Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 27. nóvember 2004 37 HVERS VEGNA KEMUR REYK- UR AF ELDINUM? SVAR: Í eldi eru efnin í eldsneyt- inu að brenna, það er að segja að taka upp súrefni eða ildi úr and- rúmsloftinu. Við það losnar mikil orka sem veldur örri hreyfingu á sameindum efnisins og birtist okkur sem hiti og varmi eða varmaorka. Þessi hreyfing er yfirleitt svo mikil að efnin skipta um ham sem kallað er og verða að gasi sem rýkur burt. Fullkominn og ófullkominn bruni Efnin sem myndast við bruna eru oftast einhvers konar oxíð þar sem súrefnið hefur gengið í sam- band við hin ýmsu efni í eldsneyt- inu. Í bruna sem við þekkjum úr daglegu lífi er helsta efnið yfir- leitt frumefnið kolefni, C, sem myndar koltvíildi eða koltvíoxíð, CO2, ef bruninn er fullkominn sem kallað er, það er að segja að efnahvörfin ganga alla leið. Þetta efni er bæði ósýnilegt og lyktar- laust gas við venjulegan hita og raunar líka óskaðlegt lífverum að undanskildum gróðurhúsaáhrif- um. Ef bruninn er hins vegar ófull- kominn, til dæmis vegna þess að hiti er ekki nógur, eldsneytið ekki nógu gott eða streymi súrefnis að brunanum ekki nægilegt, þá getur myndast koleinildi eða kolmónoxíð, CO, sem er að vísu ósýnilegt og lyktarlaust en hins vegar baneitrað. Svipað gildir um bruna ann- arra frumefna þegar við notum venjulegt eldsneyti eins og eldi- við, kol, olíu, gas eða kertavax. Þó að kolefnið sé mikilvægasta frum- efnið í þessum efnum eru þar líka ýmis önnur frumefni sem taka þátt í brunanum og bruni þeirra getur líka orðið ófullkominn af sömu ástæðum og áður voru nefndar. Ýmis efni sem þá mynd- ast eru sýnileg og birtast okkur sem reykur eins og hér er spurt um. Sót í ofninum Annað merki um ófullkominn bruna er sót sem myndast og margir kannast við. Fróðlegt er til dæmis að fylgjast með sótmynd- un í lokuðum ofni með glerglugga eins og nú er algengt. Fyrst í stað eftir að kveikt er upp er eldurinn tiltölulega kaldur og tregur og talsvert sót sest á glerið. Þegar ofninn hitnar verður eldurinn líka heitari og bruninn betri og sót- myndun hættir; sótið sem settist á glerið í byrjun brennur jafnvel líka. Jafnframt styrkist loft- streymið gegnum ofninn um leið og loftið hitnar, verður léttara í sér og stígur upp með enn meiri krafti en áður. Sýnilegur og lykt- andi reykur sem stígur upp um strompinn verður um leið minni, að minnsta kosti ef eldsneytið er sæmilegt. Margir kannast við að erfiðara er að ná upp eldi í eldstæði ef logn er úti. Það stafar af því að þá er loftstreymið miklu minna og þar með súrefnisstreymið. Þetta lag- ast hins vegar yfirleitt þegar hit- unin á loftrásinni fyrir ofan eld- inn segir til sín og örvar loft- streymið eins og áður var lýst. Einnig hefur vindur við skor- steinsopið þau áhrif að þrýstingur verður þar minni en í eldstæðinu og það verkar einnig til að efla gasstreymið upp á við. Raki í eldsneytinu veldur ófull- komnum bruna Eldiviður eða annað eldsneyti sem við notum er misjafnt að gæðum. Stundum er í því raki og þá fer hluti af varmaorkunni frá brunanum í það að sjóða vatnið sem rýkur burt sem vatnsgufa. Hún er að vísu yfirleitt sjálf ósýnileg en þetta veldur því að eldurinn hitnar ekki eins og ella og stuðlar þannig að ófullkomnum bruna. Einnig geta verið í elds- neytinu önnur óæskileg efni sem mynda sýnilegan og ef til vill súr- an reyk, jafnvel þótt bruninn sé í sjálfu sér fullkominn. En reykurinn af eldinum getur sem sagt í fyrsta lagi komið af því að eldurinn sé ekki nógu heitur, í öðru lagi af því að eldsneytið sé ekki nógu gott og í þriðja lagi af því að loftstreymi að eldinum sé ekki nægilegt. AF HVERJU ER HÆGT AÐ SLÖKKVA ELD MEÐ VATNI ÚR ÞVÍ AÐ SÚREFNI ER Í VATNI OG ELDUR NÆRIST Á SÚREFNI? SVAR: Það er vissulega rétt að eldur nærist á súrefni en hins vegar vitum við líka að mörg efni eru sem betur fer ekki eldfim og meðal þeirra er einmitt vatnið. Við getum sagt að í slíkum efnum sé svo mikið af súrefni að þau geti ekki tekið við meiru. Efnafræð- ingar mundu segja að þau væru fulloxuð. Mikla orku þarf til að breyta vatni í gufu Þegar vatn er notað til að slökkva eld skiptir mestu að það þarf sérlega mikla orku (varma) til að breyta vatni í gufu. Við get- um séð þetta ef við setjum til dæmis einn lítra af vatni í pott á eldavélarhellu með fullum straum; þá líður langur tími þar til allt vatnið hefur gufað upp. Þegar vatn hitnar og gufar upp vegna snertingar við afmarkaðan heitan hlut eða efni eins og eld kólnar hann mjög mikið af þess- um ástæðum. Það er þessi kæling eldsins og eldsneytisins sem skiptir mestu þegar við skvettum vatni á eld, en auk þess stuðlar vatnið að því að súrefnið fær ekki eins greiðan aðgang að eldinum. Koltvísýringur hindrar súrefnis- streymi að eldi Að vísu eru til efni sem geta brunnið í vatni með því að draga eða rífa til sín súrefnið úr vatninu en slíkt er sjaldgæft. Vatn hentar sem sagt ekki alltaf til að slökkva eld en þá getum við notað önnur efni, til dæmis koltvísýring eða einhvers konar froðu. Koltvísýr- ingurinn er fullbrunnið efni eins og vatnið. Hann verkar ekki eins kælandi en hins vegar er hann þyngri en loft og getur því lagst kringum eldinn og hindrað súr- efnisstreymið að eldinum veru- lega. Froða verkar að þessu leyti á svipaðan hátt. Þorsteinn Vilhjálmsson, próf- essor í eðlisfræði og vísindasögu og ritstjóri Vísindavefsins. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svör við fjölmörgum spurningum um eld og bruna, meðal annars: Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekk- ert súrefni þar, hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn, brennur eldur í geimnum og af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst? Hægt er að lesa svörin við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum með því að setja efnis- orð í leitarvél vefsins á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Eldur, reykur og vatn ELDUR Margar spurningar um eld, reyk og vatn hafa kviknað í kjölfar brunans við Hringrás aðfaranótt þriðjudags. 48-49 (36-37) Helgarefni 26.11.2004 21:18 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.