Tíminn - 10.02.1974, Page 19
. _ . ». , -. v* ~ í,.q _# » * r
Sunnudagur 10. febrúar 1974. TÍMINN
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
i ■ -------.......—1
Varnarmálin
Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, hélt
ræðu á fundi Framsóknarfélaganna i Reykja-
vik sl. fimmtudagskvöld og ræddi um varnar-
málin. Utanrikisráðherra sagði, að hann væri
að reyna að finna milliveg milli þess tvenns að
standa við ákvæði málefnasamnings rikis-
stjornarinnar um brottför varnarliðsins i
áföngum annars vegar og hins vegar að leitast
við að tryggja áframhaldandi öryggi Islands
og uppfylla þær skuldbindingar, sem við stönd-
um i gagnvart Atlantshafsbandalaginu.
í samræmi við þetta hefði hann nú lagt fram i
rikisstjórninni drög að tillögum um umræðu-
grundvöll i viðræðunum við Bandarikjamenn,
næst þegar þær fara fram. Þessar tillögur
hefðu valdið nokkru umtali, en hann ekki talið
rétt að birta þær i heild sinni, áður en rikis-
stjórnin hefði tekið afstöðu til þeirra. Hann
gerði þó grein fyrir þeim á fundinum i örstuttu
máli og sagði:
„Tillögurnar greinast i meginatriðum i fimm
hluta. I fyrsta lagi er gert ráð fyrir þvi, að
varnarliðið fari héðan i áföngum, til dæmis á
næstu þremur árum.
I öðru lagi það, sem ég hef kallað hreyfanleg-
ar flugsveitir hafi lendingarleyfi á Keflavikur-
flugvelli, þegar þurfa þykir, vegna eftirlits-
flugs i norðurhöfum.
I þriðja lagi, að hópur flugvirkja og annarra
tæknimanna hafi bækistöð á Keflavikur-
flugvelli til að annast þjónustu við rekstur
þessara flugvéla.
1 fjórða lagi, að löggæzlusveit skuli jafnan
vera á flugvellinum, og að því verði stefnt, að
Islendingar geti haft þessa gæzlu með höndum.
I fimmta lagi, að íslendingar taki að sér
rekstur radarstöðva á Suðurnesjum og I
Hornafirði, á sama hátt og við sjáum nú um
rekstur slikra stöðva i Vik i Myrdal og á Gufu-
skálum.
Nokkur fleiri atriði er að finna i áðurgreind-
um tillögum, en ég hirði ekki um að rekja þær
frekar. Ég skal engu spá um það, hvaða undir-
tektir þessar tillögur fá hjá Bandaríkjamönn-
um eða Nato. Það kemur ekki i ljós fyrr en á
næsta samningafundi. Mér þykir satt að segja
liklegt, að þeir komi með gagntilboð, sem við
verðum þá að skoða, þegar þar að kemur, og
það biður sins tima, en ég vil aðeins segja hér,
að þær tillögur, sem Bandarikjamenn hafa
hingað til sett fram, eru langt frá þvi að vera
aðgengilegar að minu mati.
Þessar tillögur, sem ég hef lagt fram, eru
meðal annars og fyrst og fremst settar fram til
þess að reyna samningaleiðina til þrautar. Það
hefur verið skoðun okkar Framsóknarmanna,
að slikt beri okkur að reyna og að við eigum að
gefa okkur þann tima til þess, sem þarf, og að
óþolinmæði megi ekki undir neinum kringum-
stæðum ráða ferðinni.”
Kvaðst utanrikisráðherra vonast til þess, að
fullt samkomulag næðist að lokum, svo ekki
þyrfti að koma til uppsagnar varnar-
samningsins. Skoðanir væru skiptar um þetta
mál i Framsóknarflokknum, en hann gerði sér
vonir um, að meginþorri Framsóknarmanna
gæti fallizt á þessa málsmeðferð.
-TK.
Don G. Campbell, Sunday News:
Hvað gera Arabar
við dollarana?
