Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 4
4 8. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Uppgangur hjá íslenskum flugfélögum: Flugmönnum Icelandair fjölgar um fjörutíu STARFSMANNAMÁL Icelandair hefur ráðið um fjörutíu flugmenn af 150 sem sóttu um störf hjá fyrir- tækinu. Flugmönnum fyrirtæk- isins fjölgar í um 250 við ráðninguna eða um tuttugu pró- sent. Halldór Þ. Sigurðsson, for- maður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir at- vinnuástand flugmanna nú gott. Tuttugu flugmönnum hafi verið sagt upp störfum í september hjá Icelandair. Þeir séu allir komnir aftur til starfa. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að búist sé við að umsvif fyrirækis- ins aukist um fimmtán prósent á næsta ári: „Í fyrra stækkuðum við leiðarkerfið um tólf til fimmtán prósent og vöxturinn er mikill um þessar mundir.“ Fimm af flugmönnunum sem ráðnir voru til Icelandair störf- uðu hjá Flugfélagi Íslands. Jón Karl Ólafsson, forstjóri félags- ins, segir sjö til níu flugmenn verða ráðna fyrir þá sem hverfi frá. Um 120 flugmenn hafi lagt inn umsóknir. „Auðvitað vildum við helst ekki þurfa að sjá á eftir góðu fólki en það er eins og það er. Við höfum einnig verið að ráða flug- menn frá öðrum flugfélögum,“ segir Jón Karl. - gag Norðmenn æfir yfir skólakönnuninni Tæpur helmingur norsku þjóðarinnar, 47 prósent, telur að norski menntamála- ráðherrann hafi staðið sig illa í starfi þar sem honum hafi ekki tekist að bæta ár- angurinn í norskum grunnskólum og þekking barnanna fari versnandi. SKÓLAMÁL Niðurstaða alþjóðlegr- ar rannsóknar, Pisa, á lestrar-, stærðfræði- og náttúrufræði- kunnáttu 15 ára barna hefur vak- ið geysilega harðar umræður í Noregi, ekki síst þar sem þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir lélega kunnáttu norskra grunnskólabarna. Og þekkingin fer versnandi. Norsk grunnskólabörn koma verr út úr könnuninni en þau ís- lensku í tveimur fögum af þrem- ur. Meðan Íslendingar eru í 14. sæti í stærðfræði eru norsku börnin í 22. sæti af 41 og í nátt- úrufræði standa báðar þjóðir illa, Íslendingar þó sýnu betur en Norðmenn. Íslendingar eru í 21. sæti og Norðmenn í 28. sæti. Í lestri standa Norðmenn hins veg- ar betur en Íslendingar. Norsk skólabörn eru í 12. sæti en þau ís- lensku í 20. sæti. Rannsóknin sýnir að Norð- menn standa Norðurlandaþjóða langverst í skólamálum og Ís- lendingar eru frekar aftarlega á merinni nema í stærðfræði. Finnsk grunnskólabörn hafa áberandi mestu þekkinguna. Finnarnir eru í fyrsta sæti í lestri og náttúrufræði og öðru sæti í stærðfræði. Íslendingar koma heldur betur út í stærð- fræði en Danir og Svíar fylgja þeim þétt eftir. Í lestri eru allar þjóðirnar með betri þekkingu en við en í náttúrufræði hafa Norð- menn verri þekkingu en við. Samkvæmt skoðanakönnun VG telja 47 prósent norsku þjóð- arinnar að norski menntamála- ráðherrann Kristin Clemet hafi staðið sig illa við að auka þekk- ingu norskra skólabarna meðan aðeins 5,8 prósent telja hana hafa staðið sig vel. Clemet hefur ver- ið ráðherra í þrjú ár og leiðir um- bætur í skólamálum sem eru í miðjum klíðum. Þessar umbætur þykja skila litlum árangri. Stjórnarandstaðan í Noregi krefst þess að ríkisstjórnin axli ábyrgðina á þessari lélegu út- komu en talsmenn ríkisstjórnar- innar telja niðurstöður könnunarinnar ekki á ábyrgð nú- verandi ríkisstjórnar. Vandann megi rekja lengra aftur. ghs@frettabladid.is HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór segir að hans skoðanir hafi aftur á móti komið fram í minnisblaði ríkisstjórn- arinnar frá 1998. Hann hafi beitt sér fyrir samstarfi Mannréttindaskrifstofu og Mann- réttindastofnunar og að veitt væri 8 millj- ónum til starfseminnar. Eftir samstarfsslit þessara aðila væri málið í raun komið á byrjunarreit aftur. Minnisblað um mann- réttindamál: Ráðherra rak í rogastans STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vísar því á bug að hann hafi skipt um skoðun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands eins og haldið var fram í fréttum um helgina. „Mig rak í rogastans því þetta minnisblað sem vitnað hefur ver- ið til, er ekki frá mér komið,“ seg- ir Halldór. Á blaðið er handskrifuð athugasemd með upphafsstöfunum H.