Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 46
Rósa Aðalheiður Georgsdóttir hefur fyrir liðveislu Landsbanka Íslands stofnað Kærleikssjóð Sogns í minningu dóttur sinnar, Kristínar Kjartansdóttur. Til- gangur sjóðsins er að styrkja starfsemi réttargeðdeildarinnar á Sogni til hagsbóta fyrir sjúklinga, s.s. með jólagjöfum og tækja- kaupum. Heildarstofnfé sjóðsins er 850 þúsund krónur, þar af 50 þúsund króna framlag Rósar Að- alheiðar Georgsdóttur og 800 þús- und króna framlag frá Lands- bankanum. Kristín Kjartansdóttir, dóttir Rósu Aðalheiðar, lést með svipleg- um hætti árið 1947 aðeins tveggja ára gömul. Atburðurinn átti sér stað í braggahverfi við Háteigs- veg. Geðsjúkur maður réðst inn í hús þar sem Rósa var heima ásamt dætrum sínum tveim, átta ára og tveggja ára. Sú yngri, Kristín dó en Rósa og eldri dóttir hennar lifðu af. Í réttarhaldinu yfir manninum sem fram fór í kjölfarið var gjörningsmaðurinn talinn á mörkum þess að vera geð- sjúkur og dæmdur til öryggis- gæslu um ótiltekinn tíma. Rætt var við Rósu Aðalheiði um dóttur- missinn í sjónvarpsþættinum Sjálfstætt fólk í umsjón Jóns Ár- sæls Þórðarsonar. Sá sjónvarps- þáttur vakti til umræðu stöðu þessa málaflokks hér á landi. Sjóðnum er ætlað að afla tekna sjálfur m.a. með frjálsum fram- lögum og er almenningur hvattur til að leggja honum lið. Banka- reikningur sjóðsins er 0101 18 930084. Stofnfé sjóðsins má ekki skerða. Landsbankinn hefur ákveðið að leggja til sjóðsins 100 þúsund króna viðbótarframlag sem stjórn sjóðsins hefur þegar til ráðstöfunar fyrir jólin sem framundan eru. Stjórn sjóðsins skipa Rósa Aðalheiður Georgsdóttir, Hreinn Hákonarson fangelsisprestur og Magnús Skúlason, yfirlæknir á Sogni. ■ Slökkviliðið er mikið í fréttun- um þessa dagana. Það stóð í ströngu í brunanum í Hringrás, sem örugglega á eftir að komast í annála. Það hverfur eiginlega í skuggann af þessum mikla elds- voða, eða kannski í reykinn af honum að slökkviliðstjórinn er að breyta um starfsvettvang, eftir tuttugu og fjögur ár í slökkviliðinu og 11 ára farsælan feril sem slökkviliðsstjóri. Tímamótin náðu tali af honum þar sem hann var önnum kafinn við að búa sig undir nýja starf- ið. Við spurðum hann fyrst hvort þetta nýja starf, sviðs- stjóri framkvæmda, væri á hans sviði? „Já, ég lærði á sínum tíma byggingatæknifræði en hef líka að baki nám í brunaverkfræði. En ég hef alltaf kallað mig tæknifræðing.“ Lærðirðu þá iðngrein fyrst, áður en þú fórst í tæknifræði? „Já, ég var staðráðinn í því frá unga aldri að fara í tækni- fræði. Þess vegna fór ég að læra húsasmíði að loknu lands- prófi en fór ekki í menntaskóla, eins og flestir félagarnir. Tók reyndar iðnskólann utanskóla og lauk sveinsprófi átján ára. Ég lærði hjá Sigurgísla Árna- syni, miklum ágætismanni. Hann veiktist reyndar meðan ég var að læra og ég var á end- anum elsti starfsmaðurinn hjá fyrirtækinu. Ég byrjaði alltaf snemma á öllu. Við vorum líka komin með barn um sama leyti. Eftir að ég lauk námi í bygg- ingatæknifræði kenndi ég í Tækniskólanum og vann á verk- fræðistofu Braga og Eyvindar en réðst svo til Slökkviliðs Reykjavíkur. „ Það er býsna algengur bak- grunnur slökkviliðsmanna að hafa lært iðngrein. „Já en fyrst og fremst þurfa menn að hafa reynslu í verkleg- um efnum, að kunna skil á hand- verki er gott.“ Ertu enn að fást við smíðar? „Já, ég get ekki neitað því. Það er gott að kunna skil á því að vinna með höndunum. Maður tap- ar ekki á því að kunna að brýna sporjárn. Trésmíðin kemur sér líka vel fyrir mig núna. Við hjón- in erum nýbúin að kaupa gamalt hús, Bjarkargötu 2, sem í upphafi var í eigu Tómasar í Ölgerðinni. Þar þarf vissulega að taka til hendinni og ég hlakka til þess að gera það. Það er fátt sem gefur meira en eiga við handverk. Það er líka hvíld frá störfum við þetta nýja framkvæmdasvið Reykja- víkurborgar. Ég hlakka líka til að takast á við þennan nýja vettvang þótt margs góðs sé að minnast frá árum mínum í slökkviliðinu.“ ■ 34 27. nóvember 2004 LAUGARDAGUR BRUCE LEE, SEM REYNDAR HÉT LEE HSIAO LUNG, fæddist þennan dag. Hann var meistari í sjálfsvarnaríþróttum. Frægasta mynd hans er „Enter the Dragon“. Ég byrjaði snemma á öllu HRÓLFUR JÓNSSON VERÐUR SVIÐSSTJÓRI FRAMKVÆMDA HJÁ REYKJAVÍKURBORG “Bíðið þið bara. Ég á eftir að verða skærasta stjarna allra Kínverja í veröldinni.