Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 30. desember 1973. TÍMINN 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- j iýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasöiu 22 kr. eintakiö. Blaðaprent h.f. Við áramót Á árinu, sem nú er að liða, hafa skipzt á skin og skúrir i islenzku þjóðlifi, eins og oftast áður. Náttúruhamfarirnar i Vestmannaeyjum verða íslendingum eftirminnilegasti atburður ársins, þótt tjón af völdum þeirra yrði sem betur fer minna en óttazt var um skeið. Allar horfur eru nú á, að Vestmannaeyjar muni aftur skipa sama mikilvæga sessinn i atvinnulifinu og áður. Þess mun lengi minnzt, að Vestmanna- eyingar mættu erfiðleikunum af miklum manndómi. Þjóðin sýndi einnig mikla sam- stöðu, þegar verst horfði, eins og samhljóða ályktun Alþingis um Viðlagasjóðinn bar merki um. Þess ber að vænta, að þannig bregðist þjóðin jafnan við, þegar mest reynir á. Ekki verður annað sagt, en að liðna árið hafi i heild verið þjóðinni farsælt til lands og sjáv- ar. Verðlag erlendis var einnig hagstætt sjávarútveginum og mun afkoma hans hafa orðið góð á árinu. Hins vegar hefur það orðið mikið áfall fyrir þjóðarbúið, að verðlag á að- fluttum vörum hefur hækkað miklu meira en áður eru dæmi um, og valdið mikilli verðbólgu. Verðbólguvöxtur hefur þvi orðið meiri hér en viða annars staðar, þar sem íslendingar verða að byggja meira á innflutningi en flestar þjóðir aðrar. Það hefur svo ýtt undir verðbólg- una, að framkvæmdir hafa verið með mesta móti, m.a. vegna Vestmannaeyjagossins. Nú við áramótin blasir svo framundan ný og mikil verðhækkunaralda vegna þeirrar ákvörðunar oliuframleiðslulandanna að hækka hráoliuverðið nú um áramótin úr 5.11 dollara tunnuna i 11.65 dollara, eða meira en tvöfalda það. Til samanburðar má geta þess, að fyrir þremur árum var sambærilegt verð 1.80 dollarar og hefur verðhækkunin siðan orðið aðallega á þessu ári. Þetta mun valda hér gifurlegri verðhækkun á oliu næstu mánuðina, auk mikilla verðhækkana á f jölmörgum öðrum aðfluttum vörum. Engin von er til þess, að hliðstæðar hækkanir geti orðið á islenzkum út- flutningsvörum. Hér er þvi um mikið vandamál að ræða, sem vel getur orðið stórum erfiðara viðfangs en erfiðleikar þeir sem glimt var við á árunum 1967-’68. Þeim erfiðleikum var mætt af þáver- andi stjórn með stórfelldri kjaraskerðingu og samdrætti, sem leiddi til mikils atvinnuleysis. Nú verður að forðast að mæta erfiðleikunum á þann hátt. En til þess að svo geti orðið, verða menn að stilla kröfum sinum i hóf, og auka ekki verðbólguna með þvi,að knýja fram ótimabær- ar hækkanir. Þetta hafa fulltrúar opinberra starfsmanna gert sér ljóst, eins og nýir kaupsamningar þeirra og rikisins eru merki um. Þjóðin getur hæglega sigrazt á þeim erfiðleikum, sem eru framundan, ef hún sýnir nægan samhug og skilning. Viðbrögð hennar og Alþingis, þegar Heimaeyjargosið stóð sem hæst, er gott dæmi um, hvernig ber að mæta örðugleikum. Það ætti lika að gera þjóðinni auðveldara að mæta erfiðleikum, að flestir búa nú við betri kjör en nokkru sinni áður. Nú skiptir mestu máli að tryggja það, sem áunnizt hefur en glata þvi ekki i nýju verðbólguflóði. ERLENT YFIRLIT Olíumálin settu svipinn á 1973 Sadat var öðrum fremur maður ársins Sadat HÆGLEGA getur farið svo, að árið 1973 