Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 8
8 27. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Bláskógabyggð: Vill ekki sumarhús sem lögheimili LÖGHEIMILI Sveitarstjórn Bláskóga- byggðar hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Suðurlands sem heimilaði fjölskyldu að skrá lög- heimili sitt í sumarbústað í sveitar- félaginu. Margeir Ingólfsson, formaður byggðaráðs Bláskógabyggðar, segir að það yrði mjög dýrt fyrir sveitar- félagið að veita fólki lögbundna þjónustu ef opnað yrði á þennan kost. „Við yrðum að auka þjónust- una til muna ef fólk tæki upp á því að flytja lögheimili sín í sumar- bústaði í stórum hópum. Við yrðum til dæmis að sinna skólaakstri og heimilishjálp. Við yrðum að leggja gatnagerðargjöld á alla bústaði þar sem við yrðum að byggja upp vega- kerfin á sumarbústaðasvæðunum og sinna þeim á veturna.“ Margeir telur að málið muni hafa fordæmi um allt land vegna þessa. Hann segir að ef Hæstiréttur komist að sömu niðurstöðu þurfi líka að breyta skipulags- og bygg- ingarreglugerðum þar sem aðrar kröfur séu gerðar til íbúðarhúsnæð- is en sumarhúsa. Það yrði skrítið að gera ríkari kröfur til íbúðarhúsa ef fólki væri frjálst að skrá sig að vild í sumarbústaði. - ghg Engar reglur um ofbeldisleiki Móðir harmar að sonur hennar hafi getað keypt tölvuleik sem erlendis er bannaður börnum yngri en átján ára. Umboðsmaður barna segir ít- rekaðar beiðnir til ráðuneytis um reglugerðir ekki hafa borið árangur. FORVARNIR Þórhildur Líndal, um- boðsmaður barna, segir marg- ítrekaðar beiðnir til menntamála- ráðuneytisins um að reglur verði settar um tölvuleiki ekki hafa bor- ið árangur. Svo virðist sem póli- tískan vilja skorti. Rakel Guðmundsdóttir segir son sinn hafa keypt nýja útgáfu af leikn- um Grand Theft Auto fyrir peninga sem hann fékk í afmælisgjöf. Hún hafi leitað til Neytendasamtakanna og umboðsmanns barna og haft samband við mennta- m á l a r á ð u - neytið þar sem hún h u g ð i s t kæra versl- unina til lög- reglu en hafi þá komist að raun um að engar reglur giltu um tölvuleiki. „Það er slæmt að hafa engin lög og regl- ur um sölu á tölvu- leikjum því þá eru eng- ar forsend- ur til að kvarta og kæra þegar börnin kom- ast yfir svona leiki,“ segir Rakel, sem skilaði leiknum til verslunar- innar og fékk endurgreitt. Guðmundur Magnason, fram- kvæmdastjóri BT, segir verslun- ina setja sér eigin reglur. Vilji börnin kaupa leiki sem erlendis séu bannaðir sé hringt í foreldra og viðskiptin borin undir þá: „Við vorum með bann við sölu til barna en fengum þá reiða foreldra í verslanirnar sem vildu leyfa kaupin.“ Guð- mundur segir leitt að reglur hafi verið brotn- ar í þetta sinn. Nýverið hafi ver- ið imprað á þeim á nýjan leik. Mál af sama tagi kom upp í fyrra þegar önn- ur útgáfa leiks- ins kom í sölu. Vigfús Svein- björnsson, fram- kvæmdastjór i tölvuverslunar- innar Start, seg- ir leikinn skera sig úr öðrum of- beldisleikjum þar sem leik- menn tilheyri glæpagengjum og hrósað sé fyrir barsmíðar og dráp, meðal annars á börn- um og konum. Leikurinn hafi mjög raunveru- lega ásýnd og sé vafasamur. Með nýrri útgáfu hafi ofbeldið magnast. Verslunin Start selji hann ekki en hafi aðra leiki bannaða börnum til sölu. Þeir séu ekki í hillum og aldrei í sýningar- vélum verslunarinnar. gag@frettabladid.is NEPALAR LÉTUST Fjórir menn létust og fimmtán til viðbótar særðust í sprengjuárás á Græna svæðinu í Bagdad, þar eru helstu stjórnsýslustofnanir Íraks og erlenda herliðsins til húsa. Þeir sem létust í árásinni voru starfs- menn bresks öryggisfyrirtækis, allt fyrrum hermenn úr Gúrka- sveitum breska hersins frá Nepal. 