Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sumiudai'ur 30. deseniber 1973. / / VIÐ ARAMOT Framhald af 21. siðu. inu, er vafasamt að i annan tima verði betri aðstæður til brottfarar þess. Hornsteinar islenzkrar utan- rikisstefnu eru þeir og hljóta jafn- an að verða þeir, að við viljum eiga góða og friðsamlega sambúð við allar þjóðir, en ekki hvað sizt við þær þjóðir, sem reynzt hafa okkur i alla staði vel, svo sem er um Bandarlkin að minum dómi. Við eigum engin „óvinariki”. Þetta sjónarmið hljóta t.d. ná- grannaþjóðir okkar að skilja, jafnframt þvi sem við höfum full- an skilning á þvi, að hér er um viðkvæm mál að ræða fyrir þær sumar hverjar. Fari mót von minni svo, að við- unandi samkomulag náist ekki við Bandarikin, verður i sam- ræmi við málefnasamninginn leitað heimildar Alþingis til upp- sagnar á varnarsamningnum. Efnahagsþróunin Eitt höfuðeinkenni ársins 1973 er að afkoma atvinnuveganna og almennings hefur almennt verið góð. Atvinnuástand hefur verið óvenjulega gott um land allt, svo að jafna má til bestu ára. Allir, sem hafa viljað, hafa getað fengið verk að vinna. Vinnufriður hefur rikt að undanskildum fáeinum til- vikum. Þjóðartekjur hafa verið vaxandi. Þróun efnahagsmála varð ann- ars um margt önnur en unnt var að sjá fyrir við upphaf ársins. Eldgosið i Vestmannaeyjum skerti að sjálfsögðu vaxtargetu þjóðarbúsins á þessu ári. Bein og óbein áhrif þess á þjóðarbúið hafa einnig aukið á verðbólguvandann. A næstu árum hlýtur endur- reisnarstarfið i Vestmannaeyjum ennfremur að kalla á verulegt framtak og fjármuni, sem ella hefði mátt ráðstafa til annars. Höfðingleg aðstoð annarra þjóða og langfremst hið drengilega framlag rikisstjórna og annarra á Norðurlöndúm til Viðlagasjóðs, hefur dregið verulega úr þvi efna- hagsáfalli, sem eldgosið var Vestmannaeyingum og þjóðinni allri. Siðustu áætlanir benda til þess, að aukning þjóðarframleiðslu verði nálægt 5% að raunverulegu verðgildi á árinu 1973. Aukning raunverulegra þjóðartekna verð- ur væntanlega mun meiri, eða ná- lægt 7 1/2%, vegna bættra við- skiptakjara. Þessar niðurstöður eru mun hagstæðari en búizt var við fram eftir árinu. Sjávarútvegur Við upphaf ársins var búizt við, að heildarþorskafli á tslandsmið- um yrði minni á þessu ári en á ár- inu 1972, og þannig hóldi áfram sú þróun aflaminnkunar, sem hófst á árinu 1971, þrátt fyrir vaxandi sókn á miðin. Hins vegar var vænzt verulegrar aukningar 1'-,'nuafla. Eldgosið i Vestmanna- eyjum,hinir skipskaðar á fyrstu mán^!surn ársins, togara- verkfall og mikn ^knaraukning á loðnuveiðar dró á fyit; hluta árs- ins verulega úr þeirri o^knar- aukningu á þorskveiðar, st^ annars var vænzt á þessu ári vegna aukningar fiskiskipaflot- ans. Þorskafli á vetrarvertfð minnkaði þvi verulega, og nam minnkunin fyrstu fimm mánuði ársins 10%. Loðnuafli jókst hins vegar mjög mikið og varð alls um 437 þús. lonn samanborið við 276 þús. tonna loðnuafla á árinu 1972. Vegna ’hins mikla loðnuafla er nú gert ráð fyrir nokkurri aukningu heildarafla á þessu ári. Búizt er við, að heildar framleiðsla sjávarafurða til útflutnings auk- ist um 3 1/2-4%, m.a. vegna betri nýtingar aflans. Er þá reiknað með, að