Tíminn - 10.02.1974, Page 15
Sunnudagur 10. febrúar 1974.
TÍMINN
15
Sálfræðingurinn Lisbeth Fanny Brudal
mikilvægt að gera sér grein fyrir
þvi, að hingað til höfum við ekki
veitt þýðingu meðgöngutimans
nógu mikla athygli. Það hefur
mikið að segja að umhyggjan
fyrir andlegri velferð barnsins
hefjist þegar á meðgöngutiman-
um.
— Á hvern hátt verður það bezt
gert?
— Hér getur heilbrigðiseftirlitið
komið til sögunnar og veitt hinum
verðandi mærðum stuðning. Það
hefur lengi verið skoðun min, að
hinar hefðbundnu mærðadeilir
hugsi of mikið um likamann og
namskeiðin nær eingöngu hugsuð
sem undirbúningur undir sjálfa
fæðinguna.
Fyrir fimm árum reyndi ég
nýja tilhögun á námskeiðum fyrir
vanfærar konur, þar lagði ég
mikla áherzlu á hina sálrænu
þætti i sambandi við
meðgöngutimann, fæðinguna og
umönnun ungbarna. Þessi nám-
skeið samanstóðu af 8 timum i
sálarfræði, 14 timum i undir-
búning undir fæðinguna, 2 timum
i ungbarnauppeldi, og einum og
hálfum tima i matargerð, og einu
feðrakvöldi, þar sem hinar verð-
andi mæður mættu með feðrunum
og geta valið á milli kvikmyndar
um barnsfæðingu og umræðna
um mismunandi málefni.
Við höfum tekið eftir þvi, að við
náum beztum árangri bæði and-
lega og likamlega ef við byrjum
námskeiðin með sálarfræðitim-
um. Minn hluti námskeiðanna —
sálarfræðin — byggist upp á
umræðuhópum, þar sem bæði
þátttakendurnir og ég tökum
fyrir visst vandamál og spyrjum
siðan spurninga. Takmarkið með
þessum námskeiðum er meðal
annars það, að hjálpa hinni
verðandi móður til að lifa eins ró-
legu lifi og mögulegt er meðan á
meðgöntutimanum stendur og að
undirbúa hana undir það að verða
móðir. Min skoðun er sú, að það
séu sálfræðingar, sem eigi að
stjórna námskeiðum fyrir
verðandi mæður. Konur, sem
hafa tekið þátt i umræðuhópum
með mér geta hringt á mæðra-
deildina hvenær sem eitthvað er
að. Þær segja að þeim finnist þær
eigi heima hérna, hér mæti þær
hlýju og skilningi og jákvæðu
andrumslofti, og það má fyrstog
fremst þakka starfsfólkinu sem
vinnur hérna, þvi hefur tekizt að
skapa þetta andrúmsloft. Það
hefur einnig glatt mig, að allir
þeir sem tóku þátt i námskeiðun-
um halda hópinn.
— Er ekki mikilvægt að
umhverfið og þá sérstaklega
eiginmaður hinnar verðandi
móður geri sér grein fyrir þessum
vandamálum?
— Jú. Við höfum lika umræðu-
kvöld fyrir karlmenn, þar legg ég
megin áherzlu á hinar sálarlegu
sveiflur, sem verða hjá konunni
meðan á meðgöngutimanum
stendur, og hvað það sé
mikilvægt að hún sé ekki tauga-
spennt. En karlmenn eiga lika
við einhvers konar meðgöngu-
tima að strlða. Þeir verða þvi
einnig að fá tækifæri til að fá út-
rás fyrir tilfinningar sinar og
þeir virðist helzt takast það,
þegar þeir eru innan um aðra
karlmenn, segir Fanny Brundal
að lokum.
(Þýtt -kr-)
30 ára afmælisfagnaður
Barðstrendingafélagsins
verður haldinn i Dómus Medica laugar-
daginn 16. febrúar 1974 og hefst með
borðhaldi kl. 19.
Dagskrá:
T. Hátiðin sett, ávarp, Guðbjartur Egils-
son
2. Ræða, Sigurður Haukdal, prófastur.
3. Einsöngur, frú Elin Sigurvinsdóttir.
4. Skemmtiþáttur, Guðmundur Guð-
mundsson.
5. Hljómsveitin Hrókar leika fyrir dansi.
Aðgöngumiðar seldir i Dómus Medica
miðvikudaginn 13. febrúar og fimmtu-
daginn 14. febrúar kl. 17-19.
Borð tekin frá á sama tima.
Stjórnin.
Auglýsið í Tímanum
Einmanalegt stendur þetta hús á svellaðri grund i fölri þorraskimunni i grennd við Rauðhólana. En
þegar isa leysir, mun jörðin aftur litkast græn, og fólk vitja húss sins með börnin sin, svo að þau megi
una nokkra sumardaga við læk og lyng. — Tímamynd: Róbert.
Hvenær tekur lóðasjóður til
starfa?
BH-Reykjavik — A fjárhags-
áætlun fyrir árið 1974 var sam-
þykkt að veita 19.4 milijónir
króna til lóðasjóðs samkvæmt
reglum sjóðsins. Hvenær má
vænta þess, að úthlutun hefjist?
Alfreð Þorsteinsson borgarfull-
trúi fylgdi þessari fyrirspurn
sinni úr hlaði á fundi borgar-
stjórnar sl. fimmtudag með þvi
að minna á, að hugmyndin um
lóðasjóð hefði frá upphafi átt
miklum vinsældum að fagna, en
fyrir nokkrum árum fluttu þeir
Einar Ágústsson og Kristján
Benediktsson tillögu um sjóðinn i
borgarstjórn. Á sl. ári gerðist
Albert Guðmundsson með-
flutningsmaður um tillöguna, og
náði hún fram að ganga.
Sagði Alfreð, að fólk i nýrri
hverfunum sérstakléga væri farið
að huga að framkvæmdum i
görðum sinum, sem hæfust með
vorinu, og ef það ætti að fá fyrir-
greiðslu lóðasjóðs, yrði að
auglýsa eftir umsóknum ekki
síðar en i marz-april til þess að
mönnum kæmi úthlutun að gagni.
Einnig sagði Alfreð, að ibúar i
fjölbýlishúsum, sem hygðu á
framkvæmdir við malbikun bila-
stæða, hefðu sérstakan áhuga á
þessu máli.
Borgarstjóri kvað ekkert þvi til
fyrirstöðu að farið væri að huga
að sjóðnum núna ,,með hækkandi
sól” og Albert Guðmundsson
gerði nánari grein fyrir hug-
myndinni með sjóðnum. Hér væri
um að ræða úttekt i efni og fyrir-
greiðslu hjá ýmsum fyrirtækjum
á vegum borgarinnar, sem koma
mætti mönnum að liði við stand-
setningu lóða við hús sin.
Styrktarfélag aldraðra
á Suðurnesjum
SUNNUDAGINN 3.
febrúar s.l. var haldinn
stofnfundur Styrktar-
félags aldraðra á Suður-
nesjum i húsi Fram-
sóknarfélagsins i Kefla-
vik.
Markmið félagsins er að gæta
hagsmuna aldraðs fólks. Mikill
áhugi rikti meðal i'undargesta á
málefninu. Formaður hins
nýstofnaða félags er Matti ó.
Ásbjörnsson i Keflavik.
i
Dodge Dart'74 er bíll
hinna vandlátu. Dodge
Dart '74 er glæsilegur,
vandaður og á betra verði
en flestir aðrir sambæri-
legir bílar.
DART SWINGER DART CUSTOM