forða sér i hlaupum und- an hrauninu, en slys urðu ekki á fólki. Vestmannaeyingar kaupa Júpiter og Marz i Reykjavik hraðfrystihús Tryggva ófeigs- sonar fyrir 200 milljónir króna. Kaupandinn var tsfélag Vest- mannaeyja. Myndlistarhúsið opnar yfirlits- sýningu á verkum Jóhannesar Kjarvals. Gjafar frá Vestmannaeyjum á strandstað i Grindavik. Gjafar var meöal þeirra báta, er hvað mest flutti af fólki til lands, þegar eldurinn brauzt út i Vestmannaeyjum, en á þriðja hundrað manns mun hafa koinið meðbátnum, konur ogbörn i meirihluta. Skipshöfninni á Gjafari, tólf manns, tókst að bjarga. Aárinutókst að sameina stóru isienzku flugféiögin Loftleiðir og Fiug- félag tslands, eftir langa og stranga viöræðufundi, sem Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri stýrði. A myndinni eru, auk hans, allir helztu forystumenn flugfélaganna á fundi. 27. marz. TF-VOR sjúkraflugvél Björns Pálssonar fórst, en með henni voru auk Björns fjórir menn. Þeir Knútur Óskarsson, Haukur Claessen, Ólafur Júliusson. byggingafræð- ingur og Hallgrimur Magnússon. Austankonur komu á þingpalla til að mótmæla herferð gegn sveitafólki. 29. marz.Loðnuaflinn kominn i 400.000 lestir. m/b Guðmundur með 15.000 lestir. Elias Sveinsson VE 167 strand- aði við Stokkseyri i nótt og skip- verjum, niu að tölu var bjargað úr brimgarðinum við erfiðar að- stæður. Þetta er sextándi skipsskaðinn i vetur. 30. marz. Enn einn Eyjabátur ferst. Frigg fær á sig brotsjó og rekur á land i Krisuvikurberg. Ahöfninni var bjargað um borð i annan Eyjabát, Sigurð Gisla. 300 milljón króna tjón hefur orðið i skipssköðum á þrem mánuðum, segir Páll Sigurðsson framkvæmdastjóri Samábyrgðar á fiskiskipum. 31. marz. Tilboð i rafbúnað i Sigöldu opnuð. Hæsta tilboðið 1.998 milljónir, en það lægsta 1345 milljónir króna. Grimsbytogarinn St. Chad strandaði við Sléttunes á Jökul- fjörðum , mannbjörg varð. apríl 4. apríl. Borgnesingur fékk DAS-húsið, en húsið kom á miða, sem þau hjónin, Ragnheiður As- mundsdóttir og Jóhann Jóhannesson, i Borgarnesi eiga. 5. april.Niundi Japanstogarinn LJÓSAFELL SU, verður afhentur á morgun. Útgerðarfélag á Fá- skrúðsfirði mun gera út togarann. 9. apríl. Steingrimur J. Þor- steinsson prófessor varð fyrir bifreið á gangbraut á leið yfir Suðurgötu. Steingrimur lézt siðar af völdum slyssins. 12. april.Flugfélögin undir einn hatt 1. ágúst i sumar. Samkomu- lag hefur náðst um sameiningu stóru flugfélaganna, Loftleiða og F.t. 13. april. Siglingabann var sett á LAGARFOSS að kröfu toll- gæzlunnar, en mikið magn af smygluðu áfengi fannst um borð i skipinu er það kom frá Póllandi til, Reykjavikur. 14. april.Úrskurður hefur falliö i Félagsdómi i deilu veitinga- manna og þjóna um það hvort þjónum skuli heimilt að leggja þjónustugjald á söluskatt. 15. apríl. Mesta kúabú vestan heiða lagt niður. Helga og Sig- steinn á Blikastöðum hætta gripabúskap. 16. apríl.Tveir menn fórust og einn slasaðist um borð i Kefla- vikurbáti PALI RÓSINKRANZ- SYNI KE 42, er togpolli slitnaði upp. 19. april. Alþingi slitið í gær. 84 ný lög voru sett á annasömu þingi.aðsögn Eysteins Jónssonar forseta alþingis. 25. april. Styzta og bezta veiðiferð, sem ég hef farið, sagði Guðjón Friðgeirsson hjá SIS, en hann bjargaði sjómanni, sem lallið hafði fyrir borð af varðskipinu TÝ en maðurinn var á.sundi. Guðjón var á grásleppu- veiðum með sonum sinum i þessari fengsælu veiðiför. 25. april. Valdimar Stefánsson saksóknari ríkisins látinn. Hann varð 62 ára gamall. 26. april. Náð til læknis með skaðbrennt barn eftir þrjá sólar- hringa. Var það flutt 300 kiló- metra á sjó og landi. Litla stúlkan Sæunn Valdis á Sveinungseyri i Gufudalssveit brenndist illa. Ófært var að fljúga, svo senda varð barnið með báti og i bifreið til lteykjavikur og tók ferðin langan tima og var barnið ekki komið i sjúkrahús fyrr en eftir hálfan annan sólar- hring — með skinnlausa fætur. 28. april. „Gengið hækkaö um 6%”. 28. april. Aðalfundur miðstjórn- ar Framsóknarflokksins. „Leggj- um grundvöll að fyrirmyndar- þjóðfélagi”, sagði ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra. 29. april. Spjaldskráin gerði konu barn, sem ekki þýðir að þræta fyrir. Kona i Reykjavik hefur árangurslitið reynt að „losna við” barn, sem tölva á vegum rikisins hefur gert henni. Meðal atburða á vorinu ’73 var þaö, að meðlimir Torfusamtakanna tóku sig til og máluöu Bernhöftstorf- una í fallegum litum og bar mönnum saman um, aö húsin væru til mikiilar prýði fyrir borgina. Ýmsir þekktir „málarar” unnu verkiöog mikil kátfna rikti á vinnustaönum. j’,, ji. -, ■,!> i VaiA>,i!■ .iA'MÍT’frnáíiH inna íöij i aonfeáuRK a;ii iu’jloT íUU’j v il.u t/lJk'Jltl .Ullli á'iöiRáiJBJg iiiHfsdiFJtkib fibiroa -rulfifH gl/Oliii lii líiv Jq'íSi ntsz ,'lr f if h i oigutt iu ríoi'inui rt'pftyi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.