útflutningsframleiðsla frystra fiskafurða minnki um 3 1/2%, en hins vegar er vænzt aukningar saltfisk- og skreiðar- framleiðslu um 6% og aukningar framleiðslu bræðsluafurða um 32 1/2%. Útflutningsverðlag sjávar- afurða hefur hækkað verulega á þessu ári, og er heildarverðhækk- un á árinu áætluð nema 51 1/2%, en samkvæmt þessu gæti heildar- verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða aukist um 57% á ár- inu 1973. Fullyrða má, að afkoma sjávarútvegs i heild hafi batnað verulega á árinu 1973, og senni- lega hefur afkoma fyrirtækja i sjávarútvegi sjaldan verið öllu betri þegar á heildina er litið, en vitaskuld er útkoman alltaf eitt- hvað mismunandi eftir útgerðar- greinum og stöðum. Þegar núverandi rikisstjórn tók við völdum var togarafloti lands- manna kominn niður i 20 gömul skip, en hafði verið 46 skip i upp- hafi Viðreisnartimabilsins. t þessum staðreyndum kemur greinilega fram vanmat við- reisnarflokkanna á undirstöðuat- vinnuvegi Islendinga. Hitt var jafnalvarlegt, að á öllu við- reisnartimabilinu höfðu engar teljandi nýbyggingar frystihúsa áttsórstað, og fiskvinnslustöðvar voru margar i þvi ástandi, að stórfelldar umbætur varð að gera á þeim, ef fullnægja átti kröfum erlendra viðskiptavina um holl- ustuhætti i matvælaframleiðslu. Fyrir forgöngu rikisstjórnar- innar hefur gjörbreyting átt sér stað i þessum efnum. Gerðir hafa verið samningar um 53 skuttogara, þar af var samið um 15 þeirra fyrir 14. júli 1971, en 38 eítir þann tima. Flest þessara skipa hafa þegar komið til landsins og eitt þeirra (Dagný á Siglufirði) kom reyndar 1970, en hin, sem eftir eru, koma á árinu 1974. t samræmi við byggðastefnu rtkisstjórnarinnar hefur verið stuðlað að þvi, að þessi skip dreif- ist um landið með það fyrir aug- um, að sem mest atvinnuupp- bygging eigi sér stað i hinum ein- stöku landshlutum, en skip þau, sem samningar hafa verið gerðir um dreifast þannig á landshlut- ana: skuttogarar Vesturland 3 Vestfirðir 8 Norðurland-vestra 8 Norðurland-eystra 10 Austurland 9 Suðurland 2 Reykjanes 5 Reykjavik 8 Samtals 53 Þannig helur hin mikla upp- bygging fiskiskipaflotans haldizt i hendur við byggðastefnu rikis- stjórnarinnar og tryggt, að upp- byggingin nái til allra landshluta. Samhliða þessari stórfelldu uppbyggingu togaraflotans hafa á árinu 1973 verið smiðuð innan- lands og afhent alls 35 smærri skip, samtals 1609 brúttólestir, og I smiðum innanlands eru nú 11 stálskip samtals 963 brúttólestir og 22 tréskip samtals 475 brúttó- lestir. Þá hefur rikisstjórnin beitt sér fyrir stórfelldum endurbótum á 19 frystihúsum um allt land. Er áætlaður heildarkostnaður þessara endurbóta samtals 1172 milljónir króna, en þegar hafa verið framkvæmdar endurbætur fyrir um 700 milljónir króna. Auk þess hafa verið og eru i byggingu 11 ný frystihús viða um land. Aætlað kostnaðarverð þeirra er 1386 milljónir króna. Hefur þegar verið varið um 500 milljónum króna af fram- kvæmdafé til byggingar nýrra fiskvinnslustöðva. Þessi stórkostlega uppbygging i sjávarútvegi, bæði kaup á skipum erlendis frá, skipabyggingar inn- anlands, og einnig nýbyggingar og endurbætur á frystihúsum i öllum landshlutum, hafa gjör- breytt