Fréttablaðið - 08.12.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 08.12.2004, Síða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Ísköld tölvurödd Gífurlegur skortur á svonefndum„þjónustufulltrúum“ er á góðri leið að lama atvinnulífið á Íslandi og draga úr framleiðni, hagvexti, vel- sæld og framförum í þessu annars ágæta landi okkar. Á hverjum degi glatast vinnustundir í tugþúsunda- tali vegna þess að stór hluti þjóðar- innar situr aðgerðalaus tímunum saman og bíður eftir því að ná sam- bandi við „þjónustufulltrúa“ til að hjól atvinnulífsins geti haldið áfram að snúast. ÞAÐ ER SAMA hvert hinn al- menni borgari snýr sér með við- skipti sín, svarið er alls staðar hið sama: „Þú hefur náð sambandi við Stórveldið. Því miður eru allir þjón- ustufulltrúar uppteknir í augnablik- inu. En símtöl verða afgreidd í þeirri röð sem þau berast. Þú ert númer ... 29 í röðinni.“ Á einu augnabliki hefur tekist að koma við- skiptavininum í skilning um að hann eða hún sé bara lítill, nafnlaus skít- ur sem til aðgreiningar frá öðrum mengandi þáttum í umhverfinu hafi hlotið biðnúmerið 29, eins og saka- maður eða fangi sem hefur verið sviptur borgaralegum réttindum sínum vegna margítrekaðrar glæpa- starfsemi. GÚRÚAR Í VIÐMÓTS- og ímyndarfræðum hafa lengi haldið því fram að sú rödd sem svarar í símann sé ímynd fyrirtækisins út á við. Og það er rétt. Heyrnarlaus, náttúrulaus og tilfinningaköld tölvu- rödd tilkynnir viðskiptavinum að símtöl þeirra „verði afgreidd“, en það er ný og ógnvænleg þróun í mannlegum samskiptum að tala um að „afgreiða samtöl“. ÞEGAR HIN ÍSKALDA tölvu- rödd hefur lokið máli sínu líður manni eins og afturgenginn bryti hafi boðið manni næturgistingu í kastala Drakúla, og þá hefjast pynt- ingarnar. Önnur tölva tekur til við að misþyrma einhverju lagi með því að leika skerandi útsetningu af því á kattargarnir, sög eða rafmagns- orgel. Þessi tónlistartortúr dugir til þess að allir nema harðgerustu ein- staklingar gefist upp við tilraun sína til að ná sambandi við Stórveld- ið, og þeir sem lifa af biðina eru yfirleitt búnir að gleyma erindinu þegar þjónustufulltrúinn birtist og segir þeim að sá sem spurt er um sé á fundi – erlendis. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR 56 bak 7.12.2004 19:42 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.