Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 08.12.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Ísköld tölvurödd Gífurlegur skortur á svonefndum„þjónustufulltrúum“ er á góðri leið að lama atvinnulífið á Íslandi og draga úr framleiðni, hagvexti, vel- sæld og framförum í þessu annars ágæta landi okkar. Á hverjum degi glatast vinnustundir í tugþúsunda- tali vegna þess að stór hluti þjóðar- innar situr aðgerðalaus tímunum saman og bíður eftir því að ná sam- bandi við „þjónustufulltrúa“ til að hjól atvinnulífsins geti haldið áfram að snúast. ÞAÐ ER SAMA hvert hinn al- menni borgari snýr sér með við- skipti sín, svarið er alls staðar hið sama: „Þú hefur náð sambandi við Stórveldið. Því miður eru allir þjón- ustufulltrúar uppteknir í augnablik- inu. En símtöl verða afgreidd í þeirri röð sem þau berast. Þú ert númer ... 29 í röðinni.“ Á einu augnabliki hefur tekist að koma við- skiptavininum í skilning um að hann eða hún sé bara lítill, nafnlaus skít- ur sem til aðgreiningar frá öðrum mengandi þáttum í umhverfinu hafi hlotið biðnúmerið 29, eins og saka- maður eða fangi sem hefur verið sviptur borgaralegum réttindum sínum vegna margítrekaðrar glæpa- starfsemi. GÚRÚAR Í VIÐMÓTS- og ímyndarfræðum hafa lengi haldið því fram að sú rödd sem svarar í símann sé ímynd fyrirtækisins út á við. Og það er rétt. Heyrnarlaus, náttúrulaus og tilfinningaköld tölvu- rödd tilkynnir viðskiptavinum að símtöl þeirra „verði afgreidd“, en það er ný og ógnvænleg þróun í mannlegum samskiptum að tala um að „afgreiða samtöl“. ÞEGAR HIN ÍSKALDA tölvu- rödd hefur lokið máli sínu líður manni eins og afturgenginn bryti hafi boðið manni næturgistingu í kastala Drakúla, og þá hefjast pynt- ingarnar. Önnur tölva tekur til við að misþyrma einhverju lagi með því að leika skerandi útsetningu af því á kattargarnir, sög eða rafmagns- orgel. Þessi tónlistartortúr dugir til þess að allir nema harðgerustu ein- staklingar gefist upp við tilraun sína til að ná sambandi við Stórveld- ið, og þeir sem lifa af biðina eru yfirleitt búnir að gleyma erindinu þegar þjónustufulltrúinn birtist og segir þeim að sá sem spurt er um sé á fundi – erlendis. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR 56 bak 7.12.2004 19:42 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.