Tíminn - 10.02.1974, Qupperneq 7

Tíminn - 10.02.1974, Qupperneq 7
Sunnudagur 10. febrúar 1974. TÍMINN 7 skemmtilega reynslu, sem okkar kynslóð fór á mis við. Þess vegna hef ég látið hann fara sinu fram. Sórhver dagur i lifi Pauls er eins og hjá öðrum hippum i Róm, dagur án markmiðs. Bezti vinur hans i Róm er Mario Crisi, 28 ára gamall. Hann byrjaði sem ljós- myndari, og gerðist siðan list- málari. Hann býr i gamla bæjar- hlutanum i Róm, þar sem lista- menn og bóhemar eru allsráð- andi. — Ég kenndi honum að taka kvikmyndir, sagði Carlo Sci- mone. Hann var ákafur að læra, hann vildi ekki vera öðruvisi en við hin. Og litli-Paul var ákafari en flestir aðrir. Hann reyndi að gera „underground” mynd, skrifaði sjálfur handritið og tók þátt i stjórninni. Hann notfærir sér allt, sem hann álitur að komi fólki i skilning um, að hann geti séð um sig sjálfur og þurfi ekki hið fræga eftirnafn sitt til að vekja athygli. Þess vegna lifir hann brjálæðis- legu lifi. — Hann er sjaldan kyrr á sama stað lengur en tiu minútur, segir Scimone. Hann kom til min á öll- um timum dagsins, til að ræða einhverja hugmynd. Hann hljóp á milli vina sinna i hippahverfun- um. Hann borðaði hvað sem var, á hvaða stað sem var. Eini fasti punkturinn i lifi hans er móðirin. Hann á heilmikið af kunningjum og fjölda kornungra vinstúlkna. Það er eins og hann leitist við að eyðileggja eitthvað eða einhvern, kannske sjálfsmynd sina... Tryggði sér hlut i Norð- ursjávaroliunni Faðir Pauls Getty I var einn af brautryðjendunum, sem boruðu eftir oliu i Ameriku. Paul Getty vann við oliuborun i ungdæmi / sinu. Það voru erfiðir dagar, en • þegar olian fannst, komu betri . timar. ^ — Ég hugsaði á timabili um að verða rithöfundur, sagði hann eitt sinn i viðtali en velgengnin varð- andi oliuna ýtti mér út i við- skiptalifið. Samt hefur hann fengizt við skriftir. Fyrsta bók hans fjallar um oliu, fjórar um list og tvær um, hvernig maður á að ná völd- um. — Það er alltaf viss hætta á, að maður falli niður i hyldýpið, segir hann. Ég vann mig upp frá þvi að vera oliuborari, studdist við lind- ir, sem gáfu mér talsvert fjár- magn. Þetta vakti hjá mér löngun til að fá itök i stóru fyrirtækjun- um. A kreppuárunum kringum 1930 mætti ég öllu, sem ég átti, og meira til, til að fá völdin yfir Tide Water Oil Company. Það var spennandi timabil, þegar ég beið eftir að vita, hvort ég yrði gjald- þrota. En kreppan leið hjá, og nokkrum árum siðar- var Tide Water orðið hluti af fyrirtæki minu, Getty Oil. Getty Oil er nú nr. 100 á listan- um yfir stærstu fyrirtæki i Ameriku. Efst á þeim lista er General Motors, og siðan kemur Esso. Getty er sá sterki i sinu fyr- irtæki, en hlutabréfin eru dreifð- ari i hinum. Paul Getty dregur enga dul á, hvernig hann varð milljarðaeig- andi á oliu. — Ég tók áhættu, segir hann, og fjárfesti 40 milljónir dollara i Saudi-Arabiu. Eftir margra ára boranir gerðist hið stórkostlega árið 1957. Oliulind fannst, sem inniheldur meira magn, enþað, sem álitið er vera i Norðursjón- um, Sem tilheyrir Noregi. Siðan þá hefur svarta gullið gefið Getty tekjur upp á marg- ar milljónir króna á dag og gert hónn að rikasta manni heimsins. Þess má geta, að Paul Getty hefur tryggt sér dágóðan hlut i i Norðursjávaroliunni. S.l. haust keypti hann 25.000 hlutabréf i 'Norsk Hydro, auk þess sem hann á hlutabréf i öðrum fyrirtækjum, ■» sem stunda boranir i Norðursjón- um. (þýtt og endursagt — gbk). ,og eftir að ræningjarnir skiluðu honum með afskoriðeyra Páskaferð til Möltu SÓLSKINSEYJU MIÐJARÐARHAFSINS Farnar verða hópferðir til Möltu uni pdskana. Malta er orðinn vinsæll ferðamannastaður — en laus við hið mikla flóð ferðamanna sem einkennir svo marga staði Tryggið far áður en það verður um seinan MALTA ER PARADÍS FERÐ Malta hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamanninn: ★ Milt og þægilegt loftslag. Góð hótel, þjónustu og víðkunna gestrisni. Gæði í mat og drykk. Baðstrendur lausar við alla mengun. Glaðværð og skemmtanir við allra hæfi. Hagstætt verðlag. Sérstæð hótiðahöld um póskana. FERÐAMIÐSTÖÐIN H.F. Aðalstræti 9 • Miðbæjarmarkaðurinn • Simar 1-12-55 og 1-29-40 ★ ★ ★ ★ ★ ★

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.