Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 14. júli 1974. TÍMINN 3 Sá tryggir sinn hag, sem kaupir SKODA_^^ í dag! Xfi^*** ) Efti r síðustu hækkun bensíndropans er SKODA meðal eftirsóttustu bifreiða ó markaðinum. SKODA EYÐIR MINNA Islenzkar bækur erlendis: Umsagnir um Svarta messu Jóhannesar Helga erlendum blöðum * i ísland i regnboganum tJr V Mire Knig, 7. tbl. 1973. J. Dmitriév fjallar um bökina. Hann gerir fyrst grein fyrir jarðsögu landsins og siðan menningar- sögunni i grófum dráttum en seg- ir svo: „Þegar við lesum þessa skáld- sögu Jóhannesar Helga koma okkuroft i hug Islendingasögurn- ar. Höfundar þeirra lýstu á mjög nærtækan hátt liðnum menningarskeiðum og lofsungu hetjudáðir þeirra, sem námu þessa óbliðu eyju og létu lifið I báráttunni fyrir frelsi þjóðarinn- ar. Sögurnar höfðu ómæld áhrif á skáldskap Norðurlanda, bundinn og óbundinn. Frelsis- og sjálfstæðishugsjónin gengur lika eins og rauður þráður gegnum Svarta messu og ein persónanna „Klængur” er að sinu leyti Islendingseðlið holdi klætt. Myndina af Úlfhildi Björk dregur Jóhannes Helgi upp af mikilli nærfærni, að maður ekki segi ástúð, hún er venjuleg fiskistúlka, en jafnframt táknmynd þess ær- legasta i þjóðsálinni. Hún verður hvorki keypt né blekkt, og lif hennar á sér aðeins einn sann- leika: hinn órjúfanlegu tengsl við landið og sögu þess. Jóhannes Helgi er finn lýrikker og afburða snjall að gæða náttúru og um- hverfi llfi og lit og honum er sér- lega sýnt um skopfærslu i persónusköpun. Hann er raunsær sögumaður — en jafnframt draumsjónarmaður. Og það er sýnilega æðsti draumur hans að erlendir hermenn verði á brottu af landi hans.” INÆSTRANAJA LITTTERATURA.Ltbl. 1974. Jóhannes Hlegi: Svört messa, skáldsaga. Þýðing úr Islenzku: Nina Krymova og S. Nédélja- évaja-Steponavitsjéné. Formáli eftir Ninu Krymovu. Ristjórn: S. Bélakrinitskaja. Otgefið af Prógress, Moskvu, 315 blaðsiður. Greinarhöfundur er Eleonara Pankratova. „Það orkar mjög sterkt á mann, hvernig höfundurinn strax i upphafi bókarinnar varpar sér af ástriðu út i lýsingar á náttúru- fari lands sins: „Trampið ekki lyngið, það kennir til og gefur okkur bláar perlur, sem þar að auki eru ætar. Lyngið gælir við nakta rist mina, döggin kælir iljarnar, þannig vil ég ganga á sumarjörð landsins.” Þessi ást á náttúrunni, er alls- herjarást á öllu sem lifsanda dregur: „Þegar krian er bústin og silspikuð er hún einhver fegursta sköpun undir sólinni. Þegar hún stendur kyrr i loftinu fast við gljáandi vatnsborðiðaðkrækjasér I æti er vængjablakið svo undra- hratt og finlegt, þyturinn svo þýð- ur og listilegur, svo þungur og þó mjúkur, að trúlaus maður fyllist sársaukafullri lotningu fyrir sköpunarverkinu og horfir fast og lengi.” „Það er hviskrað i hverju skoti, klær marka mold og feldur strýk- ur grös, lamb hreytir siðustu dropa úr spena og þyrsklingur skýst leiftrandi um þaraskóginn upp við fjörusteina þ ar sem rott- urnar krota flóknar rúnir I sand- inn.” En skáldsaga Jóhannesar Helga er langt frá þvi að vera