atvinnulifinu á fjölmörg- um stöðum um land ailt. Um leið hefur þessi atvinnuuppbygging gjörbreytt afkomu fólksins til hins betra i fjölmörgum sjávar- plássum, þannig að þar sem áður rikti vonleysi vegna athafnaleys- is, er nú blómlegt athafnalif, bjartsýni og mannekla á miðjum vetri. Þannig hafa orðið algjör straumhvörf i atvinnu- og byggðamálum. Skyldi nokkur vilja skipta á þessu og þvi sem áður var? Landbúnaður Árið 1973 hefur verið land- búnaðinum hagstætt. Einkum hefur árað vel til búfjárræktar, en miður fyrir uppskeru jarðávaxta. Gert er ráð fyrir, að framleiðsla nautgripaafurða aukist um 2% og framleiðsla sauðfjárafurða auk- ist um 8%. Uppskera jarðávaxta varð hins vegar léleg annað árið i röð, og enn brást kartöfluupp- skeran sunnanlands að talsverðu leyti. Aukning heildarframleiðslu landbúnaðarafurða er talin verða um 4-4 1/2%, á þessu ári, og er það svipuð aukning og á árinu 1972. Ekki er ofsagt, að mikil breyt- ing til bóta i málefnum land- búnaðarins hafi orðið siðan nú- verandi stjórn tók við völdum. Skal minnzt hér á nokkur atriði. Ýmsar breytingar voru gerðar á Stofnlánadeild landbúnaðarins með lögum nr. 68/1973, m.a. var fjárhagsleg staða deildarinnar bætt og fulltrúi frá Stéttarsam- bandi bænda og Búnaðarfélagi ts- lands skipa bankaráð Búnaðar- banka tslands, þegar fjallað er um málefni Stofnlánadeildar. A stjórnartimabilinu hafa lán úr Stofnlánadeild til ibúðarhúsa- bygginga hækkað úr kr. 450.000,00 I kr. 800.000,00. Styrkir til nýrra húsa hafa á sama tima hækkað úr kr. 60.000,00 i kr. 120.000,00. Jarðakaupalán hækkuð úr kr. 200 þús. i kr. 500 þús. og nú er lánað til bústofnskaupa, sem er nýmæli. Launaliður verðlagsgrund- vallarins hefur hækkað um 73% i tið núverandi stjórnar. Afurðalán hafa verið hækkuð og gengið var frá föstum reglum um það, þannig að landbúnaðurinn fær nú afurðarlán út á allar afurðir hliðstætt og sjávarútveg- ur. Rekstrarlán til sauðfjárfram- leiðslu voru á s.l. vori hækkuð um helming til sauðfjárframleiðslu- héraðanna. Samþykkt hafa verið ný jarð- ræktarlög og búfjárræktarlög. Nýmæli eru framlög til vatns- veitna að bændabýlum, til haga- ræktunar, kölkunar túna, félags- ræktunar og hagagirðinga. Framlög rikissjóðs eru auk þess hækkuð verulega, bæði i bú- fjárrækt og jarðrækt. Fyrir Alþingi liggja frumvarp til jarðalaga og frumvarp til ábúðarlaga. t frumvarpi til jarðalaga er m.a. gert ráð fyrir, að tryggja betur en nú er umráðarétt sveitarfélaga og einstaklinga, sem landbúnað stunda, yfir jörð- um, og koma i veg fyrir brask með þær. Frumvarpi til ábúðarlaga er ætlað m.a. að fella úr gildi fern lög, sem nú eru i gildi um ábúð jarða, og gera réttarstöðu lands- drottins og leiguliða skýrari en nú er. Rikisstjórnin áformar fjö.!gun grænfóðurverksmiðja i landinu á næstu árum og liggur nú fyrir Al- þingi frumvarp til laga um græn- fóðurverksmiðjur. Starfandi er nefnd að þvi að endurskoða lög um búnaðarskóla og búnaðarfræðslu. Unnið er að gerð frumvarps um ullar- og gærumat. Unnið er að undirbúningi sótt- varnarstöðvar fyrir holdanaut i Hrisey. Tekin hefur verið i notkun stór- virk flugvél, sem Flugfélag ts- lands gaf til landgræðslu og gróðurverndarstarfa. Starfandi