Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 30
Samfylkingin og skattar Málflutningur Samfylkingarinnar í skatta- málum er alveg með eindæmum – nú sem fyrr. Margir minnast enn hvernig skattapakki þeirra þróaðist í kosninga- baráttunni eftir því hvernig vindar blésu. Enginn, og síst Sf-fólk sjálft, virtist geta áttað sig á hvert þau vildu stefna í skatta- málum. Þetta varð einhvers konar Barba-stefna – teygjanleg og sveigjanleg í allar áttir. Sama er uppi núna í umræð- um á Alþingi. Mesta púður þeirra fer í að fjargviðrast yfir því hvað ætti ekki að gera, veitast að persónum og umfram allt að vísa í barba-blöðruna sem enginn skilur. Hjálmar Árnason á althingi.is/hjalmara Ljótur leikur Nú hefur það náðst á myndband að bandarískur hermaður skýtur til bana særðan Íraka sem leitað hefur skjóls í mosku. Einnig hafa borist af því fréttir að ísraelskur hermaður hafi skotið til bana 13 ára gamla, palestínska stelpu, ekki bara með einu skoti – nei, eftir að hann hafði hæft hana og hún lá í blóði sínu tæmdi hann úr vélbyssunni á hana svo að hún dræpist örugglega og fékk hún a.m.k. 17 skotsár. Hermanninum var full- ljóst að af stelpunni stafaði engin ógn og raunar var hún lögð á flótta frá her- mönnunum þegar hún var skotin. Hins vegar taldi hann það engu máli skipta; hún fór inn á bannsvæði og hann hefði skotið hana þó svo að hún hefði verið þriggja ára, eins og hann sagði sjálfur. Þórður Sveinson á mir.is Tilraunir á fólki Nú hefur komið í ljós að frá 1970 hafa n-kóreskir vísindamenn gert „tilraunir“ með eiturgas á fólki. Þessar „tilraunir“ á pólitískum föngum voru og eru gerðar fyrir tilstuðlan ríkisins sem er undir stjórn kommúnistaflokksins þar í landi. Það þarf engum að koma á óvart að slíkar „tilraunir“ fari fram í kommúnistaríki á borð við Norður-Kóreu. Hvergi í heimin- um er jafn kyrfilega hert að frelsi fólks hvort sem það er í einkalífi eða efnahag. Efnahagskerfinu er algerlega miðstýrt af ríkisvaldinu, menn gera ekkert án þess að fá skipanir eða leyfi frá ríkinu. Sævar Guðmundsson á uf.is Kastljósið hefur undanfarið beinst að fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, í kjölfar boðaðra skattalækkana ríkisstjórnarinnar og afgreiðslu fjárlagafrumvarps- ins. Á sama tímast berast fréttir um að Íslendingar búi við mestan hagvöxt Norðurlanda. Verkefni Geirs og ráðuneytis hans verður að viðhalda stöðugleikanum og skipuleggja skattalækkanir án þess að verðbólga fari úr böndum. Hann hefur þó einnig sætt gagnrýni fyrir að vera of bjart- sýnn í frumvörpum sín- un og að niðurstaða fjár- laga sé oft í miklu ósam- ræmi við áætlanir. Geir hefur hins vegar lagt mikla áherslu á að huga til framtíðar og í tíð hans sem fjármálaráð- herra hefur íslenska lífeyrissjóðakerfið tekið stakkaskiptum og stendur nú svo vel í alþjóðlegum sam- anburði að eftir er tekið. Geir þykir hafa staðið sig vel í erfiðu embætti og lítill styrr hefur staðið um hann. Hann hef- ur ríka ábyrgðar- tilfinningu og mætir venjulega til vinnu fyrir klukkan átta á morgnana. Sam- starfsmaður hans í fjármálaráðuneyt- inu segir að enginn geti rekið Geir á gat í málaflokk- um ráðuneytis- ins. „Ef einhver mál koma upp á fundum á Geir til að s e g j a : „Svöruðum þessu erindi ekki í bréfi 17. mars í fyrra?