Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 14
14
_____-L
fTÍMINN
, ,Sunnudafíii’i; ;!(). ’dcspmber 197:!.
Jónas Guðmundsson:
Loftskeytamaður óskast
á togara til afleysinga
Um jólin og óramótin fljóta menn ó sætrjóm sem endranær
Ekki á morgun, heldur hinn, þá
er borláksmessa og þúsundirnar
leggja leiö sina búð úr búð i leit að
nauðsynjum sinum og munaði, og
þeir lásu auglýsinguna þrisvar i
útvarpið:
— Lol'tskeytamaður óskast á
togara til afleysinga.
Já, maður kannaðist svo sem
við það. Einhver lol'tskeytamaður
ætlar að reyna að vera heima hjá
konunni og börnunum yl'ir jólin og
það fer seyðingur um hjartað. ó
guð hvað þetta var vonlaust allt
saman, hugsar þú með þór og þú
sérö i anda l'jölskylduna, sem
biður við simann. Skyldi einhver
gefa sig fram? Skyldi einhver
gefa sig fram til að halda sór með
báðum höndum i kolbrjáluðu
veðri úl á Ilala, eða vestur á
Hrygg yfir jólin?
Halda sér með báðum höndum
öll jólin og áramótin og fram á
þrettanda? t fimmtan daga mun
stefni togarans ganga upp og
niður fyrir vetraröldunni og blár
sjórinn mun flæða yfir þilfarið og
stormurinn m.un hvæsa i
reiðanum og stögin munu verða
gild af hvitum is. Já og þú sérð
stóru hangikjötsbitana slást i
flolinu i sjóðheitum pottinum,
slást til og frá i takt við fiskkösina
á þilfarinu, og þegar jóla-
sveinninn sturtar úr pokanum
sinum á gólfið og gjafirnar flæða
yfir teppin, leysir pokamaðurinn
hnútinn á trollinu og þorskurinn
og tindabikkjan og gapandi stein-
biturinn falla spriklandi á þilfarið
viti sinu fjær af hræðslu og kulda
og það fer þytur um loftið, eins og
þegar luglahópur sprettur upp i
styggð. Loftskeytamaöur óskast
á togara til afleysinga og það fer
seyöingur um hjartað, þvi að hver
vill fara til sjós um jólin og ára-
mótin og ég fór að hugsa um hann
Guðmund Halldór, þegar hann
var að segja mér frá jólunum á
honum Snorra goða (togar-
anum):
— ,,Eg man t.d. eftir þvi, að
einu sinni komum við inn á Aðal-
vik með fullt dekk af fiski. bað
var á aðfangadag jóla árið 1918.
Ég man nú ekki hvað við vorum
búniraðvaka marga klukkutima,
en við lágum þarna allan daginn
og gerðum að fiski. Um miðnætti
á aðfangadagskvöld var farið á
svokallaðar Eldingar, sem þarna
eru fyrir utan, og var trollinu
kastað þar. Það var allt við sama,
við rótfiskuðum og þá fengum við
Óskum öllum til lands og sjávar
gleðilegs nýárs
Þökkum gott samstarf
og viðskipti á liðnu ári
HFHAMAR
SAMVINNUBANKINN
óskar öllum viðskiptavinum sínum
svo og landsmönnum öllum
góðs og farsœls
komandi árs
og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða
SAMVINNUBANKINN
bátsflak i trollið. Þaö hengil-
rifnaði auðvitað allt og eitt
augnablik sáum.við svart flakið,
l'ullt af slýi og hrúðurkörlum og
svo sökk þaö i djúpið aftur, og það
fór skjálfti um herðar okkar.
Um hádegi á jóladag fór ég
niður til að fá mér te, ásamt báts-
manninum, sem hét Jens
Eiriksson og var önfirðingur að
ætt og hið mesta hörkutól til
allrar vinnu. Hann tyllti sér sem
snöggvast á bekkhornið og féll
með það sama útaf sofandi á ofn-
grindina, sem var brennandi heit.
Við, sem vorum nærstaddir,
réttum hann við, svo hann skað-
brenndist ekki, — en hann
vaknaði ekki einu sinni við þetta,
þvi hann hafði ekki sofið i marga
sólarhringa. Ég sjálfur var litið
betri. Ég var að teygja mig yfir
borðið eftir smjöri, þegar ég
missti meðvitund og féll fram yfir
mig á matarborðið, yfir allt
gumsið, með hnifinn i hendinni.
Ég raknaði ekki við mér fyrr en
margar tilraunir höfðu verið
gerðar til þess að vekja mig og á
meðan spiluðu togvindunnar
tanna hjól: Heims um ból, eins og
hjá Blásteini”
— Loftskeytamaður óskast á
togara til afleysinga — og það
gefur sig enginn fram.
Það er fyrir löngu hætt að fiska
á Eldingunum og það eru komin
vökulög, svo menn detta ekki
lengur á ofna og brenna sig,
vegna þess að þeir fengu ekki að
sofa. Togararnir eru á djúp-
miðum þar sem sjórinn er
djúpur og kaldur og’ augun i
fiskinum springa, þegar hann
fellur á þilfarið með sundmagann
út, eins og stóra blöðru og konu-
púngárnir þar eru grænir eins og
spanskur pipar.
Loftskeytamaður óskast á
togara til afleysinga um jólin og
áramótin, til að halda sér með
báðum höndum, þegar brotsjór-
inn riður yfir og stóru hangikets-
bitarnir synda i flotinu aftur og
fram og þú færð vatn i munninn.
Neðan úr skipinu berst voldugur
gnýr frá vélinni og togvirarnir
eru stinnir, eins og hörpustrengir
og myrkrið grúfir yfir allt. Þú
telur fimm glóðir i myrkrinu i
brúnni eins og hann Jónas
Árnason, þegar hann fór með
Goðanesinu og enginn segir neitt
og kaldur sjórinn laugar þilfarið
og keisinn og veröldin gengur upp
og niður með þykkum dapur-
legum öldunum, sem bærast eins
og blautar nautshúðir. Annars er
allt hljótt og bráðum verður hift
upp og enn ein fiskkösin fellur á
þilfarið, og þá munu augun i fisk-
inum springa....
Það er fyrir löngu hætt að fiska
á Eldingunum og menn eru hættir
að falla á ofna og hvað sem fyrir
verður og eru hættir að falla fram
yfir sig sofandi yfir jólaborðið. En
menn eru samt ekki hættir til
sjós.
Um allan heim, á höfunum sjö,
eru þeir, og augun eru djúpar
tjarnir og þau sjá milur yfir enda-
laus höfin. Þeir eru lika út á Hala
og á Hryggnum og á Selvogs-
banka, djúpt. Þeir munu lika
þessi jól og þessi áramót verða i
þungu skapi og halda sér með
báðum höndum, þvi vetraraldan
er þykk og hún deyr aldrei til
fulls. JG
A aöfangadag fóru þeir inn á Aðalvik til að gera að fiski.
Ég féll fram á matarborðiö meö hnifinn ihendinni.