Tíminn - 30.12.1973, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Sunnudagur :!». desember
Táknmál
Á löngum aldanna ferli
var umgangur mikill og tíður
oftast með norrænum þjóðum,
— á köflum þó harla stríður.
En undir sló einingarhjarta
og yfir fló hugurinn víður.
Að vera njótandi samarfs
í náttúru, óði og hljómi
er norrænu fólki til qæfu
og þjóðastofninum sómi.
Trúnaður, tunga og menning
táknast með hvítu blómi.
Síðla sumars voru liðin 5 ár frá vígslu Norræna
hússins í Reykjavik, og má þess gjarnan minnast
við árslok, svo drjúgan skerf sem sú stofnun hefur
lagt félags- og menningarlífi höfuðstaðar og lands.
Er næsta ótrúlegt, að allt það framtak skuli hafa
orðið á fimm árum einungis.
Á fyrsta starfsári efndi Norræna húsið til bóka-
sýningar, þar sem sýndar voru útgáfubækur á
Noröurlöndum 1968 (stofnárið). I sambandi við
sýninguna var höfð verðlaunasamkeppni. Þátttak-
endur í henni skyldu tilgreina 10 bækur, sem þeir
teldu bezt út gefnar þeirra, er voru til sýnis. Heitið
var veglegum bókaverölaunum, nokkuð mörgum.
Aðalverölaun hlaut Baldur Pálmason útvarpsfull-
trúi. Hafði verið svo ráð fyrir gert, að bækurnar
yrðu afhentar öllum verölaunaþegum á ársafmæli
hússins, en vegna óvæntrar fjarveru forstjórans,
Ivars Eskelands, um það leyti, fórst sú athöfn
fyrir. Baldur hafði gert kvæði um norrænt sam-
starf af þessu tilefni, og afhenti hann það, er hann
veitti bókum sínum viðtöku. Þetta kvæði hef ur ekki
birzt hingað til, en er hér prentað til að minnast 5
ára afmælis Norræna hússins.
Og sjá, hvað reis hér í fyrra
hinn rammbyggða samheldnisvottinn
ríkjanna norrænu allra,
af hugsjónum þegnanna sprottinn.
Að hann megi stöðugur standa
til styrktar við áköllum Drottin.
X
Mörg athöfn í samskiptum manna
vill safnast á langrefjakrókinn,
og síbreytileg eru viðhorfin,
torskilin, margræð og flókin.
En úr þessu greiðir einatt bezt
orðið á vör eða bókin.
Og við erum boðsgestir hingað
i bókánna göfuga teikni,
þótt bresta kunni á forsendur;
fræðavit, þekkingu, leikni.
En þakklát erum við þrátt fyrir allt,
— þakklát með gleðihreykni.
Undir bláfelli Norræna hússins
í norrænum bróðurþelsanda
við njótum þessarar stundar
og gjafanna okkur tii handa.
Þær eru sem tákn um þann trúnað,
sem tekst milli þjóða og landa.
Baldur Pálmason.
Nýlcgar rannsóknir sýna, að umferðarslysum i Munchen
vcðrið hefur inikil áhrif á skap sýndi, að i sérstöku veðri jókst
okkar og dugnað til verka og ekki fjöldi slysa um 15-20%.
sizt á heilsufarið. t vissu veðri Rannsóknir hafa einnig leitt i
verða t.d. fleiri umferðarslys og ljós, að sömu söguna er að segja i
fólk með slæma blóðrás eða aöra fleiri borgum i Evrópu, fjöldi
slika kvilla fær slæin köst. Þriðji slysa jókst i sæmu veðri, hvort
hver maöur er I rauninni vcður- sem það var stormur, þoka,
sjúkur. rigning eöa snjór. Það var greini-
Yfirlögregluþjónninn við lega ástand bilstjórans, sem réði
aðallögreglustöðina i Hamborg úrslitum.
vissi, að erfiður vinnudagur var Sérfræðingar eru ekki sérlega
framundan. Veðurspáin hafði undrandi yfir þessum niðurstöð-
nefnilega verið fremur slæmog um. Þeir vita að þriðji hver
búizt var við breytilegri veðráttu maður er veðursjúkur, karlmenn
þennan dag. Lögregluþjónninn vanalega i enn rikara rnæli en
vissi hvað þetta þýddi: Óvana- konur„og fólk með lágan blóð-
lega mörg umferðarslys voru i þrýsting frekar en fólk með háan
vændum, þvi aö fólk ekur þá blóðþrýsting. Læknar vita einnig,
ógætilegar og bregzt seinna við, að þessi tilfinning getur haft slæm
enn við venjulegar aðstæður. áhrif á heilsufar og liðan. Ekki
Veðurþjónustan sendir lögregl- aðcins það, að veðrið eigi þátt i
unni i Hamborg oft sérstakar slysum, heldur orsaki lika höfuð-
aðvaranir um veður með um- verk og truflun á starfsemi hjart-j
ferðaróhöpp i huga. Þegar veðrið ans og valdi slæmu sálarástandi,
er þannig, að það merkir Einn hefur bakverk, annar á i erf-
aukningu umferðarslysa, að- iðleikum með öndun og þriðja
varar veðurþjónustan lögregluna verður óglatt. Verkir og sjóntrufl-
og hún sendir út allt það lið, sem anir geta fylgt i kjölfarið.