hefðbundinn óður til náttúrufeg- urðar norðurslóða, hún er barma- full af sársauka og áhyggjum út af örlögum þess fólks sem byggir eyna. Höfundurinn er sýnilega andvigur þeim útbreiddu hug- myndum að ísland sé fyrst og fremst ferðamannaparadis og vettvangurfornra sagna,hann er allur á liðandi stund — og i framtiðinni. í yfirliti Sigurðar A. Magnússonar um islenzka skáld- sagnagerð á sjöunda áratugnum kallaði hann bókina „reiða bók”. Það er of vægt að orði kveðið. Svört messa, sem er viðfeðmt verk um mannslif á tsl. I dag, er ekki aðeins „reið bók”, heldur heiftúðug. Aðalsögupersónan, Murtur, er upptendruð af heilagri bræði og sú bræði beinist gegn þeim, er hann telur bera höfuð- ábyrgð á þátttöku tslands i hernaðarbandalagi. Enda birtist herstöðin i Keflavik Murti sem hreinræktuð martröð: „Hann sér þéttriðna girðingu, tveggja mannhæða háa og stál- Jóhannes Helgi, rithöfundur hlið og varðmannaskýli og snyrti- lega bragga og bláan kubbslegan fólksflutningabil, tröllauknir skermar gapa við himni og hann horfir á þá snældast I brunabirtu dagsins, hann sér turna og vita og bláklædda menn á ferli handan við stálmunstur girðingarinnar og erlendan fána við hún. Og hann sér hinn harða.breiða veg sem tengir byggð við stöð.” 1 raun réttri er Svört messa framhald Atómstöðvar Halldórs Laxness, sem út kom tveim ára- tugum fyrr og Kristinn E. Andrésson hefur skilgreint sem „nútimann i spegli vatnsdropa”, og ef við þróum þessa likingu þá má segja að Svört messa sé „marglitur regnbogi”, þar sem Island I dag logar I fjölskrúðugum litum. t bókinni er ekki ströng röð á atburðum og þvi er likast sem lifið streymi hjá okkur, hægum jöfnum straumi, og stöðvist við einstök augnablik i hinum list- ræna vefnaði. Það er ekki fyrst og fremst það sem gerist á hinu ytra borði sem skiptir máli, held- ur engu siður hvernig það spegl- ast i vitund Murts. Gerð sögunnar er hlutlæg, hún er séð með augum höfundar, en jafnframt gefst lesendum kostur á að kafa sálarlif aðalpersónanna. Sagan er fleyguð vikum frá raunveru- leikanum, en tilfærslan frá raunveruleika yfir i draumsýnir er svo haglega gerð að lesandinn flyzt yfir landamærin án þess að veita þeim athygli. Svört messa býr yfir episkum einfaldleika, og um leið marg- brotinni vitrænni innsýn. Samtöl eru eðlileg og eintöl Murts upp- hafnar hugrenningar, forn hug- myndafræði, sem þó fær nýjan lit og hljóm i framsetningu hans. Hápunktur bókarinnar er draum- ur Murts, svarta messan, dómþingið, táknrækt og heiðið i eðli sínu.Eins og allir vita er messa hátiðleg kaþólsk athöfn, þar sem dýrlingar eru tignaðir. En I bókinni eru höfð endaskipti á hlutunum. Dýrlingunum er steyptaf stóli, þeir eru afhjúpaðir, grimurnar felldar, allir drættir Iskerptir, gerðir gróteskir. Svo er að sjá sem alþýðan eih njóti óskiptrar samúðar höfund- ar, þetta óbrotna fólk sem öldum saman hefur barizt fyrir sjálf- stæði sinu og kostað miklu til. Þessi sterka tilfinning fyrir verð- leikum sinum birtist glöggt i einu tilsvari Klængs: „Við erum