Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 31
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 290 stk. Keypt & selt 58 stk. Þjónusta 34 stk. Heilsa 13 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 38 stk. Tómstundir & ferðir 12 stk. Húsnæði 54 stk. Atvinna 21 stk. Tilkynningar 8 stk. Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 27. nóv., 332. dagur ársins 2004. Reykjavík 10.35 13.15 15.56 Akureyri 10.40 13.00 15.19 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Jón Baldur Bogason hefur verið með trabantdellu síðan hann var 15 ára. Hann flutti draumabílinn inn frá Berlín og gerði hann upp að eigin smekk. „Ég hef alltaf verið með bíladellu en Trabantáhuginn vaknaði þegar ég var 15 ára. Ég get ekki alveg útskýrt hvers vegna,“ segir Jón Baldur Bogason, sem vekur at- hygli hvert sem hann fer á Trabantinum sínum sem er vægast sagt óvenjulegur og skrautlegur í meira, alsettur eldtungum. „Ég fékk svo þessa flugu í hausinn að flytja inn Trabant og flutti þennan inn frá Berlín. Þá var hann einlitur blár.“ Jón Baldur segist hafa fengið aðstoð við að gera upp bílinn sem er árgerð 1987. „Ég þóttist vera að hjálpa til en var nú aðallega bara fyrir,“ segir hann hlæjandi. „En við tókum hann líka í gegn að innan, það var til dæmis hvítt léreft í hurðarspjöldunum en við afi saumuðum inn í hann gamlar galla- buxur. Það kemur rosalega vel út. Svo eru náttúrlega flottar græjur í honum, þetta er einn með öllu.“ Trabantinn er fyrsti bíllinn sem Jón Baldur eignast og hann segir hann hafa reynst hreint frábærlega. „Hann fer alltaf í gang og ég hef alltaf komist allt sem ég þarf á honum, líka í snjóhvellinum um daginn.“ Nú er Jón Baldur í almennri deild í Iðn- skólanum. „Ég vonast til að komast inn í bílasprautun í Borgó eftir jól,“ segir Jón Baldur og þar er hann örugglega kominn á rétta hillu því hann segir bíladelluna nánast það eina sem komist að hjá honum. Jón Baldur ber líka út Fréttablaðið og hefur gert undanfarin tvö ár. „Við hjálp- umst að við þetta, ég, amma og afi, svo þetta er bara ágætt. „ Þó að stefnan hjá Jóni Baldri sé að vasast sem mest í bílum í framtíðinni segist hann örugglega ætla að eiga Trabantinn áfram. „Ég myndi aldrei tíma að losa mig við hann,“ segir Jón. „Þetta er dýrgripur.“ ■ Eldtungur í lakkinu og gallabuxur í hurðum bilar@frettabladid.is Audi A6 var útnefndur feg- ursti stóri fólksbíll heims og Lamborghini Murciélago Road- ster fegursti ofurbíll heims af alþjóðlegri dómnefnd sem í sitja hönnuðir, bíla- og listsagn- fræðingar og bílablaðamenn. Niðurstöður dómnefndarinnar voru kynntar í Sforzesco-kastala í Mílanó á Ítalíu á dögunum. SEAT Altea fékk svo sérstök verðlaun, rétt eins og Ferrari 612 Scaglietti. Ný týpa af BMW 3 verð- ur frumsýnd næsta vor. Bíll- inn verður heimsfrumsýndur á bílasýning- unni í Genf og í kjölfarið í Norður-Ameríku á New York bílasýningunni. Nýi þristurinn er væntanlegur á markað næsta sumar en talsverðar breytingar verða gerðar á hon- um, bæði útlitslega og tækni- lega. Vélin verður þriggja lítra og mun skila 255 hestöflum. Ýmislegt í bílnum verður úr magnesium en ekki úr áli, en magnesium er þrjátíu prósent- um léttara. BMW 330Ýkemur líka til með að vera með fyrstu sex silendra vélina sem notar BMW VALVETRONIC búnað. Það verður til þess að hestöfl aukast um þrettán prósent og elds- neytiseyðsla minnkar um tólf prósent. Bíllinn verður sex gíra og er bæði hægt að fá hann sjálfskiptan og bein- skiptan. Jón Baldur er rígmontinn af Trabantinum sínum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is KRÍLIN Við förum sko ekki út í frímínútur fyrr en það er búið að hringja bjöllunni! Sparibíll ehf Skúlagötu 17, 101 Reykjavík Sími: 577 3344 www.sparibill.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is LIGGUR Í LOFTINU í bílum 31 (01) Allt forsíða 26.11.2004 15:55 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.