“ – Og ekki bregst að þar man Geir rétt,“ segir þessi starfs- maður. Þessi hæfileiki til að muna ótrúlegustu hluti gerði það til dæmis að verkum að þegar Hannes Hólmsteinn Gissur- arson og Jón Steinar Gunnlaugs- son voru reknir á gat í spurninga- þættinum Viltu vinna milljón? á Stöð 2 kusu þeir að hringja í vin sinn Geir til að leita rétts svars, og sögðu hann kunna á öllu skil. Að sögn kunnugra býr Geir yfir mikilli greind og hefur mikla yfirsýn. Þessir hæfileikar gera að menn líta upp til Geirs. Hvorki andstæðingar hans né samherjar í pólitík láta sér detta í hug að treysta á að Geir sé ekki vel inni í málum. Ef Geir heldur fram stað- reyndum í þinginu dettur engum í hug að reyna að leiðrétta hann. Það gera allir ráð fyrir að hann sé með allt sitt á hreinu. Nákvæmni hans kann hins vegar stundum að þykja leiðinleg og bera vott um húmorsleysi. Geir er þó alls ekki húmorslaus, en húmorinn nýtur sín ekki alltaf í fjölmiðlum. Fjár- málaráðherrann er reyndar lítt gefinn fyrir að koma fram í fjöl- miðlum, þótt hann verði að mæta þar starfs síns vegna. Þar stendur hann sig venjulega vel án þess að þó að frammistaðan veki sérlega mikla athygli. Í góðra vina hópi mætir annar maður, söngmaður og glaðlyndur húmoristi, sem þjóðin sér of lítið af. Fjármálaráð- herrann er almennt vel liðinn enda maður sem auðvelt er að láta sér lynda við og er hann laus við hroka. Geir er ekki skaplaus en svo agaður að hann missir sjaldan stjórn á skapi sínu opinberlega. Fyrr í vetur varð hann fokvondur í þinginu vegna fyrirspurna frá þingmanni Samfylkingarinnar. Líklega hefur honum þótt mál- flutningurinn heimskulegur en hann hefur takmarkaða þolin- mæði fyrir slíku. Hann er þrjóskur og stendur fast á sínu. Í starfi einbeitir hann sér að sínum málaflokki og reynir lítt að hafa áhrif á önnur mál í ríkis- stjórn en þau sem snerta beinlínis hans ráðuneyti. Margir telja að Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, líti til Geirs sem arftaka síns. Í nánasta vina- hópi Davíðs eru þó menn sem telja Geir ekki sérlega fýsilegan kost og segja hann ekki ætíð hafa komið foringjanum til varnar á ö g u r s t u n d - um, eins og til dæmis í hinu umdeilda fjöl- miðlamáli. Geir er fæddur árið 1951. Hann lauk BA-prófi í hag- fræði frá B r a n d e i s University í Bandaríkj- unum árið 1971, MA- prófi í al- þjóðastjórn- málum frá John Hopkins U n i v e r s i t y 1975 og MA- prófi í hagfræði frá University of Minnesota 1977. Áður en hann gerð- ist þingmaður árið 1987 starfaði hann meðal annars sem blaðamaður á Morgunblaðinu, var hagfræðingur Seðlabankans og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Alberts Guð- mundssonar. Leynivopn Geirs er eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir. „Hún er öflug manneskja og afar vanmetinn stjórnmálamaður,“ segir kunningi þeirra hjóna. „Hún er klók og greind og það er gríðarlegur styrkur fyrir hann að eiga hana að.