Tíminn - 10.02.1974, Qupperneq 4

Tíminn - 10.02.1974, Qupperneq 4
4 TÍMINN Sunnudagur 10. febrúar 1974. nærstaddur, má hann kyssa hana. Þessi tvö hér á myndinni munu einmitt hafa hitzt við slík- ar aðstæður. Ekki vitum við, hvort þau langar i raun og veru til að kyssast, þvi eðlið býður þeim að vera heldur óvingjarn- leg hvort við annað. En það verður að fylgja settum reglum, og þess vegna ætla þau að láta sig hafa það og sýna hvort öðru vinahót, svona i þetta eina skipti. bau gegna nöfnunum Kisulóra og Sally. Sally er bola- bitur, eins og sjá má, og þau hafa búið saman hjá Evans-fjöl- skyldunni i Hereford i Englandi undanfarin sex ár. Þar hafa þau rifizt eins og hundur og köttur, eins og eðlilegt má teljast. Tvö sölumet voru slegin hjá uppboðsfyrirtækinu Sothebys i London fyrir skömmu. Þar var seld mynd eftir Picasso fyrir upphæð sem svarar 68 milljón- um króna. Er þetta hæsta verð, sem fengizt hefur fyrir mynd eftir Picasso, og jafnframt hæsta verð sem greitt hefur ver- ið fyrir málverk, málað á 20. öld. Kaupandinn er bandariskur maður, Sheldon H. Solow. Hann var staddur i New York, þegar uppboðið fór fram, en var i stöð- ugu simasambandi við uppboðs- fyrirtækið og yfirbauð alla keppinauta sina. Mynd þessa málaði Picasso árið 1909, en þá stóð yfir svokallað kúbiska timabiíið á listaferli meistarans. Málverkið er andlitsmynd af konu, en um þetta leyti málaði hann sikar myndir. A sama uppboði var seld mynd eftir Max Ernst, sem máluð var árið 1930, fyrir 18 milljónir króna og mynd eftir Georges Rouault fyrir tæpar 15 milljónir kröna. Meðfylgjandi mynd er af hinu verðmæta Picassomálverki. /O Brennandi spurning Tveir svissneskir visindamenn hafa lýst þvi yfir, að þeir hafi uppgötvað blóðvatnsefni, sem vinni gegn likamsskaða af völd- um bruna. Visindamennirnir eru doktor Martin Allgower og doktor G.A. Shonnberg. Þeir segja, að þegar likamsvefur brennistog skaddast, þá fram- leiði mannslikaminn móteitur, sem geti haft skaðleg áhrif á sjúklinginn. Þetta serum, eða blóðvatn, sem þeir fundu upp, á að berjast gegn slikri eitrun i llkamanum. Þeir gera nú til- raunir á fólki, sem hefur orðið fyrir bruna, og birta nánari niðurstöður siðar. Tilrau.'.irnar fara fram i Basei i Sviss. Þau hafa bundizt vinóttuböndum t Englandi er það siður á jólun- um að hengja upp mistiltein yfir dyr. Gangi svo ung stúlka undir mistiltininn og ungur maður er Kaup á japönskum járnbrautdrvögnum Sovéska vélskipið Uelen lét ný- veriðúr höfn i Nagasaki i Japan með 13 fólksflutningsvagna fyr- ir járnbrautirnar á hinni stóru sovésku Kyrrahafseyju Sakalin. Þetta er fyrsta sendingin af 130 járnbrautarvögnum, sem hafa verið pantaðir frá Japan fyrir Sakalinjárnbrautirnar. Samn- ingurinn nær einnig til svefn- vagna, veitingavagna, vöru- flutningavagna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.