er 7 manna nefnd, sem hefur kannað alhliða áætlun um landgræðslu, gróðurverndar- mál og landnýtingu, og mun hún skila áliti á næstunni. Hvaða bóndi skyldi vilja hverfa aftur til viðreisnartimans? Iðnaður og orkumál Aukning hinnar almennu iðnaðarframleiðslu er talin geta orðið svipuð og á s.l. ári og numið 6-8% fyrir árið i heild. Er þá ekki meðtalin ál- og kisilgúrvinnsla, en vegna mikillar framleiðslu- aukningar Álverksmiðjunnar er aukning heildarframleiðslu alls iðnaðarins talin munu verða mun meiri eða um 12%. Framleiðslu- aukningin i ár virðist hafa verið afar mismunandi i hinum ýmsu iðngreinum, en þó hvergi um samdrátt að ræða. Samt verður þvi ekki neitað, að ýmsar iðn- greinar hafa átt við erfiðleika að etja. Ætlunin var að rétta nokkuð hlut þeirra um áramótin með breytingum á tollskrá, en stjórnarandstaðan fékkst ekki til að samþykkja þá tekjuaukningu, sem þurfti að mæta tapinu af niðurfellingu tolla af vélum og hráefni til iðnaðar. Unnið er að þvi að fullgera iðn- þróunaráætlun, sem miðar að þvi að hagnýta sem bezt islenzk hrá- efni og islenzkar orkulindir. Samningaviðræður hafa farið fram við erlenda aðila um hugsanlega orkusölu til frekari stóriðju og eru þar stór mál á undirbúningsstigi. M.a. er verið að kanna möguleika á að setja upp Silicon-málmblendiverk- smiðju i samvinnu við erlent fyrirtæki. Unnið er að nánari rannsóknum á möguleikum efna- iðnaðar á Reykjanesi, þ.á.m. byggingu saltverksmiðju og sjó- efnavinnslu. Gosefnanefnd kann- ar nú möguleika á vinnslu og arð- semi ýmiss konar byggingar- og einangrunarefnis, þ.á.m. perlite- nám i Prestahnjúki á Kaldadal, vikurnýtingu á Heklusvæðinu, og hugsanlega notkun basalts og hrauns til ýmiss konar iðnaðar- framleiðslu. Gera má ráð fyrir að þörungavinnsla á Reykhólum komist á framkvæmdastig á næsta ári, og þannig mætti lengi telja. t raforkumálum hafa verið framkvæmdir i öllum lands- fjórðungum. A Suðurlandi eru hafnar fram- kvæmdir við 150 megavatta orku- ver i Tungnaá við Sigöldu, og gert er ráð fyrir að þeim framkvæmd- um ljúki á árinu 1976. Á Vestfjörðum er unnið að 5,7 megavatta virkjun i Mjólká i Arnarfirði, sem áætlað er að ljúki á árinu 1975. Á Norðurlandi var siðastliðið haust tekið i notkun 6,5 mega- vatta orkuver i Laxá i Suður- Þingeyjarsýslu. Austantands er unnið að 7,5 megavatta virkjun við Lagarfoss á Fljótsdalshéraði, en orkuverið verður væntanlega tekið i notkun að ári liðnu. Samkvæmt málefnasamningi rikisstjórnarinnar ber að ljúka rafvæðingu sveitanna á þremur árum að meginhluta til. Er nú öðru ári áætlunar um rafvæðingu sveitanna að ljúka. Er gert ráð fyrir, að um áramótin 1974/75 verði væntanlega lokið tengingu þeirra 930 býla i sveit, sem áætlunin náði til og gerlegt þykir að tengja samveitum að svo stöddu. Ráðgerð er samtengilina með 132 kilóvatta spennu á milli Norður- og Suðurlands. Kemur hún væntanlega til með að liggja um Vesturland, hin svonefnda byggðalina, og verður að henni mikil bót. Þá hefur verið gerð áætlun um 55 megavatta gufuaflstöð við Kröflu. Benda allar athuganir til þess að raforkuverð frá þessari Frá Stafnsrétt I Svartárdal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.