Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2004 ■ BANDARÍKIN Niðurskurður til Mannréttindaskrifstofu: Má nota sterkari orð en hneyksli STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks vinstri- grænna, segir að orðið hneyksli sé of vægt til að lýsa niðurskurði á framlögum til Mannréttindaskrif- stofu við afgreiðslu fjárlaga um helgina. „Ef það er hefndarhugur vegna athugasemda Mannrétt- indaskrifstofu við við frumvörp í öryggismálum og útlendingamál- um og fjölmiðlafrumvarpið, þá eru þessir menn smærri í sniðum en mann hafði órað fyrir. Við erum komin á alvarlega braut ef stofnanir þurfa að starfa með refsivöndinn yfir sér“. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra sagði einfaldlega rangt að ákveðið hefði verið að fella op- inberan stuðning við skrifstofuna niður. „Ég hef ekki neinna harma að hefna gagnvart skrifstofunni og finnst miður, ef einhver telur að svo sé.“ Björn bendir á að hann hafi sem blaðamaður verið sakað- ur um að skaða viðskiptahags- muni Íslands með gagnrýni á ein- ræðið í Sovétríkjunum. „Þá er ég félagi í Amnesty International á Íslandi meðal annars vegna þess, að það telur sér til tekna að vera hvergi háð opinberum framlögum til starfsemi sinnar.“ - ás SKATTABREYTINGARNAR Ávinningur barnlauss einstaklings nemur matarneyslu í tæplega hálft ár. Barnlaus einstaklingur: Matur í hálft ár SKATTABREYTINGARNAR Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði græðir 98 þúsund krónur á skattabreyt- ingum ríkisstjórnarinnar þegar þær verða komnar að fullu til framkvæmda árið 2007. Þetta miðast við lækkun staðgreiðslu sem nemur þessari upphæð. Í þessu dæmi er ekki tekið tilllit til breytinga á eignaskatti né skerð- inga á vaxtabótum, hvað þá verð- bólgu á tímabilinu. Fyrir svipaða upphæð og nemur ávinningnum af skatta- breytingunum ætti viðkomandi að geta keypt mat í tæplega hálft ár ef miðað er við að barnlaus einstaklingur eyddi rúmlega 215 þúsund krónum í slíkt á ári 2000- 2002. - ghs Hættuleg gæludýr: Bitinn af snákum NOREGUR, AP Norðmaður á fertugs- aldri var fluttur tvívegis á sjúkra- hús sama daginn, í bæði skiptin eftir að hafa verið bitinn af snák- um. Báðir voru snákarnir hluti af gæludýrasafni mannsins. Lögregla flutti manninn á sjúkrahús síðdegis á mánudag eft- ir að skröltormur beit hann. Skömmu síðar komst lögreglan að því að maðurinn hafði verið flutt- ur á sjúkrahús fyrr um daginn, þá líka eftir að hafa verið bitinn af snáki í eigin eigu. Eftir það lagði lögreglan hald á gæludýr hans og birti honum ákæru fyrir að flytja dýrin ólöglega til Noregs. ■ Estoniuslysið: Vilja nýja rannsókn EISTLAND, AP Eistneskir stjórn- málamenn kröfðust þess að ný rannsókn yrði hafin á atburðun- um sem leiddu til þess að ferjan Estonia sökk árið 1994. Kröfuna settu þeir fram eftir að upplýst var að ferjan hefði skömmu fyr- ir sjóferðina örlagaríku verið notuð til að flytja sovésk her- gögn. Eistneska þingið þarf að taka ákvörðun um hvort ný rannsókn verði hafin og getur það tekið nokkurn tíma. 852 létu lífið þegar Estonia sökk. Niðurstaða nefndar sem rannsakaði atburðinn var að hleri á stefni skipsins hefði ekki þolað ágang sjósins og sjór flætt inn á bílaþilfar. ■ BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra segir rangt að ákveðið hafi verið að fella opinberan stuðning við mannréttindaskrifstofuna niður, henni sé ekki eyrnamerkt fé á fjárlögum. KÆRA BROTTREKSTUR Tólf sam- kynhneigðir fyrrverandi her- menn hafa kært bandaríska varnarmálaráðuneytið fyrir brottrekstur sinn úr hernum. Hermennirnir voru reknir eftir að upp komst að þeir væru sam- kynhneigðir. 10-11 fréttir 7.12.2004 20:57 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.