Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 33
Smiðirnir tveir (Gömul kinversk saga) TEIN-TU-PU var lærður kinverskur mandarin, sem var ánægðastur þegar hann lá á kafi i visindabókunum sinum og var að grúska og lesa. En nú vildi svo illa til, að húsið hans stóð mitt á milli húsa járnsmiðsins og koparpottasmiðsins. Allan liðlangan daginn kvað hávaðinn frá hamarshöggunum við i eyrum hans og truflaði hann i lestrinum. Hvað eftir annað lét lærði maðurinn smiðina vita, að þeir trufluðu hann við vinnu sina, en þeir kærðu sig kollótta um það. Þeir sögðust lika vera við vinnu sina! Loks gerði lærði maðurinn þeim boð um, að hann væri fús til að greiða þeim mikla fjár- upphæð, ef þeir vildu báðir flytja búferlum. Og daginn eftir komu þeir báðir og sögðust vilja flytja og fengu pen- ingana fyrir. Mandaríninn lærði nærri hoppaði af kæti, þegar hann sá, að þeir fóru að flytja búslóðina burt, og settist nú við lestur harla glaður. En hver getur lýst skelfingu hans, þegar hann morguninn eftir heyrði að verið var að lemja á steðjanum öðru megin, og verið að dangla i koparinn hinum. megin. — Þið lofuðuð að flytja, sagði Tein-Tu-Pu við járnsmiðinn. — Já, og það höfum við efnt, sagði járn- smiðurinn ánægður, Við höfðum húsaskipti. Nú á ég heima i húsi kopar- smiðsins og hann i minu! órólegir nágrannar DAN BARRV • r • • Undarleg dýr urðu til Kjarnorkuverið skemmdist á | isinum tima af jarðskjálfta og. Við getum ekkiN bjargað tækjunum^ Á mörgum árum breyttist ástand ' freðmýrarinnar vegna' geislavirkni.,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.