Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur 14. júli 1974. TÍMINN 17 hvar ylli mikilli umhverfis- mengun. Ráðuneytið fékk siðan aðila til að kanna hvort á þessu væru möguleikar, og kom i ljós að svo var. Ingimar tók það sérstaklega fram, aðaf þessu væri mikil land- hreinsun, þvi kaupendurnir tækju nánast allt járnarusl, en heil- brigðisyfirvöld hafi ráðizt i þetta til þess eins að framfylgja lögum og reglugerðum um þessi mál, en erfiðlega hefur gengið að fá inn- lenda aðila til að gera eitthvað i þessu máli, sem hefur verið látið afskiptalaust allt of lengi. Sagði hann þeirra eina áhuga vera að hreinsa til, en vissulega væri æskilegt að það væru innlendir aðilar sem söfnuðu þessu saman og ynnu úr þvi. Þegar blaðið hafði samband við Sveinbjörn Jónsson i Ofna- smiðjunni, sem verið hefur áhugamaður um stofnun brota- járnsverksmiðju um margra ára skeið, sagði hann þetta væri mikið áfall, þegar þess væri gætt, að stofnun slikrar verksmiðju væri nú á döfinni, og verð á unnu brotajárni væri mjög hátt er- lendis. Sagði hann að það sem Spánverjarnir greiddu væri ekki hálft sannvirði. Sveinbjörn sagði að brotajárnsverksmiða hafi nú verið um eins árs skeið i athugun hjástjórnvöldum,sem hann taldi allt of langan tima. Sagði hann að þeir aðilar, sem talað hafi verið við úti á landi, hafi tekið vel i að leggja inn brotajárn sem hlutafé I væntanlega verksmiðju. Sindra-stálsmiðjan hefur um nokkurt skeið tekið við þvi brota- járni;sem þangað berst, en fyrir- tækið hefur nú komið sér upp tveimur bilum,sem sækja munu brotajárn út á land. Hafa þegar verið sótt um 50 tonn til Ölafs- vikur og sagði Ásgeir Einarsson, framkvæmdastjóri, að áfram- hald yrði á þessum flutningum. Sindra-stálsmiðjan klippir brota- járnið, sundurgreinir það og pressar, en þannig verður það mun verðmætara. Spurningin er hvort áframhald verður á þessum útflutningi járnaruslsins og áformin um brotajárnsverksmiðju verið lögð á hilluna,þótt likur séu á að hún gæti orðið hagkvæm. Málið biður ákvörðunar iðnaðarráðherra en á meðan reka hátiðahöld viða um landið eftir þvi að hreinsað sé til. Þess má geta, að það voru Lions-menn, sem söfnuðu brota- járninu saman á Austfjörðum, að miklu leyti, og fengu þeir 1 krónu fyrir kilóið. Tíminn er peningar | Auglýsitf iTímanum ••••♦•••4 i »•••••••••♦••• MEIRI VANDI ER AÐ GÆTA §SAMVINNUBANKINN Hér blða ungmennin þess að röðin komi að þeim að skemmta hátiðargestum Þjóðhátíð Húnvetninga Ljósmyndir: Böðvar Indriðason Minnisvarði um Ásdisi á Bjargi var afhjúpaður sunnudaginn 7. júli. Hann var reistur að tilhlutan sýslunefndar Vestur-Húnavatnssýslu að Bjargi I Miöfirði. Á hverri hlið er málmskjöldur meö myndum tengdum atburðum, sem frá er greint i Urettis sögu. hátíðargestir voru á fjórða þúsund HÚNVETNINGar komu saman til þjóðhátiðar i Kirkjuhvammi við Hvammstanga hinn sjötta og sjöunda júli. Talið er að nokkuð á fjórða þúsund manns hafi sótt hátiðina, sem fór fram i hinu ágætasta veðri og varð öllum þeim, sem hlut áttu að máli til mikils sóma. Má t.d. nefna að ekki sást vin á nokkrum manni. Um fimm hundruð manns komu fram á hátiðinni og auk þess starfaði mikill fjöldi fóiks að undirbúningi og framkvæmd hátiðarinn- ar. Séra Valdimar J. Eylands frá Norður-Dakóta hélt ræðu á hátiðinni. Á þjóðhátiðinni voru sýndir islenzkir kvenbúningar á vegum kvennasambands Vestur-Húnvetninga og Sambands Austur-húnvetnskra kvenna. Ólafur Kristjánsson skólastjóri aö Reykjaskóla flutti ávarp á þjóðhátiðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.