Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 21

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 21
20 TÍMINN Sunnudagur 14. júll 1974. Sunnudagur 14. júli 1974. Á FERÐ UM ÞING ARIÐ 1836 í fórum danskrar konu, dr. rer. pol. M. Rehder, varðveittist ofurlitið handskrifað kver, sem eiginlega er dagbók manns, er var á ferð á Islandi sumarið 1836, á- samt félögum sinum tveim. Þessir ferðafé- lagar voru Móritz W. Bi- ering kaupmaður, P. Schmidt, ungur sonur aðaleiganda Flensborg- arverzlunar og móður- faðir dr. M.Rehder og Nic. Lange, höfundur dagbókarinnar, sem sendur var til Islands i þjónustu Flensborgar- verzlunar. Aage G. Topsöe-Jen- sen, sem um skeið var næstæðsti maður sjó- hers Dana, tengdasonur Knuds Zimsens, borgar- stjóra i Reykjavik, fékk kverið lánað til afritun- ar, en Timinn hefur aft- ur fengið eintak að láni hjá Hjalta Pálssyni framkvæmdastjóra. ÞEGAR allt hafði veriö búið til ferðar Iögðum við af staö frá Reykjavik mánudaginn 18. júli klukkan átta að morgni. Við höfð- um fylgdarmann, og I lest okkai voru þrettán hestar, átta reið- hestar og fimm klyfjahestar o| farangurinn sex koffort, tjöld ferðafatnaður og slagkápur. Sá, sem ætlar að taka sér ferð á hendur um Island, verður óhjá- kvæmilega að taka með sér allar nauðsynjar, þvi að ekkert er að fá á sveitabæjunum. Við vorum þess vegna vel búnir að nesti og nauð- þurftum og höfðum meðferðis brauð, smjör, ost, kjöt, egg, svlnslæri, lax, kökur, vin, kaffi, sykur, pipar, salt, suðutæki, glös, diska, bolla, hnifa, gaffal, skeið- ar, borðdúk, skeifur, höffjaðrir, naglblta, hamra, spil og margt fleira. Og siðast en ekki slzt dállt- inn brennivinskút. Klukkan tólf á hádegi fórum við I gegn 'um ólafsskarð og fórum niður i Jósefsdal, þar sem við áð- um og mötuðumst. Þaðan riðum við upp á fjöllin, sem eru allhá. Þar voru fannir hér og þar. Þaðan gat maður séð langt út á sjó beggja megin við Gullbringu- sýslu. Á þessum slóðum er margt hreindýra, þótt ekki sæjum við þau. Við fylgdum þessum slóða, þar til við komum niður af fjöllunum klukkan sex um kvöldið, og um sjöleytið komum við að ferju- staðnum óseyri og kölluðum þeg- ar á ferju. Það var stormur af norðaustri og talsverður öldu- gangur á ánni, auk þess mikill straumur I henni. Þegar ferjan kom, sáum við að ræðararnir voru gamall maður á sjötugs- aldri og fimmtán til sextán ára gömul stúlka.Við tókum klyfjarn- ar og reiðtygin undir eins af hest- unum og hlóðum bátinn og siðan fóru þeir Schmidt og Biering yfir og tóku með sér sjö hesta. Upp I hestana var hnýtt, og þannig syntu þeir yfir ána aftan I bátn- um. Þar sem vatnið snardýpkaði við báða bakka, urðu hestarnir að synda alla leið. Þetta var ellefu mlnútna sund. Það var aumkunarvert að heyra, hvernig hestarnir frýsuðu og blésu, þegar þeir komu upp úr. Þegar þeir voru komnir á land, kom báturinn aftur og sótti mig og hestana sex sem eftir voru. Ég komst að raun um, að það var ekki létt verk að koma hestunum yfir ána, því að gæta varö þess nákvæmlega að þeir syntu ekki hver á annan, einn synti ekki öðr- um hraðar og taumarnir flæktust ekki um fætuma á þeim. Allir stóðust þeir vel þessa raun, nema einn. Það var hestur fylgdar- mannsins. Hann gafst upp á sund- inu og lagðist á hliðina, og það varð að binda höfuðið á honum við bátinn, og draga hann þannig til landsins. Seinna komumst við að raun um, að það gerist oft, að hestar drukkni á þessum ferju- stað. Þegar við vorum komnir heilu og höldnu á austurbakkann, klyfjuöum við hestana á ný, og-ft- ir hálftima reið komum við á verzlunarstaðinn Eyarbakka, þar sem faktorinn, S. Sivertsen tók á móti okkur af mikilli kurteisi, og kallaði undir eins á fólk til þess að taka ofan af hestunum og gæta þeirra um nóttina. Hann visaði okkur einnig á prýðilegan stað rétt viö Ibúðarhúsin, þar sem við gátum tjaldað. Hófumst við þegar handa um það, og að, fimm minút- um liönum var tjaldið risið. Kvöldmaturinn bragðaðist vel, og kaffi rann ljúflega niður. Koffort- unum og reiðtygjunum höfðum við hlaðið saman umhverfis tjald- ið til að veita þvl skjól, og nú breiddum við teppi og lök á jörð- ina, höfðum sinn hnakkinn hver fyrir kodda, fórum I slagkápurn- ar og sofnuðum svo vært, að við hefðum ekki sofið betur undir æðardúnssængum. Þriðjudaginn 19. júli: Morgun- inn eftir bauð Slvertsen faktor okkur I kaffi, sem kona hans bar fram, og að kaffidrykkjunni lok- inni skoðuðum við höfnina og kaupstaðinn. Höfnin