“ Reyndist sannspár. En birtist eiginlega eins og halastjarna – og hvarf. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúru- fræðistofnunar Íslands, er 54 ára í dag. Edda Heiðrún Backman, leikkona og leikstjóri, er 47 ára í dag. Ingileif Jónsdóttir ónæmisfræðingur er 52 ára í dag ANDLÁT Hinrik Albertsson, Framnesvegi 20, Keflavík er látinn. Ágústa Gústafsdóttir frá Djúpavogi, síðast til heimilis á Vogatungu 59, Kópa- vogi, lést 19. nóvember. Jarðarförin fór fram í kyrrþey. Borghild Katrine Joensen, Vogatungu 91, Kópavogi, lést laugardaginn 20. nóv- ember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sólborg Júlíusdóttir, áður á Hörpugötu 4, Reykjavík, lést fimmtudaginn 25. nóv- ember. Guðrún L. Vilmundardóttir, Dunhaga 11, Reykjavík, lést miðvikudaginn 24. nóvember. Sigurður Magnússon, Austurvegi 34, Seyðisfirði, áður Kirkjuvegi 57, Vest- mannaeyjum, lést miðvikudaginn 24. nóvember. JARÐARFARIR 13.30 Ármann Eydal Albertsson, fyrrv. vélstjóri, Vegamótum, Garði, verð- ur jarðsunginn frá Útskálakirkju. 14.00 Jón K. Friðriksson, hrossarækt- andi, Vatnsleysu, Skagafirði, verð- ur jarðsunginn frá Hóladómkirkju. HRÓLFUR JÓNSSON: Eftir tuttugu og fjögur ár í slökkviliðinu er tímabært að breyta til. Gítarsnillingurinn Jimi Hendrix fædd- ist þennan dag í Seattle í Was- hington. Hann hóf snemma að spila á gítar og stældi gamla blúsara á borð við Muddy Waters og leitaði líka í upphafsmenn rokksins. Jimi Hendrix gekk í bandaríska herinn 1959 en hætti í hernum 1961. Hann lék undir hjá frægum tónlistarmönnum, Little Richard, B.B. King, ofl.. Jimi fór til New York 1964 og spilaði á kaffihús- um. Bassaleikari The Animals, Bryan Chandler, heyrði Hendrix spila og fékk hann til þess að koma til London 1966. Þar stofnuðu þeir sveitina „The Jimi Hendrix Experi- ence“ með Noel Redding og Mitch Mitchell. Lagið „Hey Joe“ komst í einu vetfangi á topp vin- sældalistans og Jimi Hendrix sló eftirminnilega í gegn á Monterey-hátíðinni 1967 og vakti ekki síður athygli fyrir öfga- kennda sviðsframkomu. Hann var örvhentur og sagður brjóta allar regl- ur um gítarleik . Plöturnar „Are You Experienced“, „Axis Bold as Love“ og „Electric Ladyland“ hlutu gríðargóðar viðtökur og lögin „Purple Haze“, „The Wind Cries Mary“ og „Foxy Lady“ komust á vinsældalista. Hendrix lék hina frægu útgáfu sína af bandaríska þjóðsöngnum, á frægustu rokkhátíð allra tíma, í Woodstock. Jimi Hendrix stofnaði nýja sveit, „The Band of Gypsies“ og gaf út samnefnda stóra plötu 1969. Þessi mesti gítar- snillingur rokkblúsins dó af völdum of stórs skammts af heróíni í september 1970. Hann var 28 ára gamall þegar hann dó. 27. NÓVEMBER 1942 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1804 Trampe greifi tekur við sem amtmaður Vesturamtsins og sest að í tukthúsinu. 1896 Grímur Thomsen deyr á Bessastöðum. Um hann verður seint sagt að hann hafi verið ástsæll en ljóðin hans lifa og sum eru sung- in. 1927 Ferðafélag Íslands stofnað. 1942 Frakkar sökkva öllum flota sínum í Toulon svo hann falli ekki í hendur Þjóðverj- um. 1956 Vilhjálmur Einarsson stekk- ur 16,25 metra í þrístökki á Olympíuleikunum í Melbo- urne og fær silfurverðlaun- in. 1968 Rokkhljómsveitin Steppen- wolf fær gullplötu fyrir 500.000 eintök seld af plötunni „Born to be wild“. 1981 Halldóra Bjarnadóttir deyr 108 ára og 44 daga gömul. Jimi Hendrix, gítarsnillingur Skírnardagur Tvíburarnir að Unnarbraut 22b Seltjarnarnesi verða skírðir í dag kl. 14.00. Athöfninn fer fram í Dómkirkjunni. Prestur verður: Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Sæmundur Freyr Árnason og Ingunn Björk Jónsdóttir 27. nóv. 2004 Þökkum auðsýnda samúð við útför, Bjarna Ólafssonar Alda Magnúsdóttir, börn og barnabörn. RÓSA AÐALHEIÐUR GEORGSDÓTTIR: MINNIST HÖRMULEGS ATBURÐAR Stofnar Kærleikssjóð Sogns BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON LANDSBANKAMAÐUR KYSSIR RÓSU AÐAL- HEIÐI GEORGSDÓTTUR. JÓN ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON OG HREINN HÁKONARSON FYLGJAST MEÐ. 46-47 (36-37) Tímamót 26.11.2004 15.52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.