eigi eftir að verða talið eitt mesta breytinga- og byltingaár i sögu 20. aldarinn- ar. Hér er átt við framleiðslu- takmörkun oliulandanna og hinar miklu verðhækkanir, sem orðið hafa á oliunni, og enn er ekki séð fyrir endann á. Þótt takmörkun oliufram- leiðslunnar reki að vissu leyti rætur til styrjaldar tsraels og Arabarikjanna, standa þær miklu dýpra. Umrædd tak- mörkun hefði komið til sög- unnar fyrr en siðar. Orsökin er hið mikla kapp, sem iðnaðar- veldin hafa lagt á hagvöxtinn og þau lifsgæði, sem hann get- ur veitt. Þetta hefur aukið eftirspurn eftir orku úr hófi fram, og hefði þessu haldið áfram, hefðu oliulindirnar gengið til þurrðar á skömmum tima. Oliulöndin hlutu þvi að neyðast til þess fyrr eða siðar að takmarka framleiðsluna. Annars hefði þessi náttúru- auður þeirra gengið til þurrð- ' ar og þau setið fátæk eftir, en mörg þeirra búa ekki yfir öðr- um náttúruauðlindum. Það má segja um þá breyt- ingu eða byltingu, sem hér hefur orðið, að á skammri stund skipast veður i lofti. Sið- ustu áratugina hefur velmeg- un iðnaðarþjóðanna byggzt að verulegu leyti á þvi að arð- ræna vanþróuðu löndin með þvi að greiða óhæfilega lágt verð fyrir orku þeirra og hrá- efni, en selja þeim iðnaðar- vörur dýru verði i staðinn. Oliubyltingin er að gerbreyta þessu og er vonandi upphaf að eðlilegu jafnvægi. Þróunar- löndin hafa hér komizt á það spor að selja þennan náttúru- auð sinn dýru verði. 1 kjölfar hækkunarinnar á oliuverðinu, munu fylgja samtök um hækk- un ýmiss konar hráefna, og þannig munu þróunarlöndin reyna að bæta aðstöðu sina gagnvart iðnaðarveldunum. Þessi þróun, sem er likleg til að jafna lifsgæöin, getur i bili orðið allþungbær fyrir iðnaðarþjóðirnar. Hagvöxtur- getur minnkað og lifskjörin staðnað, jafnvel versnað. En þegar til lengdar lætur, getur þetta orðið mjög gagnleg lexia fyrir þær. Þær þurfa, a.m.k. i bili, að temja sér meiri sparn- að og ráðdeild, og þó einkum i skiptum sinum við móður náttúru. Það er ekki hægt að ganga eins hömlulaust á gjafir hennar og gert hefur verið eft- ir siðari heimsstyrjöldina. Annars getur mannkynið búið við eymd og neyð eftir ótrú- lega stuttan tima, og þó eink- um, ef fólksfjölgun eykst með sama hraða og verið hefur sið- ustu áratugina. 1 staö þess að ofmeta þau þægindi, sem tæknin getur veitt, verða menn að læra að meta önnur mikilsverðari lifsgæði, eins og hreint og hollt umhverfi og óskemmda náttúru. AÐ SJÁLFSÖGÐU getur enginn fullyrt á þessum tima- mótum, hvaða breytingum oliubyltingin á eftir að valda. Hitt er ótvirætt, að verði rétt haldið á málum af iðnaðar- þjóðunum, eiga áhrif hennar eftir að geta orðið til góös, þótt vissir efnahagsorðugleikar fylgi henni um sinn. Hún á að. geta orðið upphaf að réttlátari tekjuskiptingu milli þeirra þjóða, sem nú skiptast i rikar þjóðir og fátækar, en þá þarf einnig að koma til nýtt alþjóð- legt samstarf, sem stuðlar að þvi að tryggja þetta. Hún á að geta kennt hinum eyðslusömu ráðdeild og sparnað og hvatt til skynsamlegri nytja náttúrugæða og aukinnar náttúruverndar. Þetta getur þó þvi aðeins orðið, að iðnaðarþjóðirnar læri af þeim reynsluskóla, sem þær eru nú settar i. MESTI stjórnmálaviðburð- ur ársins er án efa styrjöldin milli Israelsmanna og Araba og sú friðarráðstefna, sem hefur fylgt i