Á. „Þetta er skrift Helga Ágústssonar, þáver- andi ráðuneytisstjóra, ekki mín.“ Segir ráðherra að þarna hafi verið um að ræða drög sett upp að beiðni Mannréttindaskrifstofu Ís- lands. - ás ■ NORÐURLÖND Gefur þú bækur í jólagjöf? Spurning dagsins í dag: Sendir þú vinum og vandamönnum jólakort? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 26% 74% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun FRÁ LEIFSSTÖÐ 25 prósent fleiri millilentu hér í nóvember en á sama tíma í fyrra. Flugfarþegar: Fleiri fara um Leifsstöð FLUG Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm tutt- ugu prósent í nóvember miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 89 þúsund farþegum árið 2003 í rúma 107 þúsund farþega nú. Farþegum til og frá Íslandi hef- ur fjölgað um rúm tuttugu prósent á milli ára en farþegum sem milli- lenda hér á leið sinni yfir Norður- Atlantshafið fjölgar um tæp 25 prósent. Það sem af er árinu hefur farþegum um flugstöðina fjölgað úr 1291 þúsund farþegum í tæplega 1550 þúsund farþega. - hrs Sígild og spennandi saga um einstakar ævintýraverur. Frábær lesning fyrir börn á aldrinum 8-88. „Sögurnar sjálfar, karakterarnir, samræðurnar, atburðarásin - það er þetta sem gerir ævintýri múmínálfanna að þeirri frábæru lesningu sem þau eru.“ Inga María Leifsdóttir, Mbl. „Persónurnar eru ljóslifandi með öllum sínum kostum og göllum, húmor og hlýju.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV BOING 757 Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Um 150 starfsumsóknir bárust Icelandair sem auglýsti eftir flugmönnum. Fjörutíu fá starf. Á sama tíma í fyrra sóttu 140 flugmenn um störf hjá Icelandair. Tuttugu voru ráðnir. BÖRN VIÐ NÁM Alþjóðleg rannsókn sýnir að norsk skólabörn hafa lélegustu þekkinguna í stærðfræði, lestri og náttúrufræði á Norðurlöndunum og að þekkingu þeirra fer hrakandi. Í Noregi er niðurstaðan gagnrýnd harðlega og þess jafnvel krafist að ríkisstjórnin axli ábyrgð sína. SAMANBURÐUR Á NOREGI OG ÍSLANDI Stærðfræði: Finnland 2. sæti Ísland 14. sæti, Danmörk 15. sæti, Svíþjóð 17. sæti, Noregur 22. sæti Lestur: Finnland 1. sæti, Svíþjóð 8. sæti, Noregur 12. sæti, Danmörk 19. sæti, Ísland 20. sæti Náttúrufræði: Finnland 1. sæti, Sví- þjóð 15. sæti, Ísland 21. sæti, Noreg- ur 28. sæti Upplýsingar vantar um útkomu Dana í náttúrufræði. ÁSTÆÐULAUS ÓTTI Símafyrirtæki verða að takast á við ótta almenn- ings um að geislun frá farsímum geti skaðað fólk, sagði Lena Sommestad, umhverfisráðherra Svíþjóðar. Hún sagði að ef ekkert væri að gert gæti það leitt til óþarfrar lagasetningar undir þrýstingi frá almenningi. Reiður bílstjóri: Keyrði tvo bræður niður BANDARÍKIN, AP Kona keyrði tvo bræður á táningsaldri niður og reyndi að keyra yfir þann þriðja eftir að golfbolti sem þeir voru að leika sér með á bílastæði verslun- armiðstöðvar í Flórída lenti á bíl hennar. Bræðurnir voru að skoppa golf- bolta á bílastæðinu þegar hann skoppaði óvart á bíl konunnar, án þess þó að valda skemmdum. Þeir fóru til hennar og báðust afsökun- ar. Þegar konan keyrði af stað beygði hún snögglega, keyrði á tvo bræðranna og elti þann þriðja. Vitni segja að eftir það hafi hún stigið út úr bílnum, kveikt sér í sígarettu og horft á drengina liggja slasaða á bílastæðinu. ■ 04-05 fréttir 7.12.2004 22:26 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.