“ Kunnugir segja að Geir treysti um of á heiðarleika manna en Inga Jóna sé þar meir á verði. ■ 27. nóvember 2004 LAUGARDAGUR30 AF NETINU Nágranni minn hér í suðurhluta Minneapolis-borgar er mikill friðar- sinni og eins og margir hér um slóð- ir tjáir hann skoðanir sínar á garð- skiltum. Stærsta skiltið í garði hans birtir tölu fallinna bandarískra her- manna í Írak. Nágranninn þarf að uppfæra þessa tölu nokkrum sinn- um í viku og nú er talan komin yfir 1200. Annað skilti öllu minna sýnir tölu óbreytta borgara sem hafa týnt lífi í Írak. Á því skilti er talan 100.000 en hún hefur ekkert breyst í tvo mánuði. Staðreyndin er sú að enginn er að telja þá innfæddu sem deyja á götunum í Írak. Sumir telja mannfallið nema nokkrum tugum þúsunda, en þeir svartsýnustu óttast að allt að 300.000 hafi týnt lífi. Hér vestra er fyrirferðamikil umræðan um hver sé vænlegasta útgöngu- leiðin fyrir Bandaríkin úr þeirri hel- för sem Íraksstríðið hefur reynst þeim. Leiftursóknin inn í Fallujah og áherslan á kosningar í janúar verða að skoðast í þessu samhengi. Þær endurspegla þann ásetning Banda- ríkjastjórnar að losna undan ábyrgð á ógnaröldinni í Írak eins fljótt og kostur er. Þessi umræða um út- gönguleið fyrir Bandaríkin er hins vegar bæði ótímabær og siðferði- lega óverjandi. Bandaríkjastjórn tók ákvörðun um að fara í stríð og það er lágmarksskylda innrásarliðsins að búa svo um hnúta að íraska þjóðin geti lifað við sæmilegt öryggi og njóti aðstoðar við að koma undir sig fótunum á ný. Hér í Bandaríkjunum er sterk til- hneiging til að styðja forsetann þeg- ar þjóðin á í stríði. Heimsbyggðin ber hins vegar sameiginlega ábyrgð á því að meta lögmæti styrjalda. Það má færa fyrir því rök að ákvörðun um að fara í stríð sé ætíð merki um pólitíska uppgjöf valdhafa. Sagan geymir hins vegar mörg dæmi um illvirkja á valdastóli eins og Slobod- an Milosevic sem skildu ekkert ann- að en lögmál frumskógarins. Það er ein af helstu þversögnum samtím- ans að meðan alþjóðasamstarf eflist á flestum sviðum er öryggiskerfi heimsins ennþá stjórnað af einu ríki, Bandaríkjunum, sem fer sínu fram hvar og hvenær sem því sýnist. En hvað ber að gera þegar alheims- löggan fer ekki að lögum? Þar hefur alþjóðasamfélagið engin meðul sem duga. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðirnar vinnur nú að skýrslu sem m.a. á að svara spurningunni um lögmæti einhliða hernaðaraðgerða. Nefndin ku styðja slíkar aðgerðir ef um sjálfsvörn er að ræða en þá ein- ungis ef Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heimilar aðgerðirnar. Bandaríkjastjórn mun ekki fagna því áliti. Á sama tíma fer andstaða við Sameinuðu þjóðirnar enn vax- andi meðal íhaldsmanna í Bandaríkj- unum og nú er hafin auglýsingaher- ferð og undirskriftasöfnun meðal samtakanna Move America For- ward, sem skora á forsetann og leið- toga á Bandaríkjaþingi að beita sér fyrir því að Bandaríkin reki Samein- uðu þjóðirnar með höfuðstöðvar sínar frá Bandaríkjunum og endur- skoði öll fjárframlög til samtakanna. Framundan kann að vera kalt stríð milli Bandaríkjastjórnar og Samein- uðu þjóðanna, á sama tíma og heims byggðin þarf á víðtækri samstöðu að halda við að hleypa krafti í endur- reisnarstarfið í Írak. ■ Kalt stríð framundan við Sameinuðu þjóðirnar? Ameríkubréf SKÚLI HELGASON Minnugur og ábyrgðarfullur MAÐUR VIKUNNAR GEIR H. HAARDE FJÁRMÁLARÁÐHERRA TE IK N . H EL G I S IG U RÐ SS O N - H U G VE RK A. IS 30-43 (30-31) Umræðan 26.11.2004 15:16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.