Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sumiudagur :!((. doseniber 1!I7:!. CLEDILEGT AR Enginn smdkristail þetta Hér sjáið þið einn stærsta kristal, sem komið hefur til Evrópu. Hann er upprunnin i Brasiliu, og var sendur þaðan til háskólans i Hamborg. Kristallinn er fimm fet i ummál og fjögur fet á hæð, en vegur um 500 pund. t Brasiliu er hægt að finna kristalla, sem eru allt að tuttugu fetum á hæð og vega um 44 tonn. Þegar svo stórir kristallar finnast, láta menn þá að jafnaði vera þar sem þeir eru komnir, og er ætlunin að friða þá, enda eru þetta nánast óvenjuleg náttúruundur. Stærsti kvartskristall, sem fundizt hefur i Evrópu, fannst i Sviss árið 1719. Hann vegur 770 pund. ★ Hann bíður eftir hdsætinu Juan Carlos hefur i mörg ár beðið eftir þvi að Franco, einvaldur á Spáni, útnefni hann konung landsins. Franco er orðinn aldraður, og hefur lýst þvi yfir að Juan Carlos taki við rikinu bráðlega, en svo er eins og gamli maðurinn vilji ekki sleppa stjórnartaumunum. Siðustu fréttir frá Spáni herma, að þar sé mikil ólga undir niðri hjá alþýðu manna, en verka- lýðshreyfingunni hefur verið stranglega haldið niðri með lög- regluvaldi og allt verið rólegt á yfirborðinu. Liklega er rikis- erfinginn ekki öfundsverður af hlutskipti sinu, en vonandi verður fjölskyldulifið rólegt og gott, eins og sagt er að það sé nú. Á myndinni sjást Juan Carlos og Sofia, kona hans (prinsessa frá Grikklandi) og þrjú börn þeirra. Efstur stendur Felipe, svo Elena, og Christina. Þau standa þarna við sumar- höllina svokölluðu sem heitir Zarzuela. Þessi kristall hér á myndinni er 600 milljón ára gamall. snjakahvitur að lit, og svo að segja óskemmdur i báða enda. Mikill dýrgripur fyrir steina- safnara og fræðimenn. ★ 1 80 km löng jdrnbrautar göng til sölu Það er enginn vandi að selja gamla eimvagna eða járn- brautarvagna og annað drasl, sem járnbrautarfélög geta ekki lengur notað. Hins vegar hafa þýzku járnhrautirnar lent i dá- litlum vandræðum með að losna við járnbrautargöng, sem ekki eruinotkun lengur og yfirmenn járnbrautanna vilja helzt selja Járnbrautarmenn segja, að þessi jarðgöng séu eins og sniðin fyrir sveppaframleiðendur, eða þá fyrir vingeymslu, en þrátt fyrir það hefur enginn kaupandi látið sjá sig i þau þrjú ár, sem jarðgöngin hafa verið til sölu. Samkvæmt upplýsingum frá yfirmönnum járnbrautanna á Frankfurlsvæðinu, er ekki orðið mikið um járnbrautargöng, sem enn eru i notkun, og stafar það aðallega af þvi, að lagðar hafa verið niður ferðir til staða, sem eru þannig i sveit settir, að járn- brautirnar bera sig ekki. Venju- lega eru jarðgöng fyllt með jarðvegi, ef hætt er að nota þau. Enn eru i notkun 504 jarðgöng, eða ein göng á hverjum 50-60 km, og samtals eru göngin um 180km löng. Lengstu göngin eru um 4 km á lengd. Þrátt fyrir það, að jarðgöngin séu að verða úrelt, að minnsta kosti sums staðar, er enn verið að byggja jarðgöng á öðrum stöðum. Þannig má nefna byggingu neðanjarðarganga i Hamborg, sem tekin verða i notkun árið 1975. %v*i 'i>i ^ 'V'i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.