Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 27. nóvember 2004 ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLEIKAR Netsalan ehf. Knarravogur 4, • 104 Reykjavík • Sími 517 0220 www.netsalan.com Ótrúlegt en satt! Sérstakt tilboð á örfáum bílum Mun fjármálaráðuneytið hækka vörugjald á pallbílum ? Ford F350 Lariat Lux Crew Cap Super duty 4x4 stutt skúffa Diesel 6,0 l. V.8 325 HP 4ra dyra Verð: 3.995.000 Dodge Ram 2500 Quad Cap Laramie 4x4 Stutt skúffa Diesel 5,4 l. I 6 325 HP 4ra dyra Verð: 4.490.000 Grand Cherokee Laredo 4x4 3,7 l. V6 210HP Verð frá 3.990.000 Grand Cherokee Limited 4x4 5,7 l. Hemi V8 330 HP Verð: 5.395.000 Allir bílarnir eru 2005 árgerð. Aðeins sérpantanir. Opið virka daga frá 10-18 Opið í dag laugardag frá 13-18 Sendu SMS skeytið BTL KZF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið Sýnt í Loftkastalanum Miðasala í síma 552 3000 “Geðveik sýning, sú besta sem ég hef séð.” Auðunn Lúthersson, 11 ára. Sun 28. nóv. kl. 16 Allra síðasta sýning  Dýrfinna Torfadóttir skartgripa- hönnuður, Sigríður Örvarsdóttir textílhönnuður og Fríða Rúnars- dóttir töskuhönnuður opna sam- sýningu á textíl og skartgripum í sýningarsal Ófeigs gullsmiðju að Skólavörðustíg 5. ■ ■ SKEMMTANIR  Hljómsveitin Sex Volt ætlar að halda uppi fjörinu á Classic Rock, Ár- múla 5.  Árshátíð Akurnesinga 2004 verður haldin í annað sinn í Breiðinni, Akranesi. Guðrún Gunnarsdóttir syngur ásamt Valgeiri Skagfjörð, Eyjólfur Kristjánsson mætir með gítarinn og tvær Skagahljómsveit- ir, Herradeild P.Ó. og Tíbrá leika fyrir dansi ásamt gestasöngvurum á borð við Steina úr Dúmbó.  Skátinn síkáti, Sváfnir Sigurðsson, spilar á Café Catalinu í Kópavogi.  Hljómsveitin Hafrót á Ránni í Kefla- vík.  Hljómsveitirnar Spilafíklarnir og Tveir snafsar skemmta á Celtic Cross.  Dj Heiðar Austmann á Café Victor.  Hljómsveitin Dans á rósum frá Vest- mannaeyjum heldur uppi dúnd- urfjöri í Vélsmiðjunni á Akureyri. ■ ■ FYRIRLESTRAR  14.00 Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, fjallar um sið- ferði og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í Dagsbrúnarfyrirlestri sínum í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121. ■ ■ FUNDIR  10.00 Ólafur Páll Jónsson heim- spekingur hefur framsögu um lýð- ræði á fundi Reykjavíkurakademí- unnar um Virkjun lands og þjóð- ar, sem haldinn er í húsakynnum Reykjavíkurakademíunnar við Hringbraut.  16.00 „Nýtt leikhús? Eða sama gamla?“ er yfirskrift fyrstu Leikhús- málanna, sem endurvakin verða í Borgarleikhúsinu. Kristín Ey- steinsdóttir, María Ellingsen, Ólafur Egill Egilsson og Jón Atli Jónasson fara yfir stöðuna í leik- húslífi landsins. ■ ■ SAMKOMUR  16.00 Hin árlega bókmenntavaka „Opin bók" verður í Edinborgar- húsinu á Akureyri. Óskar Árni Óskarsson, Þórarinn Eldjárn, Sindri Freysson, Eiríkur Norð- dahl og Jóhanna Kristjónsdóttir lesa úr nýútkomnum bókum sín- um. ■ ■ SÝNINGAR  16.00 Hlynur Hallsson verður með leiðsögn um þriðja hluta sýning- arinnar Aldrei - Nie - Never í Gallerí +, Brekkugötu 35 á Akur- eyri. Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni á Akureyri eru Oliver van den Berg, Þóroddur Bjarna- son, Ragnar Kjartansson, Gunn- ar Kristinsson, Tumi Magnússon og Magnús Sigurðarson. ■ ■ BÆKUR  15.00 Halldór Guðmundsson fjall- ar um ævisögu Halldórs Laxness og svarar spurningum í bókaversl- uninni Iðu við Lækjargötu. Þriðju og síðustu jólatónleikarnir til styrktar krabbameinssjúkum börnum verða haldnir í Hall- grímskirkju í dag. Þar koma fram þau Kristján Jóhannsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Birgitta Haukdal ásamt 40 manna barnakór Dóm- kirkjunnar, Karlakórnum Fóst- bræðrum og Karlakór Kjalnes- inga. Tólf manna strengjasveit og þriggja manna blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sjá um hljóðfæraleik ásamt hljómsveit Kjartans Valdimarssonar. Stjórn- andi er Árni Harðarson en Þórir Baldursson hefur séð um útsetn- ingar. Allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. ■ Ein af fyrstu óperum tónlistarsög- unnar heitir Evridís og er eftir ítalska tónskáldið Giacomo Caccini. Partur úr þessari óperu verður fluttur í dag í Neskirkju á tónleikum tónlistarhópsins Rinascente, sem sérhæfir sig í flutningi sjaldgæfrar endurreisn- artónlistar. „Við erum nokkur sem höfum brennandi áhuga á þessu hér á landi og vinnum tónlistina beint upp úr endurprentunum af frum- handritunum. Þetta er heilmikil vinna, að lesa nóturnar og fá botn í textana, sem eru á miðalda- ítölsku,“ segir Steingrímur Þór- hallsson, organisti í Neskirkju, sem jafnframt tekur þátt í flutn- ingnum. Með honum syngja þau Hrólf- ur Sæmundsson barítón, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Gísli Magna- son tenór og Lára Bryndís Eggertsdóttir sópran. Á tónleikunum flytja þau einnig nokkur einsöngsverk Caccinis og einnig tvö verk eftir Jacomo Carissimi, veraldlegar kantötur. „Sennilega hefur ekkert af þessu verið flutt áður hér á landi,“ segir Steingrímur. Tónleikarnir í dag eru jafn- framt fyrstu tónleikarnir í nýrri tónlistarhátíð, sem heitir Inn í að- ventu. Á morgun verða þar kórtón- leikar þar sem fram koma fjórir kórar, þar á meðal Hljómeyki sem frumflytur verk eftir Kjartan Ólafsson við texta Matthíasar Johannessen. Á þriðjudaginn flytur tríóið SMS barrokktónlist frá Ítalíu og Þýskalandi, og loks heldur Stein- grímur afmælistónleika á orgel Neskirkju mánudaginn 6. desem- ber. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Stjörnufans og tónaflóð JÓHANN FRIÐGEIR, BIRGITTA, KRISTJÁN OG DIDDÚ Stórar stjörnur syngja til styrkt- ar krabbameinssjúkum börnum á síðustu tónleikum af þremur í Hallgrímskirkju klukkan 16 í dag. Fornir tónar lifna við FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 64-65 (52-53) Slanga 26.11.2004 20:57 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.