Tíminn - 10.02.1974, Qupperneq 13
Sunnudatíu'r' 10. 'febrúar' ÍOÍÍ/
TíMlKN ’
Greifinginn á leið i hænsnahúsið. Eins og slyngur afbrotamaður
varaðist hann að koma upp um sig með þvi að vera ávallt á ferðinni á
sama tima sólarhringsins. Stundum fór hann f ránsferðir sinar að
kvöidi, og stundum ekki fyrr en rétt fyrir birtingu.
ÞJÓFURINN
SEM LJÓS-
MYNDAÐI
AFBROT SITT
Eggjaþjófurinn varð aö galopna kjaftinn til að ná taki á hænuegginu, en honum tókst að bera mörg egg
á brott, án þess að nokkur merki sæjust eftir.
.„im.
■ -&W8
, jý'i
,: . u . . %
l ■ ...
► f-
■
; gjágg
• ííSÉi
Ví
Þannig tókst greifingjanum að bera eggin I kjaftinum á brott. A
skurninni sjást merki eftir vigtennur hans, er. þeim stakk hann gegnum
skurnina, og ná'ði þannig góðu taki á ránsfengnum.
4
Þarna er greifinginn kominn að hreiðrinu og grípur egg I kjaftinn, en
með þvi að taka eggið upp, snerti hann viö þræöi, sem tengdur var
myndavéiinni, og kom þannig upp um sig.
Á sveitabæ einum i Noregi brá
svo við i fyrravetur, að eggja-
skortur varð á heimiiinu, þvi
engu var likara en hænurnar
væru alveg hættar að verpa.
Hænsnin voru við góða heiisu, og
allt gekk sinn vanagang i hænsna-
húsinu, nema að þar fundust
engin egg eða vottur þess, að þar
hefði verið verpt. Var heimilis-
fólkið helzt á þeirri skoðun, að
þjófur væri á ferðinni, en hvar
hann var, gat enginn látið sér
detta i hug.
En loks komst upp um eggja-
þjófinn. Með hjálp lagtæks ljós-
myndara og þjófsins sjálfs var
sökudólgurinn afhjúpaður, og
óyggjandi sönnunargögn lágu
fyrir. t ljós kom, að greifingi, sem
átti sér greni i námunda við
bæinn, stal eggjunum. Ráns-
f.erðir greifingjans i hænsnahúsið
brutu i bága við viðteknar
skoðanir á hegðun hans Því er
haldið fram bæði manna á meðal
og i sumum kennslubókum, að
þetta rándýr verði gripið dráps-
æði, þegar það kemst i hænsna-
hóp, og drepi hverja einustu
hænu, þótt það éti þær ekki.
Meðfylgjandi myndir eru
teknar með þeim hætti, að ljós-
myndarinn kom myndavél fyrir i
hænsnahúsinu, og var þannig búið
um með virþráðum og öðrum til-
færingum, að eggjaþjófurinn tók
sjálfur myndirnar, er hann snerti
þræðina, án þess að mannshönd
kæmi þar nærri. I ljós kom, að
greifinginn hefur læðzt undir
hænsnaprikin, þar sem hænurnar
sváfu rólegar, meðan eggjum
þeirra var stolið. Þetta átti sér
stað nótt eftir nótt, og þjófurinn
lét aldrei freistast til að ráðast á
hænurnar. Hann hefur þvert á
móti haft mjög hægtum sig,hagað
sér skynsamlega og hirt af-
raksturinn af fiðurfénu án þess að
gera þvi mein.
►
Þessar eggjaskurnir fundust i
greni greifingjans. Hann hefur
brotið skurnina á hreinlegan hátt,
og alltaf eins, étið innan úr og
siðan raðað leifunuin i röð og
reglu.