Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LAUGARDAGUR FRAM MÆTIR HK Tveir leikir verða í norður riðli Íslandsmóts karla í hand- bolta. KA sækir HK heim klukkan 13.30 og Þór tekur á móti Fram klukkan 16.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 27. nóvember 2004 – 325. tölublað – 4. árgangur ● nýjar dúkkur Dúkkað upp Fræga fólkið: ▲ SÍÐUR 42 & 43 VAR Í ÓVISSU Í TVO TÍMA Níu ára stúlka sem var rænt á miðvikudag var í óvissu um líðan móður sinnar í um tvo klukkutíma. Stúlkan var yfirheyrð í barna- húsi í gær. Sjá síðu 2 ÞRÝST Á RÁÐHERRA Borgaryfirvöld í Reykjavík og bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi vilja að reisa hjúkrunarheimili við Granda- veg. Þrýst hefur verið á heilbrigðisráðherra að hefja viðræður. Sjá síðu 2 RÁÐNINGAR GAGNRÝNDAR Sjálf- stæðismenn telja að gengið hafi verið framhjá reyndum stjórnendum þegar ráðið var í stjórnunarstöður hjá Reykjavíkurbrögð. Þeir telja málatilbúnaðinn sérkennilegan. Sjá síðu 4 VORU ÚTÚRDÓPAÐIR Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjaness í gær hvort þeir Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson hafi skipulagt fyrir fram og ætlað til sölu það magn kókaíns sem þeir voru teknir með. Sjá síðu 18 Róbert Gunnarsson: Íþróttanörd af lífi og sál SÍÐA 36 ▲ Í máli og myndum: Eldur í Reykjavík SÍÐUR 40 & 41 ▲ Kvikmyndir 62 Tónlist 58 Leikhús 58 Myndlist 58 Íþróttir 46 Sjónvarp 64 Njáll Gunnlaugsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Heillaðist ungur af mótorhjólum ● bílar SENDIRÁÐ Árni Þór Sigurðsson, for- seti borgarstjórnar, segir það koma til greina að borgaryfirvöld komi að því að bandaríska sendi- ráðið verði flutt annað. „Ég tek undir það að staðsetn- ing þess er ekki góð, meðal annars af öryggisástæðum, og borgar- yfirvöld gætu komið að því í sam- vinnu við utanríkisráðuneytið að það yrði flutt,“ segir hann. Bandaríska sendiráðið við Laufásveg hefur með leyfi borg- aryfirvalda komið fyrir steyptum stöplum á bílastæðum fyrir fram- an húsið svo ekki sé hægt að legg- ja bílum þar. Þetta er gert í örygg- isskyni. Íbúar í nágrenni við sendiráðið eru æfir yfir þeirri röskun sem þessar og aðrar ráðstafanir hafa haft í för með sér. Erlingur Gísla- son, sem býr gegnt sendiráðinu, segir að ef borgaryfirvöld telji slíka hættu vera á ferð að það réttlæti auknar varnir við sendi- ráðið væri nær að gera öryggis- ráðstafanir gagnvart öðrum íbú- um í götunni, sem séu berskjald- aðir. Fyrir hálfum öðrum mánuði funduðu íbúar við Laufásveg með fulltrúum Gatnamálastofu og fóru meðal annars fram á það að sendi- ráðið yrði hreinlega flutt úr göt- unni. Árni Þór, sem er formaður samgöngunefndar, segir að nefnd- in hafi samþykkt ósk sendiráðsins þrátt fyrir mótmæli íbúanna þar sem engin „haldbær rök“ hafi komið fram af þeirra hálfu í þessu einstaka máli. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins, segir að starfsmenn þess kappkosti við að eiga góð samskipti við nágranna sína. Hún viðurkennir þó að sam- búðin hafi ekki alltaf verið á besta máta. Pía segir að starfsmenn sendiráðsins hafi í sjálfu sér ekk- ert á móti því að sendiráðið verði flutt annað, en frumkvæðið þurfi að koma frá bandarískum stjórn- völdum í Washington. - bs Vilja flytja banda- ríska sendiráðið Forseti borgarstjórnar vill ræða við utanríkisráðuneytið um að flytja bandaríska sendiráðið. Frumkvæði þarf frá Washington, segir tals- maður sendiráðsins. Nágrannar sendiráðsins eru æfir.ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR LJÓMANDI gott veður í dag með hægum vindi og þurrviðri. Fremur svalt en yfirleitt yfir frost- marki Sjá nánar á bls. 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 SVEITARSTJÓRNARMÁL Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær var rætt um bága fjárhags- stöðu sveitarfélaga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bandsins, segir nauðsynlegt að tekjustofnar sveitarfélaganna verði styrktir til að þau geti á eðli- legan hátt sinnt lögbundnum verkefnum sínum. Meirihluti þeirra eigi við verulega fjárhags- erfiðleika að stríða og sé hluti skýringarinnar byggðavandi; íbú- um hafi fækkað verulega, en sveitarfélögin geti ekki að sama skapi dregið þjónustu sína saman. Lögboðnum verkefnum hafi ein- nig fjölgað án þess að tekjustofn- ar hafi fylgt. Árni Magnússon sagði á þing- inu að ákveðið hefði verið að auka framlög til Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga um 400 milljónir á þessu ári, og verði hluta þess varið til að aðstoða þau sveitarfélög sem verst eru stödd. Þrjú sveitarfélög eiga meiri skuldir en eignir; Ólafsfjarðarbær, Snæfellsbær og Vestmanneyjar. Í október fengu 23 sveitarfélög bréf frá eftirlits- nefnd með fjármálum sveitarfé- laga. Vilhjálmur segir það ekki vísbendingu um slaka fjármála- stjórnun. Þetta geti bara verið tímabundinn vandi. Sjá síðu 22 - ss Fjármál sveitarfélaga: Verulegir fjárhagserfiðleikar www.postur.is 8.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til landa utan Evrópu! Olíufélögin: Hafa kært niðurstöðuna VERÐSAMRÁÐ Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís kærðu öll niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála. Frestur til þess rann út á miðnætti í gær. Samkvæmt samkeppnislögum hefur nefndin sex vikur til að komast að niðurstöðu í málinu. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu undir lok október að olíufélögin ættu að greiða 2,6 milljarða króna í sektir vegna langvarandi og skipulagðs sam- ráðs um verðlagningu, gerð til- boða og skiptingu markaða. - ghg Bókakynning fylgir blaðinu í dag Skálholtsútgáfan STÖPLARNIR VIÐ SENDIRÁÐIÐ Steyptir stöplar voru settir fyrir utan bandaríska sendiráðið í gær. Eru þeir liður í öryggisráðstöfunum sendiráðsins. Nágrannarnir hafa fengið sig fullsaddaaf röskunum í götunni. Írösk stjórnmál: Íhuga frest- un kosninga ÍRAK, AFP Íraska kosningastjórnin tekur afstöðu til þess í dag hvort fresta eigi kosningum í landinu. Til stendur að halda kosningar fyrir 30. janúar næstkomandi en tíu stjórnmálaflokkar hvöttu í gær til þess að kosningunum yrði frestað um hálft ár. Meðal þeirra flokka sem mæltu með frestun kosninga var flokkur Iyad Allawi forsætisráð- herra. „Órói og hryðjuverkaárás- ir auk ófullnægjandi undirbún- ings í stjórnsýslu, framkvæmd og stjórnmálalífinu gera það nauðsynlegt að íhuga frestun kosninganna,“ sagði í yfirlýsingu flokkanna tíu. Nokkrir helstu flokkar landsins stóðu að yfirlýs- ingunni, þeirra á meðal flokkar Kúrda og súnnímúslima. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti til þess að kosið yrði á réttum tíma. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 01 Forsíða 26.11.2004 22:22 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.