Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 46
34 8. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Fræbbblarnir eru ekki framsækn- asta hljómsveit í heimi. Þeirra hugmyndafræði snýst um að búa til einföld og grípandi lög á sínum eigin forsendum, sem sumir kalla pönk en aðrir vildu að væri stærri hluti af hugsanagangi poppheims- ins. Á plötunni Dót má sjá hvar Fræbbblarnir eru lentir rúmum aldarfjórðungi eftir stofnun, og útkoman er þrælskemmtilegur pakki í skóinn fyrir alla pönkara og poppara. Bakraddasöngkonurnar þrjár eru kærkomin viðbót og auka fjöl- breytni hljóðheims og ekki síður útlits sveitarinnar, en gömlu jaxl- arnir standa sig með prýði í spila- mennskunni. Enginn á samt eftir að rugla þeim saman við Yes eða Pink Floyd í fínheitum, blessunar- lega. Hrá gítarriff drífa áfram mörg laganna, sem verða stöku sinnum keimlík, þannig að platan nýtur sín einna best í smærri skömmtum sem lækning á froðu- poppsýki. Nokkrar stórskemmti- legar lagasmíðar má samt finna innan um. You’ve Got Your Trou- bles er nánast eins og standard í uppbyggingu, og Heaven Needed a Lead Singer er frábær loka- punktur, en hugmyndaauðgin sem birtist í þessum lögum hefði skil- að klassískum diski hefði hún náð að smitast í hvert einasta lag. Spank the Spice Girls er bein- skeytt kynning fyrir þá sem ekki þekkja til, en hljómsveitir eins og Fræbbblarnir njóta sín einna best í lítt dulbúnum árásum á meðal- mennskupoppið. Þeir hafa engu gleymt og vonandi að þeir leggist í lagasmíðar og skili ennþá betri plötu næst. Magnús Teitsson FRÆBBBLARNIR: DÓT NIÐURSTAÐA: Þrælskemmtilegur pakki. Fræbbblarnir hafa engu gleymt og halda sig við grípandi pönk. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Cecelia Ahern, höfundur metsölu- bókarinnar PS: Ég elska þig, var stödd hér á landi á dögunum en bókin er komin út í íslenskri þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar. Bókin hefur verið þýdd á rúmlega 30 tungumál og fengið afar góðar viðtökur. Þetta er fyrsta skáld- saga hinnar 23 ára gömlu Ceceliu en hún var 21 árs þegar hún skrif- aði bókina. Sagan segir frá Holly sem rétt fyrir þrítugsafmælið missir eiginmann sinn, Gerry. Eft- ir andlátið tekst hún á við sorgina með aðstoð hins látna eiginmanns sem hafði skilið eftir orðsending- ar til hennar. „Ég vildi að ég ætti gott svar við því af hverju ég skrifaði bók- ina,“ segir Cecelia. „Ætli ég sé ekki bara dagdraumamanneskja? Sjálf hef ég aldrei misst ástvin en á tímabili velti ég því mikið fyrir mér hvernig það væri að missa ástvini sína og hvernig hægt væri að gera tilveruna bærilega án þeirra. Og kannski, hugsaði ég, gætu þeir skilið eitthvað eftir sem minnti á þá.“ Skrifaði á nóttunni Cecelia hefur skrifað frá því hún var unglingur. „Þegar ég var 14 ára skrifaði ég fyrstu bók mína. Ég geymi hana vandlega, það skal enginn komast í hana,“ segir hún og brosir og ljóst er að henni þyk- ir ekki mikið til verksins koma. „Síðan skrifaði ég smásögur og ljóð. Ég var sískrifandi. Ég skrif- aði PS: Ég elska þig við eldhús- borðið á næturna eftir að ég lauk námi í framhaldsskóla. Ég byrjaði klukkan tíu á kvöldin og skrifaði til sex á morgnana. Á daginn svaf ég. Mamma las hvern kafla jafn- óðum og hvatti mig. Ég veit ekki hvort ég hefði lokið við bókina án hvatningar hennar.“ Bókinni var ekki lokið þegar bandarískt útgáfuforlag greiddi Ceceliu milljón í fyrirfram- greiðslu. Ýmsir urðu til að benda á að Cecelia væri dóttir Bertie Ahern, forsætisráðherra Íra, og það hefði fyrst og fremst orðið til að vekja athygli á bókinni. „Ég átti von á því að þessi umræða myndi spretta upp,“ segir Cecelia, „og þegar það gerðist þá andvarp- aði ég og hugsaði: „Þá byrjar það!