Reyna þeir að kaupa upp bandarísk fyrirtæki?
Hin ört vaxandi dollaraeign Arabarikjanna veldur Bandarfkjaniönn
um ótta og margvislegum heilabrotum.
SÍFELLD hækkun Araba á
hráoliuverðinu hefur valdið
ýmsum efasemdum og mikl-
um kviða. Hún er talin einhver
hastarlegustu umskipti i efna-
hagsmálum siðan Vestgotar
endurseldu Rómverjum
höfuðborg sina á sinum tima.
Enginn veit, hvort eða
hvenær létt verður af þeim
hömlum á afgreiðslu, sem
settar voru á i október i haust.
Hitt virðist ljóst, að verðið
verður ekki lækkað aftur að
neinu ráði, en verð hráoliunn-
ar hefur hækkað á þremur ár-
um úr einum dollar og áttatiu
sentum i ellefu dollara sextiu
og fimm sent á tunnu.
SUMIR sérfræðingar i efna-
hagsmálum óttast þó mest, að
hækkun oliuverðs i Banda-
rikjunum og allra vara sem
unnar eru úr oliu, sé upphaf
að öðru meira og verra. Hvað
leitir til dæmis af margföldun
dollarastraumsins til Araba-
rikjanna, ofan á þann fimmt-
ung allra dollara i eigu er-
lendra manna, sem þar var
fyrir?
Haldið er fram, að Araba-
rikin fái fyrir selda oliu 95
milljarða dollara á þessu ári.
(Sambærilegar tölur voru 15
milljarðar dollara árið 1972 og
30 milljarðar doilara árið
1973).
Felur þetta i sér hættu á
verðfalli dollarans og áföllum
i bandarisku efnahagslifi?
Gerir þetta ekki fyrirfram að
engu áhrif allra ráðstafana,
sem stjórnarvöld kunna að
gripa til gegn verðbólgunni?
Ýtir þetta ekki undir hækkun
gullverðs á frjálsum markaði
og grefur þar með undan verð-
gildi dollarans?
HAGFRÆÐINGAR telja si-
aukna dollaraeign Arabarikj-
anna uggvænlega yfirleitt.
Þeir eru að visu mismunandi
svartsýnir. Flestum kemur þó
saman um, að hækkun oliu-
verðsins geri að engu fyrri
vonir Bandarikjamanna um,
að greiðslujöfnuður verði hag-
stæður um nokkra milljarða
dollara á þessu ári. Þetta gæti
valdið þvi, að gengi dillarans
.gerist valt á nýju.
Svo furðulega bregður þó
við, að gengi dollarans hefir
styrkzt _þrátt fyrir oliu-
kreppuna, en horfurnar i þvi
efni þóttu meira en vafasamar
fyrir nokkrum-mánuðum.
Enginn virðist geta svarað
þvi, hvernig þetta hefur mátt
verða, þegar öll eðlileg rök
virtust benda i þveröfuga átt.
Þessi framvinda hefur vakið
örlitla vonarglætu um, að okk-
ur Bandarikjamönnum kunni
að takast að standa af okkur
áhrifin frá dollarastraumnum
til Arabarikjanna.
ROBERT H. Parks, helzti
hagfræðingur Blyth, Eastman
Dillon & CO sagði um þetta.
'"Dollarinn hækkar i verði
vegna flótta frá öðrum gjald-
eyri, enda virðast gull og doll-
arar öruggari eign en gjald-
eyrir annarra þjóða. Hér gætir
að sjálfsögðu einnig áhrif
þess, að aðrar þjóðir eiga við
að striða miklu örari verð-
bólgu en við Bandarikja-
menn”.
Arthur Okun, sem var aðal-
ráðgjafi Lyndon Johnsons
forseta i efnahagsmálum, seg-
ir þetta „viðfelldnari” kenn-
ingu en flestar aðrar. Sumir
hagfræðingar hneigjast jafn-
vel að þvi, að Arabar muni af
þessum sökum gera sér að
góðu að safna dollurunum, en
reyni ekki að nota þá til spell-
virkja.