kjölfarið. Horfur eru nú betri á þvi en nokkru sinni fyrr, að samkomulag geti náðst i þessari miklu deilu, sem hefur ógnað heims- friðnum meira en nokkur önn- ur um langt skeið. Vegna þeirra rökstuddu vona, að þessi hættulega deila sé loks að leysast, eru friðarhorfur i heiminum nú meiri og betri en þær hafa nokkru sinni verið siðan siðari heimsstyrjöldinni lauk. Ef þessi deila leysist, verður það fyrst og fremst að þakka aukinni og bættri sam- vinnu risaveldanna tveggja, sem veita friðarráðstefnunnni i Genf forstöðu. Batnandi sambúð risaveldanna kom glöggt i ljós, þegar Breshneff endurgalt heimsókn Nixons til. Moskvu á fyrra ári, og heim- sótti Bandarikin i júnimánuði siðastliðnum. Þá voru undir- ritaðir margir samningar, sem munu stuðla að aukinni samvinnu þessara rikja. Batnandi sambúö risaveld- anna getur verið Islendingum sérstakt fagnaðarefni, þar eð hún dregur úr striðshættu á þvi svæði, þar sem tsland er. Það styður þær vonir, að brátt geti lslendingar búið einir i landi sinu. MÖRGUM kann aö þykja það undarlegt, að meðan sam- búð Bandarikjanna og Sovét- rikjanna hefur batnað, hefur vi/zt sem sambuð Bandarikj- anna og Vestur-Evrópu yrði stirðari. Þetta á sér þó aug- Ijósa skýringu. Sambúö Bandarikjanna og Vestur- Evrópu var náin meðan hætt- an af Sovétrikjunum var talin mest, en siöan hún fór að minnka, hafa bæði Banda- rikjamenn og Vestur-Evrópu- menn talið sér leyfilegt að vera meira ósammála en áður um ýmis atriði. En þetta er áreiðanlega ekki eins alvar- legt og margir virðast halda. Hin ósýnilegu bönd frændsemi og menningar milli Banda- rikjanna og Vestur-Evrópu eru svo sterk, að þau munu halda, þegar á reynir. Breyttir timar krefjast breyttra starfs- hátta, og þetta gildir ekki sizt um samvinnu Bandarikjanna og Vestur-Evrópu. Það er t.d. óeðlilegt, að Vestur-Evrópu- menn krefjist þess af Banda- rikjamönnum, aö þeir hafi fjölmennan her i Vestur- Evrópu, enda vex þeirri stefnu óðum fylgi i Bandarikjunum, að þeir kalli þennan her heim. Nýr timi krefst þess, að varnarsamstarf verði leyst með öðrum hætti en erlendum herstöðvum. Þetta þarf Var- sjárbandalagið einnig að skilja, og þvi eiga hinar rúss- nesku hersveitir að hverfa frá Austur-Þýzkalandi, Tékkó- slóvakiu, Ungverjalandi og Fóllandi. EIGI að nefna nokkuð eitt, sem hefur verið sameiginlegt éinkenni ársins 1973 hjá öllum þjóðum, verður það sennilega það, að verðbólga hefur aldrei verið meiri siðan siðari heimsstyrjöldinni lauk. Hvar- vetna hefur hún orðiö miklu meiri en sérfræðingar spáðu fyrirfram. Þannig hefur verð- lag hækkað þrisvar sinnum meira i Bandarikjunum á ár- inu 1973 en sérfræðingar stjórnarinnar spáðu um sið- ustu áramót. Verðlagið hefur hækkað þar um 9%, en spá- dómar hljóöuðu upp á 3%. A áratugnum l961-’70 varð árleg verðhækkun i Bandarikjunum til jafnaðar rúm 2%. Svipaðar tölur má nefna frá flestum öðrum löndum, að þvi við- bættu, aö veröhækkanir hafa viðast orðið miklu meiri en i Bandarikjunum. Eigi að nefna einhvern mann sérstaklega mann árs- ins 1973, veröur það sennilega Sadat Egyptalandsforseti. Hann er i senn helzti hvata- maður oliubyltingarinnar og upphafsmaður styrjaldarinn- ar milli Araba og Israels- manna, sem hefur leitt til friðarráðstefnunnar i Genf. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.