Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 37
Sú undarlega staða er komin upp hér á landi að þrátt fyrir yfirlýsing- ar um annað hefur Íbúðalánasjóður hafið hatramma samkeppni við einkafyrirtæki á frjálsum markaði um lánveitingar til fólks vegna íbúðakaupa. Forsvarsmenn Íbúða- lánasjóðs hafa lýst því yfir margít- rekað síðustu mánuði að sjóðurinn sé og eigi ekki að vera í samkeppni við banka og sparisjóði. Á sama tíma hafa sömu forsvarsmenn í verki keppst við að undirbjóða vaxtakjör á frjálsum markaði og verið í grimmri auglýsingaherferð þar sem þeir hafa gert mikið úr kostum eigin lána og látið halla á lán „samkeppnisaðila sinna“. Sjóðurinn hefur líka talið ástæðu til að vera með sérstakan markaðsstjóra, en hlutverk slíkra aðila í fyrirtækja- rekstri er jafnan að tryggja sem bestan árangur í samkeppni. Í þess- ari grímulausu samkeppni nýtur Íbúðalánasjóður þess forskots að vera undanþeginn skattskyldu og hafa ókeypis ábyrgð ríkissjóðs á fjármögnun lána sinna. Þessi staða er ekki bara undarleg í meira lagi heldur einstök í Evrópu og þótt víð- ar sé leitað. Síðasta útspil Íbúðalánasjóðs var að gera sérstakan samning við einn aðila um framkvæmd greiðslumats og þjónustu við lánveitingar sínar. Reyndar tekur sjóðurinn fram að öllum fjármálafyrirtækjum á hús- næðislánamarkaði standi til boða sambærilegt samstarf. Fyrir liggur hins vegar að forsvarsmenn sjóðs- ins nýttu sér þá aðstöðu sína að vera undanþegnir lögum um opinber inn- kaup og þannig öllum eðlilegum kröfum til ríkisfyrirtækja um útboð á þjónustuþáttum, og hófu viðræður við einn aðila á lánamarkaði um samstarf. Slík vinnubrögð eru tæp- ast til fyrirmyndar, og breytir litlu þótt forsvarsmenn sjóðsins hafi ekki talið stætt á öðru í framhaldinu en að bjóða öðrum samleið líka. Í fréttatíma Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld gaf markaðsstjóri Íbúðalánasjóðs í skyn að bankar og sparisjóðir hefðu ekki sinnt greiðslumatsvinnu sinni fyrir sjóð- inn í gegnum tíðina sem skyldi. Þetta eru alvarlegar ásakanir og það er skilyrðislaus krafa að þeir sem koma fram með slíkt sýni fram á dæmi þar um. Á meðan eru þetta marklausar dylgjur frá hinu opin- bera sem gera ekkert nema að skaða starfsemi sjálfstæðra einka- fyrirtækja í landinu. Bankar og sparisjóðir hafa lagt mikinn metnað í að veita sem allra besta þjónustu á þessu sviði og hafa þeir m.a.s. gagn- rýnt það hversu vægar kröfur Íbúðalánasjóður hefur viljað gera um slíkt greiðslumat, sem þannig yki hættuna á að fólk reisti sér hurðarás um öxl ef greiðslumatið væri ekki í nægilegum takti við raunveruleikann. Það hefur líka sýnt sig að bankar og sparisjóðir gera mun strangari kröfur um greiðslumat í tengslum við nýjar íbúðalánveitingar sínar en sjóður- inn hefur gert. Mikilvægt er á þeim jákvæðu umbrotatímum sem nú ganga yfir íslenskan fjármálaheim, þar sem stóraukinn styrkur hefur gert fjármálafyrirtækjum kleift að koma af krafti inn á íbúðalánamark- aðinn, að hið opinbera stígi gætilega til jarðar við þá endurskoðun á hlut- verki Íbúðalánasjóðs sem er hafin. Varast ber að láta starfsmenn opin- berra sjóða ráða þeirri ferð því hættan er sú að þeirra hagsmunir fari ekki saman við hagsmuni al- mennings. Fyrir því er áratuga reynsla. ■ 25MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2004 Ríkissjóður í grímulausri samkeppni BRÉF TIL BLAÐSINS Um starfsheiti umsækjanda Jón Björnsson