hún má missa. Verkefni . , • .
lögregluþjónanna er að láta sjá Hata ekkí lenglir
sig á sem flestum stöðum. - mótstÖðuafl gegll
Þegar fólk sér okkur, ekur það , .
gætilegar. Þá daga, sem slæmt veörinU
veður er, reynum við að koma i Veðurfræðingarnir vonast til að
veg fyrir slysin, segir yfir- geta fengið að vita ástæðuna fyrir
lögregluþjónninn. þvi hvers vegna f jöldi veðursjúks
Hvort hið aukna lögreglulið fólks eykst. Nútimamanneskjan
kemur i raun og veru i veg fyrir virðist ekki vera nógu sterk til að
slys, er ekki hægt aðsanna, þvi að þola veðurbreytingar. Steinald-
það er erfitt að segja til um hinn' armaðurinn, sem var i stöðugu
sálfræðilega þátt i umferðinni. sambandi við náttúruna þróaði
En það er hægt að sanna að spá- með sér mótefni, sem veitti hon-
dómar veðurfræðinganna eru oft- um styrk gegn skyndilegum
ast réttir: 1 þremur tilfellum af veðurbreytingum.
hverjum fjórum siðustu árin hef- Fólk nútimans gefur likaman-
ur leitt i ljós að slæmt veður leiðir um aftur á móti ekki tækifæri til
af sér fleiri umferðarslys en ella. að styrkjast, kennir honum ekki
Veðrið hefur áhrif á viðbrögð að laga sig eftir breytilegri veðr-
bilstjórans. Lýsing af 43.000 áttu. Mótefni likamans hverfur.
Meira vinnuþrek
i góðu veðri
Nikkrar staðreyndir styðja
kenningar lækna og veðurfræð-
inga: 1 góðu veðri má maður bú-
ast við góðum svefni, vinnugleði,
fáum dauðsföllum og fáum slys-
um. Rannsókn leiddj i ljós að i
góðu veðri voru vinnuafköst nem-
enda meiri en ella.
Komi lægð — henni fylgir einnig
slæmt veður — aukast hjarta- og
æðasjúkdómar. Vinnuorkan
minnkar og margir þjást af
-svefnleysi og taugaveiklun. í
Auövitað gerir veðrið eitt ekki
menn að glæpamönnum og á hinn
bóginn hindrar veðrið ekki glæpa-
mann að framkvæma verknað
sinn. En aftur á móti er greini-
legt, að þar sem glæpahneigð er
til staðar á annað borð, geta hiti
og loftraki leyst hana úr læðingi.
Veðurfræðingar hafa nú við-
tæka þekkingu á, hvernig veður
getur haft áhrif á fólk. Lengst er
þetta komið i Þýzkalandi, en þar
geta sjúkrahús fengið aðvaranir
frá veðurstofum. Aðvaranirnar
geta verið eitthvað á þessa leið: 1
dag eru miklar likur á hjartaköst-
um. Blóðþrýstingur hækkar eitt-
hvað og tiihneigingar til sjálfs-
morða aukast.
Ef þú ert veðursjúk-
ur þá gættu að þér!
Við veðurbreytinguna fer likam-
inn úr skorðum, þreyta gerir vart
við sig eða hjartað starfar óreglu-
lega, en lagar sig ekki eftir
breyttum aðstæðum.
Veðursýki er ekki sjúkdómur i
venjulegri merkingu. Hún er ein-
hvers konar aðvörun um að
„klukka lifsins” sé rangt stillt og
likamsstarfsemin geti orðið fyrir
truflunum. Hve veðrið getur
breytt mikið skapgerð okkar,
sýnir bezt dæmi frá Frankfurt: t
byrjun helgar „rugluðust” 8
manneskjur, þvi eftir þvi sem
lögreglan sagði, hafði veðrið gert
þær næstum viti sinu fjær. T.d.
hafði 35 ára kaupmaður skyndi-
lega farið að gefa vörurnar sinar.
Hann sagðist gera það fyrir sam-
einingu Þýzkalands.