litil þjóö — en á mælikvarða menningarinnar erum við eitt af furðuverkum veraldar.” Svört messa verður ekki kölluð bölsýnt verk. Hún er full af óseðj- andi lifsþorsta og ljóðrænu *kur á Skoda Nokkrir bflor fyrirliggjondi á „Fyrir oliukreppuverði" TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUBBffiKKU 44-6 SlUI 42600 KðfAVOGI mannlifsins fyrst og siðast er hún þrungin óbilandi trú á tsland. „Sólin er að koma upp bræður og systur. Hún boðar meira en nýjan dag þessi morgunsól, hún boðar nýja tið i landi.Geri hver og einn hreint i sinum jurtagarði, sliti hún og hann svarta blómið i brjósti sínu. Krjúpið og strengið þess heit meðan forsjá ykkar grætur mistök sin. Og þjóðin, hún krýpur þögul á völlunum og eld- kringlan gægist yfir fjallsbrún Þriggja systra og bjarmann legg- ur yfir sléttskorna fjallsbrúnina og geislarnir streyma vestur yfir fjöllin án þess að snerta þau og yfir hafið án þess að snerta það og yfir þök húsanna án þess að snerta þau, og skip og fugl og krjúpandi múgur bráðnar i birt- unni og allt er á brott af völlunum nema Murtur i hvitri hempu og hrúgald sem liggur i lynginu. Dagur er fæddur Doktor. Ekki dugir að þú liggir hér og bælir göfug grös. Og Murtur gripur um handlegg Doktorsins og sviptir honum yfir öxl sér og meðan hann gengur undir byrði sinni yfir lyngbreiö- urnar hækkar sól og sú morgunsól skin á hvita hempu sem fjarlægist með byrði á öxl og kórónu gerð af lyngi og berjum landsins og svita jarðar á berum fótum sem troða fjárgötur i lyngi og sú sama morgunsól skin á stál á hafinu. varöskip á morgunsiglingu undir fjallabláma landsins.” Við fljúgum með stærstu og glæsilegustu Boeing þotu íslendinga. Fjögurra hreyfla úthafsþotu, með 7600 km flugþol. (Reykjavík—Kaupmannahöfn 21 50 km). Sannkölluð luxus sæti, og setustofa um borð. Góðar veitingar og fjölbreytt tollfrjáls verzlun i háloftunum. Dagflug, brottför frá Keflavík kl. 10 að morgni. Heimkomutimar frá 4—730 siðdegis. Næturflug eru ódýrari fyrir ferðaskrifstofurnar en Sunna býður farþegum sínum ekki nema það besta og þér þurfið ekki að eyða dýrmætum sumarleyfis sólardögum I hvíld og svefn, eftir þreytandi vöku og næturflug. ÞJÓNUSTA Auk flugsins veitir Sunna islenskum farþegum sinum erlendis, þjónustu sem engar islenskar ferðaskrifstofur veita fullkomin skrifstofuþjónusta, á eigin skrifstofu Sunnu, i Kaupmannahöfn, á Mallorka og Costa del Sol. Og að gefnu tilefni skal það tekið fram, að starfsfólk og skrifstofur Sunnu á þessum stöðum, er aðeins ætluð sem forréttinda þjónusta fyrir alla Sunnufarþega, þó öðrum íslendingum á þessum slóðum, sé heimilt að leita þar hjálpar og skjóls I neyðartilfellum. Hjálpsamir íslenskir fararstjórar. — Öryggi, þægindi ög ánægja farþega okkar, er okkar keppikefli, og okkar bezta auglýsing. Þess vegna velja þúsundir ánægðir viðskiptavinir, Sunnuferðir ár eftir ár OG EINNIG ÖLL STÆRSTU LAUNÞEGASAMTÖK LANDSINS. WMlM snnna travel ferðaskrifstofa bankastræti símar 12070 164OQ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.