““ PS: Ég elska þig ber vott um sterka rómantíska sýn Ceceliu, eins og hún viðurkennir fúslega. En um leið setur hún fyrirvara: „Ég er raunsæ, ég veit að sam- bönd ganga ekki alltaf upp, for- eldrar mínir skildu til dæmis. Sumir eru með sömu manneskj- unni alla ævi, aðrir ekki. Þetta er ástarsaga en um leið saga um vin- áttu og fólkið í lífi manns. Vinátta er svo dýrmæt.“ Kvikmynd í uppsiglingu Önnur skáldsaga Ceceliu sem er nýkomin út fjallar einmitt um vin- áttu. Hún heitir Rosie Dunne og fjallar um samband tveggja vina, konu og karlmanns, sem taka ólíka stefnu í lífinu og halda ætíð sambandi sín á milli en eru treg til að viðurkenna þá staðreynd að þau elska hvort annað. Cecelia er nú hálfnuð með þriðju bók sína sem hún segir enn skemmtilegra að skrifa en PS: Ég elska þig. „Ég vil ekki ræða um efni hennar fyrr en ég hef lokið við hana,“ segir hún. Cecelia er orðin atvinnurit- höfundur og skrifar flesta daga. „Það er fátt sem mér finnst skemmtilegra en að skrifa. Ég nýt þess,“ segir hún. PS: Ég elska þig verður senn að kvikmynd því Warner Brothers hafa keypt réttinn og borguðu Ceceliu eina milljón í fyrirfram- greiðslu. Þessi unga og sérlega geðuga stúlka virðist ekki þurfa að kvíða framtíðinni. ■ Poppprinsessan Britney Spears hélt upp á 23 ára afmæli sitt þann 2. desember, á lúxushóteli í Santa Barbara í Kaliforníu. Britney dvaldist í tvo daga í svítu sinni ásamt eiginmanni sínum, Kevin Federline. Þau gengu í hjónaband í september síðastliðnum. Aðeins einu sinni fóru þau út úr herberginu til að fá sér að borða. Talið er að þau hafi verið að reyna að eignast barn og því ekki viljað eyða tíma sínum til einskis. Að sögn starfsfólks hót- elsins settu hjónin upp skilti á hurðarhún herbergisins sem á stóð: „Ónáðið ekki“ skömmu eftir komuna þangað. Britney neitaði meira að segja að opna hurðina fyrir starfsfólk- inu þegar það ætlaði að færa henni blómvönd og afmælisköku í tilefni afmælisins. ■ Samuel L.Jackson hefur ýjað að því að r a p p a r i n n Nelly og söngkonan Ashanti séu par. Hann segir rappar- ann heim- sækja hana reglulega á tökustað kvikmyndar hennar. Ashanti hefur reyndar nýlega reynt að kveða niður þessar sögu- sagnir og sagt: „að fólk sé aðeins að gera sér upp einhverja sápuóperu“. „Nelly kemur alltaf með lífrænt rækt- aða grænmetisrétti til hennar því henni líkar ekki maturinn í mötu- neytinu,“ sagði heimildar- maður. Ástæðan fyrir leynimakkinu er víst sú að Ashanti vill ekki særa fyrrverandi kærasta sinn. „Irv veit af Nelly, en As- hanti vill alls ekki særa hann,“ bætti heimildar- maðurinn við. Ávæntanlegri plötuParis Hilton verða allnokkur „cover“-lög og þar á meðal hið klassíska lag Fame þeirra Davids Bowie og Johns Lennon sem fór inn á Topp 20 listann árið 1975. Einnig hefur hún tekið upp eitt frægasta lag h l j ó m s v e i t a r i n n a r Blondie frá árinu 1979 – Heart of Glass. „Þetta eru ótrúlega heit lög,“ sagði Hilton. FRÉTTIR AF FÓLKI Smáskammtalækningar Hélt upp á afmælið á hóteli BRITNEY OG KEVIN Britney Spears og Kevin Federline eyddu tveimur sólarhring- um á lúxushóteli á dögunum. CECELIA AHERN „Sjálf hef ég aldrei misst ástvin en á tímabili velti ég því mikið fyrir mér hvernig það væri að missa ástvini sína og hvernig hægt væri að gera tilveruna bærilega án þeirra. Og kannski, hugsaði ég, gætu þeir skilið eitthvað eftir sem minnti á þá.“ Cecelia Ahern nýtur þess að skrifa FRÉTTAB LAÐ IÐ /TEITU R 46-47 (34-35) fólk 7.12.2004 19:46 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.