En hin hugsanlegu spell-
virki valda einmitt mestum
áhyggjum. Sumir óttast, að
Arabar kunni að reyna að nota
dollaraeign sina til þess að
eignast verulegan hluta i
bandariskum iðnaði. Aðrir
kviða þvi, að þeir noti auðæfi
sin til þess að koma sér upp
vigbúnaði, sem ógnað geti
h'eimsbyggðinni.
DR. KENRY Kaufman er
aðalhagfræðingur Saloman
Brothers Hann trúir ekki, að
Arabar láti sér nægja að safna
dollurum:
,,Það er ekki til neins að
fara fram á, að Arabar láti sér
nægja að taka fé fyrir auðlind-
ir sinar” segir hann.” Þetta
hafa þeir ávallt gert fram að
þessu, en ekki vegnað vel, þar
sem allur hinn erlendi gjáld-
eyrir hefur lækkað i verði
jafnt og þétt”.
Þarna mun að finna undir-
rót þess orðróms, að Arabar
muni ekki láta sérnægjaað
margfalda oliuverðið, heldur
hafi i hyggju að krefjast
greiðslu i gulli. Þessi kenning
kann að vera vafasöm, en hún
er eigi að siður i samræmi við
hugmyndir Kaufmans um
ástæður oliukreppunnar:
„Vandinn er sá, að aðstaða
okkar til samninga við Araba
er ákaflega erfið, meðan við
eigum i höggi við jafn öra
verðbólgu og raun ber vitni.
Við eigum yfir höfði okkar
miklu meiri verðhækkanir til
þess að vega gegn verð-
bólgunni .
ÞARNA virðast helzt horfur
á siendurteknum vandræðum:
Arabarhækka oliuverðið. hinn
frjálsi heimur verst með auk-
inni verðbólgu. Arabar hækka
aftur verið til þess að vega
gegn verðbólgunni.og þannig
koll af kolli.
Naumast er nema eðlilegt.
að hinn frjálsi heimur livggi á
hefndarráðstafanir gegn verð-
striði oliusölurikjanna. Eliot
Janeway hagfræðingur bendir
i þessu sambandi á ráðstafan-
ir eins og „útflutningsskatt á
landbúnaðarafurðir. en það er
eitt bitrasta vopnið, sem við
getum beitt i baráttunni við
Arabarikin.
Vafasamt verður þó að
telja, að Bandarikjamenn hafi
einir sér bolmagn til þess að
vinna bug á vörnum Araba.
Fjögur öflustu oliusölurikin
eru Saudi-Arabia, Kuwait.
Iran og lrak. Bandarikjamenn
seldu þeim vörur lyrir aðeins
einn milljarð dollara árið 1972.
Ekki kom nema nokkur hluti
af þessu fyrir landbúnaðar-
vörur. og þvi þyrfti ærið háan
útflutningsskatt til þess að
vega gegn verðhækkun oliunn-
ar.
"EFNAHAGSLEGAR
hefndarráðstafanir eru að
visu nokkurs virði”. sagði
Kaufman um daginn. „En'
áhrifamáttur þeirra er afar
takmarkaður. auk þess sem
slikar ráðstafanir krefjast
óhjákvæmilega sameinaðs
átaks —• bæði um verð-
hækkanir óg sölubann — en
það hefur jafnan revnzt tor-
velt i framkvæmd fyrir hinn
frjálsa heim.”
Verðbólgan i heiminum
veldur afar umfangsmiklum
og erfiðum vanda. og i þvi
sambandi velta smámunir
einir á þvi, hvernig oliu-
furstarnir verja fé sinu. Ærin
klaldhæðni fólst i samliking-
unni. sem Okun hagfræðingur
viðhafði um þetta efni um
daginn: „Oliuvandinn er ekk-
ert lamb að leika við. Það er
ekki svo auðvelt að prenta
oliu. Þarna siglum við alger-
lega ókortlagðan sjá”.