Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2004 Bruninn í Votmúla á Blönduósi: Rannsókn lögreglu hefur engu skilað BRUNI Rannsókn lögreglunnar á Blönduósi á því hver kveikti í at- vinnuhúsnæðinu Votmúla að- faranótt þriðjudagsins 28. sept- ember hefur enn engu skilað. Kristján Þorbjörnsson yfir- lögregluþjónn segir að enginn sé grunaður þó ummerki bendi til þess að kveikt hafi verið í húsinu. „Það hafa engar nýjar upp- lýsingar borist,“ segir Kristján. „Við erum búnir að skoða allar vísbendingar sem upp hafa komið án þess að það hafi skilað nokkru. Rannsóknin heldur samt áfram og við erum alls ekki úrkula vonar um að þetta mál upplýsist.“ Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í þeim hluta hússins sem brann til kaldra kola. Það voru matvælaverksmiðja Vilkó, pakkhús kaupfélagsins og Bíla- þjónustan. Gríðarlegur eldsmat- ur var í húsinu. Í pakkhúsinu voru meðal annars gaskútar sem sprungu með miklum hvelli, svo miklum að íbúar í nágrenninu vöknuðu. Tjónið sem varð vegna brunans var metið á ríflega hundrað milljónir króna. -th MUSHARRAF Í LONDON Öryggisgæsla um Musharraf var stóraukin eftir að upp komst að skjöl um gæslu hans hefðu fundist á víðavangi. Öryggisgæsla Musharraf: Leyniskjöl á víðavangi BRETLAND Breskur vörubílstjóri stóð skyndilega uppi með allar upplýsingar um öryggisviðbúnað vegna komu Pervez Musharraf, forseta Pakistan, til London þegar hann fann möppu á götu í London. Dagblaðið Daily Mirror greindi frá þessu í gær eftir að maðurinn sem fann skjölin kom þeim til blaðsins. „Ef hryðjuverkamenn hefðu komið höndum yfir þessi skjöl hefði það verið dauðadómur, ekki aðeins yfir Musharraf heldur líka yfir þeim Bretum sem tóku á móti honum,“ hafði blaðið eftir John Stalker, sérfræðingi í hryðju- verkamálum og fyrrum lögreglu- manni. ■ Tilræði við Chirac: Tilraun til sjálfsmorðs FRAKKLAND, AP Tilræðið við Jacques Chirac Frakklandsfor- seta á þjóðhátíðardegi Frakka 2002 var líklega frekar tilraun til sjálfsmorðs en tilraun til að ráða forsetann af dögum. Þetta sagði lögreglumaðurinn Florence Adam á öðrum degi réttarhalda yfir Maxime Brunerie sem dró upp riffil og skaut að bílnum sem flutti forsetann. „Tilræðið var aðeins fyrirslátt- ur, hann ætlaði að fremja sjálfs- morð,“ sagði Adam sem yfir- heyrði Brunerie nokkrum dögum eftir tilræðið. Hún sagði að hann hefði vonast til að falla fyrir hendi lífvarða forsetans. ■ HÚSIÐ BRANN TIL KALDRA KOLA Atvinnuhúsnæðið Votmúli var rústir einar eftir brunann sem varð í lok september. ■ EVRÓPA RÉTTAÐ YFIR TILRÆÐISMANNI Réttarhöld hefjast í dag yfir 27 ára Frakka sem reyndi að ráða Jacques Chirac Frakklandsfor- seta af dögum. Maðurinn skaut af riffli að bílalest Chiracs á þjóðhá- tíðardegi Frakka 2002. Sálfræð- ingar komust að því að hann ætti við geðræn vandamál að stríða en væri sakhæfur. LÉTUST Á JARÐSPRENGJUBELTI Tveir ólöglegir innflytjendur létu lífið þegar jarðsprengja sprakk þar sem þeir reyndu að komast yfir landamæri Tyrklands og Grikklands. Frá árinu 1987 hafa 66 einstaklingar látið lífið við það að fara yfir landamærin. Kynferðisleg áreitni á Burger King: Fá milljónir í skaðabætur BANDARÍKIN, AP Eigandi Burger King matsölustaðar í St. Louis í Banda- ríkjunum þarf að borga sjö starfs- mönnum samanlagt 25 milljónir króna í bætur vegna kynferðislegr- ar áreitni á vinnustað. Sjömenningarnar voru allir stúlkur á unglingsaldri. Eigand- inn þreifaði á þeim, talaði dóna- lega til þeirra og bað þær um að stunda kynlíf með sér. Stúlkurnar kvörtuðu ítrekað til yfirmanna sinna sem sögðust ekki hafa haft kjark til að standa andspænis eig- andanum og biðja hann að hætta athæfi sínu. ■ 12-13 fréttir 7.12.2004 19:20 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.