sálfræðingur og rithöf- undur skrifar: Nú hefur undanfarna daga verið á kreiki listi, kominn frá forsætisráðuneytinu, yfir sextán umsækjendur um starf umboðs- manns barna. Þar eð ég var einn umsækj- endanna er mín getið og ég er prýddur starfsheitinu framkvæmdastjóri fjölskyldu- og þróunarsviðs Reykjavíkurborgar. Þetta vil ég leiðrétta, úr því enginn annar gerir það, því nú eru liðin tæp fjögur ár síðan ég lét af því ágæta starfi. Sjálfur er ég saklaus af þessari villu því ég varði meira en heilli síðu í umsókn minni til að lýsa störfum mínum síðan þetta var og hún hefur tæp- ast farið fram hjá vel læsum manni. Nú hefur errið fólk sagt að umsóknirnar hafi ekki verið lesnar eða þá alltof hratt og illa. Þetta fólk gæti stutt mál sitt með yfir- sjón ráðuneytisins varðandi starfsheitið mitt. Ég vil ekki að grafið sé undan trausti fólks á landstjórninni, (sjáið bara upp- lausnina í Úkraínu) og bendi ráðuneytinu á að segja bara, sé það spurt, að fyrir mis- tök hjá ritara hafi fallið niður bókstafirnir „fv.“ á undan starfsheitinu mínu. Þá verður allt gott. Velkominn Bobby Fischer Guttormur Sigurðsson skrifar: Ég vil að Fréttablaðið birti eftirfarandi opið bréf til Bobby Fischers skákmeistara. Bréf- ið er á íslensku svo allir landar mínir geti lesið það. Kæri Bobby Fischer þú ert fyrir mitt leyti velkominn til Íslands. Ég tel mig vera í þakkarskuld við þig frá því að þú komst hingað síðast og sigraðir Boris Spasky glæsilega. Það afrek þitt örvaði mjög skákáhuga á Íslandi, sem er mjög gott og bætandi fyrir andlegt heilsufar þessarar þjóðar. Að þú skulir nú leita til okkar með beiðni um aðstoð er í raun heiður fyrir okkur og ekki nema sjálfsagt að verða við þeirri beiðni. Ef íslensk stjórn- völd eru á öðru máli, vegna þess að þau skynja allt í gegnum pólitískt lituð sjóngler, verð ég að biðjast afsökunar fyrir þeirra hönd og segja einfaldlega að þeim sé ekki sjálfrátt. Ég er viss um að jafnvel bara við- vera þín á Íslandi yrði skáklistinni hér góð lyftistöng. GUÐJÓN RÚNARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA BANKA OG VERÐBRÉFAFYRIRTÆKJA UMRÆÐAN ÍBÚÐALÁN Afturhaldskommatittur Af sinni alkunnu yfirvegun kallaði Davíð Oddsson þá sem ekki eru sáttir við stríðs- yfirlýsingu hans og Halldórs afturhalds- kommatitti. Hann sagðist ekki skilja þá sem ekki styddu þá uppbyggingu í Írak sem Ísland tekur nú þátt í. En ég skil ekki að hann skuli geta óhaggað staðið á sinni sannfæringu, að hann sjái ekki að árásin var gerð undir röngum formerkjum, að innrásin var illa skipulögð þar sem ekki var gert ráð fyrir jafn mikilli mótspyrnu og raun ber vitni og að það hafi verið rangt að fara í stríð án samþykkis Alþingis. Að standa á bak við ákvarðanir sínar og vera trúr skoðunum sínum er mikilvægt og mikilsvert. En það er ekki síður góður kost- ur að geta viðurkennt mistök sín, að geta sagt að hlutirnir hefðu átt að vera öðruvísi, að það hafi verið rangt að bera ákvörðun um stríðsþátttöku ekki undir utanríkis- nefnd Alþingis og þingið sjálft. Davíð væri meiri maður fyrir vikið... og eflaust valtur í sessi. Ég skil ekki þessa þvermóðsku og vil frekar vera kallaður afturhaldskommatitt- ur, á móti stríðsrekstri og andvígur einræð- istilburðum Dabba og Dóra, en vera í liði með þvermóðskupúkum. Haukur Agnarsson á sellan.is AF NETINU 36-37 (24-25 (umræðan) 7.12.2004 19:45 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.