35 LÍK FUNDIN Bandaríkjamenn segjast hafa fundið 35 lík í Mosul undanfarna daga, þar af þrettán í gær. Að sögn forsvarsmanna Bandaríkjahers eru líkin af mönnum sem vígamenn hafa myrt, ellefu hinna látnu tilheyrðu írösku öryggissveitunum en ekki hafa verið borin kennsl á önnur lík. Í KRINGLUNNI Fyrir um hálfum mánuði buðu flugfreyjur og -þjónar börnum að bragða og velja bestu réttina til að bjóða í loftinu. Pizzur og naggar: Vinsælast í vélarnar SAMGÖNGUR Pizzuhálfmánar og kjúklinganaggar eru það sem börn vilja helst borða um borð í flugvél- um, að því er fram kom í skoðana- könnun sem Flugleiðir stóðu ný- verið fyrir og um tvö þúsund þús- und íslensk börn tóku þátt í. Í Kringlunni í Reykjavík var börnum og aðstandendum boðið upp á fjóra vinsæla barnarétti; pylsur, ýsunagga, kjúklinganagga og pizzu- hálfmána. Pizzurnar og kjúkling- anaggarnir fengu nær jafn mörg atkvæði, en hinir réttirnir mun færri. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að eft- ir þessu verði farið og að frá ára- mótum verði pizzur og naggar á barnamatseðlinum. - óká ■ ÍRAK Jarrahúsgögnin frá Suður-Afríku eru safngripir. Borð í öllum stærðum, stólar og margt fleira. Sérsmíði og pantanir. Ný send ing kominn Einstök húsgögn með heillandi sögu. Opið frá 12:00 - 18:00 virka daga og 12:00 - 16:00 laugardaga. Úrval fallegrar og óvenjulegrar gjafavöru Trúnaðarmannaráð SFR: Eins og olía á eld SKATTALÆKKANIRNAR Trúnaðar- mannaráð SFR Stéttarfélags í al- mannaþágu hefur áhyggjur af boðuðum skattalækkunaráform- um ríkisstjórnarinnar og telur líkur á að með þeim hagnist hinir best settu mest og hinir tekju- lægstu minnst. Boðaðar aðhalds- aðgerðir hins opinbera samfara skattalækkuninni geti bara þýtt tvennt; að almannaþjónusta verði dregin saman og gjaldtaka fyrir nauðsynlega almannaþjónustu verði aukin. Þetta kemur fram í ályktun frá Trúnaðarmannaráðinu frá því í gær. Í ályktuninni segir enn fremur: „Því er dregið úr samfélags- legri ábyrgð og samhjálp um leið og misrétti í þjóðfélaginu er aukið. Skattalækkanir á þenslutímum geta virkað eins og olía á eld og stóraukið hættuna á verðbólgu en í kjölfarið mun greiðslubyrði al- mennra lántakenda þyngjast.“ - ghs JENS ANDRÉSSON Jens er formaður SFR Stéttarfélags í al- mannaþágu. Trúnaðarmannaráð SFR telur að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar geti virkað eins og olía á eld á verðbólguna. SUMARBÚSTAÐUR Sveitarfélög óttast að það verði of dýrt fyrir þau að veita lögbundna þjónustu ef fólki verður gert frjálst að skrá lögheimili sitt í sumarhúsum. GAMALLAR ORRUSTU MINNST Hundruð söguáhugamanna koma saman við tékknesku borgina Slavkov í dag til að minnast þess að 199 ár eru liðin frá orrust- unni við Austerlitz. Þá vann Napóleon mik- inn sigur á Rússum og Austurríkismönnum. Nokkrir áhugamenn tóku forskot á sæluna í dag og endursköpuðu orrustuna. Gallup-könnun: 56 prósent sáu Davíð SJÓNVARP Rúmlega 56 prósent landsmanna horfðu á Laugar- dagskvöld með Gísla Marteini hinn 13. nóvember og í endur- sýningu daginn eftir. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir RÚV dagana 14.-20. nóvember. Úrtak könnun- arinnar var 820 manns á aldrin- um 16-75 ára og var svarhlut- fallið 63,2 prósent. Þáttur Gísla Marteins vakti mikla athygli þetta kvöld því þá mætti Davíð Oddsson utanríkis- ráðherra og spjallaði. Er sagt að Davíð hafi ekki átt aðra eins inn- komu í sjónvarp í langan tíma og að starfsfólk RÚV hafi sveifl- ast milli gráts og hláturs á með an á upptökum stóð. - bs BÖRNUM LEYFT AÐ KAUPA OFBELDISLEIKI Þúsundir eintaka þriðju útgáfu leiksins Grand Theft Auto hafa selst í BT og er hann söluhæstur Playstation-leikjanna. Hann er erlendis bannaður börnum og ber miðann 18+. Leikurinn er mjög svæsinn, að sögn sérfræðings. 08-09 fréttir 26.11.2004 21:53 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.