Eftir að hafa rannsakað skýrsl-
ur um 400.000 glæpi i Philadelphiu
i Bandarikjunum, fullyrtu vis-
indamenn að morð, likamsárásir
og rán ykust um 45% á óvenjulega
heitum og rökum dögum, þegar
mikið rakamagn væri i loftinu.
Væri loftið aftur á móti tært og
þurrt, minnkaði fjöldi glæpa um
75%.
verksmiðjunum eykst fjöldi gall-
aðra vara og vinnuslysa. Lægðin
fl ytur oft með sér krampaköst og
iðrakveisu. Þvagfæri og nýru
gera uppreisn.
1 „fönveðri” þegar hinn þurri
hnúkaþeyr blæs, er mikið álag á
hjarta- og blóðrás. En það verður
þó aðeins þegar kaldur vindur
kemur eftir heitan. Hjartaslög og
lungnasjúkdómar gera vart við
sig og sjálfsmorðstilhneigingar
hjá konum aukast. 1 byrjun marz
tilkynnti heilbrigðiseftirlitið i
Munchen, að vegna tilkynninga
um fön-vinda skyldi flýta vissum
uppskurðum.
Hjá sumu fólki eykst æsingur
og löngun til að taka sér eitthvað
fyrir hendur. Aðrir eru aftur á
móti dauðþreyttir.
Æsingurinn hjá fyrrgreindu
persónunni stafar sjálfsagt af þvi
að miðheilinn gefur frá sér efni,
sem likist hormón og það örvar
blóðrásina. Liðan þeirrar siðari á
sér sennilega skýringu i að boðin
frá heilanum eru treg.
Allar niðurstöður af rannsókn-
um benda til að hlýtt og rakt
veður gerir mann slappan, en kalt
veðurhressir mann. Rannsóknir i
þýzkum borgum, einnig i Paris,
Vin og Róm sýndu, að miklu fleiri
manneskjur dóu, þegar hlýtt var i
veðri. t köldu norðanveðri dóu
greinilega færri.
Auk hita og raka, sem fylgja oft
lægðum, er annað veður, sem
eykur greinilega sjúkdóma. Það
er svokallað rólegt veður,
drungalegt loft og alveg logn. Ský
varna næstum öllum sólargeisl-
um að komast til jarðar. Ef slikt
veður helzt lengi, blandast kyrrt
loftið sótögnum og óhreinindum
frá verksmiðjunum. 1 þannig
veðri versna hjartasjúkdómar,
einnig þunglyndi og taugaveikl-
un. Orsökin er sennilega sú, að
fóikið hefur þörf fyrir loftslags-
breytingu. Auk þeirra afla, sem
mestu ráða um veðurfar og áður
eru nefnd — eins og hiti, loftþrýst-
ingur og rakamagn, er enn eitt
atriði, sem talið er hafa mikil
áhrif á liðan mannsins, en það eru
rafeindabylgjur, sem koma frá
þrumu- og eldingaveðri.
Þýzkar rannsóknir
leiddu í ljós:
Þriðji hver maður
er veðursjúkur
Upphafsmaður kenningar um
áhrif frá þessum bylgjum heitir
Ranscht-Froemsdorff. Hann er
sannfærður um, að slikar bylgjur
verka á taugakerfi mannsins og
hefur áhrif á starfsemi heilans og
blóðrásina. Flestir veðurfræðing-
ar taka þessari kenningu með
efasemdum, og segja, að enn
finnist engin dæmi um liffræðileg
viðbrögð, sem rekja megi til
slikra bylgna.
Veðurfræðingur að' r.afni dr.
Reinald Reiter segir, að raf-
magnsspennan i loftinu kringum
okkur nú seinasta mannsaldur-
inn, sé oftast miklu sterkari en
rafmagnið, sem er frá náttúrunn-
ar hendi i loftinu. Þegar pappir er
rifinn utan af súkkulaðipakka
myndast spenna sem nemur
mörg hundruð þúsund voltum.
Dr. Reiter er þeirrar skoðunar,
að þetta tilbúna rafhlaðna loft,
sem er i kringum okkur hafi meiri
áhrif á manninn, en rafmagnið
frá náttúrunnar hendi.
Hvað nú svo sem það er, sem
hefur áhrif á mannslikamann, er
það staðreynd, að þriðji hver
maöur er veðursjúkur. 1 Þýzka-
landi hafa farið fram itarlegar
rannsóknir á veðursýki. Þar eru
tið skipti milli hæða og lægða og
veldur þvi, að þeir, sem eru
veðursjúkir eru veikbyggðir og
hafa lirið mótstöðuaíl.
þýttog endursagt. —-gbk