Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 43
Tilvistarkreppa Tilvistarkreppa Íhaldsflokksins stafar, að mati Howards, af því að Verkamanna- flokkurinn hefur undir forystu Tony Blair „stolið“ hugsjónum hans. Almenningur í Bretlandi gerir ekki lengur greinarmun á flokkunum tveimur þar sem Blair hefur sveigt Verkamannaflokkinn rækilega til hægri undir slagorðinu „New Labour“. Í þessu ljósi er athyglisvert að fylgjast með tilraunum Samfylkingarinnar til að mark- aðssetja sig sem ,,valdastjórnmálaflokk“ (og áður „nútímalegan“ stjórnmálaf- lokk). Virðist hvaða innantómi frasi sem Samfylkingin velur hverju sinni merkja að flokkurinn ætli ekki að breyta íslensk- um stjórnmálum heldur að verða eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Þannig átti Þórólfur Árnason ekki að segja af sér á dögunum að mati forystufólks Samfylk- ingarinnar vegna þess að aldrei hefði Sjálfstæðisflokkurinn krafist þess af sínu fólki í líkum aðstæðum. Eru þetta ekki valdastjórnmál eins og þau gerast best? Huginn Freyr Þorsteinsson á murinn.is Greitt fyrir vegtyllur Fyrrverandi gjaldkeri Framsóknarflokks- ins tjáði sig á dögunum um styrktarkerfi flokksins sem virðist vera á þá leið að þeir framsóknarmenn sem fá vegtyllur þurfa að greiða fyrir þær í formi styrkja til flokksins. Væntanlega hefur gjaldkerinn fyrrverandi ekki verið að tala samkvæmt forskrift enda hefur ekkert heyrst í hon- um frá því að ummælin féllu. Það kom í hlut Viðskipta- og iðnaðarráðherra að sv- ara fyrir þessa óvæntu uppljóstrun og reyndi hann að draga úr orðum gjaldker- ans og þæfa málið. Honum tókst samt ekki betur til en svo að skilja mátti af orðum ráðherrans að innan Framsóknar- flokksins væri sú óskrifaða regla við lýði að framsóknarmenn sem fá stöðuveit- ingar fyrir tilstuðlan flokksins þurfi að láta hluta af launum sínum renna til flokksins. Þetta fyrirkomulag er ólíkt hefðbundnu styrktarmannakerfi stjórn- málaflokka en alls ekki nýtt af nálinni í heimssögunni og alþekkt úr Mósebók sem hin svokallaða tíund. Davíð Guðjónsson á deiglan.com Vel útfærðar skattalækkanir Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar eru vel útfærðar og ígrundaðar tillögur sem munu koma öllum almenningi til góða. Niðurfelling eignaskatts er þar mikilvæg- ur hluti en breytingarnar eru miklu víð- tækari. Tekjuskattslækkun um 4%, hækkun skattleysismarka um 20%, hækkun persónuafsláttar, veruleg hækk- un barnabóta ásamt minnkandi tekju- skerðingu, minni greiðslubyrði námslána og veruleg vaxtalækkun í landinu eru ár- angur skynsamlegrar efnhagsstefnu rík- isstjórnarinnar. Þetta er árangur sem ríkisstjórnarflokkarnir sáu fyrir, enda eru skattalækkanirnar allar í samræmi við fyrirheit sem þeir gáfu fyrir kosningarnar 2003. Sigurður Eyþórsson á timinn.is LAUGARDAGUR 27. nóvember 2004 AF NETINU Úrvals nautaleður! Sófasett 3+2+1 kr. 336.690,- • Sófasett 3+1+1 kr. 385.290,- Sófasett 3+2+1 kr. 379.980,- • Sófasett 3+1+1 kr. 349.980,- Hornsófi 6 sæta kr. 359.980,- 3ja sæta sófi kr. 164.900,- • 21/2 sæta sófi kr. 148.900,- 2ja sæta sófi kr. 129.980,- • Stóll kr. 89.990,- Opið mánudaga til föstudaga kl. 09.00 - 18.00 laugardaga 11.00 - 16.00 30-43 (30-31) Umræðan 26.11.2004 15:40 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.