er, eins og alkunnugt er, ein versta ef þá ekki allra versta, höfn landsins. Skipið lá sem næst innan skotfær- is frá landi, og viðlika langt frá lágum skerjum er voru utan við það. A þeim brotna öldurnar, áð- ur en þær skella á skipinu. Á flóði fara þessi sker I kaf. Allur reiða- búnaður skipsins hafði verið tek- inn niður og átta gildar festar voru bundnar I járnhringi, sem fleygaðir voru niður á klappirnar. Á þessum festum voru þrjátiu tunnur, sem vörnuðu þvi, að þær sykkju og nerust við botn, þar sem alls staðar var grjót. Lambertsen skipstjóri sem þarna var á Karlottu, sendi undir eins bát I land, ef okkur kynni að langa út i skipið, en þvi boði urðum við að hafna, þar sem við höfðum ráðið ferð upp að Hjálm- holti þennan dag. Verzlunarhúsin, sem voru illa á sig komin, voru spottakorn frá Ibúðarhúsinu. Þetta voru fjögur stokkahús, ef það nafn er ekki of Iburðarmikið. Þegar talað er um hús, er annað tveggja átt við byggingar, þar sem menn eða gripir geta verið I, eða eru hæfar til þess að geyma I þeim varning. En verzlunarhúsin eru til hvorugs hæf. Siðan verzlunarstaðurinn fór úr eigu konungs hefur þil tæpast verið tjargað eða nagli verið rekinn I borð. Krambúðin var lik- ust dýflissu, sem er að hálfu leyti neðan jarðar. Fyrir gluggunum, sem aðeins voru tveir, voru gild- ar, járnstengur, og sú ljósglæta sem komst inn á milli þeirra, gerði krambúðina skuggalega og óhugnanlega. I stuttu máli sagt: Allar byggingarnar voru hver annarri likar — hrörnaðar og að falli komnar og óhugsandi að við þær verði gert. Þegar við höfðum virt nægjan- lega fyrir okkur þessar dapurlegu leifar háborgar áfengisins, fórum við inn I tjald okkar til þess að matast. Buðum við Sívertsen faktor til okkar, en hann vildi ekki annað en eitt gías af vlni og bauð okkur að matast hjá sér, þar sem við fengum steikt lambakjöt og kartöflumauk og gott rauðvin. Að lokinni máltiðinni kvöddum við Slvertsen og konu hans, létum niður I koffort okkar og lögðum á hestana. Þar eð fylgdarmaður okkar var ekki kunnugur leiðinni upp að Hjálmholti, fengum við hina alþekktu konu, Þuriði Einarsdóttur formann, til þess að vfsa okkur til vegar. Hún var i blárri treyju,buxum, hvitu vesti og meö pipuhatt. Við fórum með ströndinni, þar til viö vorum komnir austur fyrir Stokkseyrarkirkju. Þar var beygt til vinstri, og eftir það lá leiðin um loðnar mýrar, er þó voru greið- færar, þvl að þurrkatlð hafði ver- ið lengi að undanförnu. Klukkan sex um kvöldið komum við að Hjálmholti, þar sem Páll Melsteð kammerráð,sýslumaður I Árnes- sýslu tók sérstaklega alúðlega á móti okkur. Bærinn er á dálitlum hóli, og þar tjölduðum við og fórum siðan til bæjar og heilsuðum sýslu- mannsfrúnni og öðrum I fjöl- skyldunni. Okkur var boðið að matast um kvöldið, og brátt var borið fram smurt brauð, líkjör,te og púns. Sýslumaðurinn bauð Schmidt að sofa inni I húsinu, eí hann vildi þekkjast það, en við Bi- ering höfðumst við I tjaldinu i slagkápunum. Miðvikudagurinn 20. júll: Við fórum snemma á fætur um morguninn, og okkur brá i brún er við urðum þess áskynja að all ir hestarnir voru stroknir. Við kölluðum á fylgdarmanninn og atyrtum hann fyrir að gæta þeirra ekki betur, og nú reið hann af stað til þess að leita þeirra. Um hádegisbilið höfðu þeir allir fundizt. Það er sérlega fallegt um að lit- ast i Hjálmholti. Endalausar mýrar eru út frá bænum, vaxnar háu og þéttu grasi. í vestri er Ingólfsfjall og uppi á þvl er fyrsti landnámsmaðurinn á Islandi sagður heygður. Við gátum greinilega séð svonefndan Ingólfshaug uppi á fjallinu. Okkur var boðið i kaffi, og inni i bænum hittumvið Schmidt liggj- andi I makindum undir sængur- klæðum á sóffa. Sýslumaðurinn átti vel valið, snoturlega hirt og allvænt bókasafn og auðséð var að það hafði vaxið með hverju ári. Þarna snæddum við morgun- verð — soðinn lax og rauðgraut. Laxinn hafði veiðzt I Hvitá, og var bæði bragðbetri og feitari en bezti Mandalslax. Klukkan hálf-tvö kvöddum við þessa ágætu fjölskyldu, og sýslumaðurinn og sonur hans fylgdu okkur á leið. Var stundum fariö meðfram Hvftá, sem er mikiö vantsfall, er kemur með boðaföllum ofan frá jöklum eða snæfjöllum. Þess vegna er vatnið I ánni alveg hvitt. Við komum að þeim stað, þar sem sýslumaður- inn hafði laxanet sin. Við drógum þau upp og fengum einn lax, sem við gizkuðum á, að væri fjórtán til sextán pund að þyngd. A kirkjustaðnum Ólafsvöllum heimsóttum við prestinn, séra Guðna Guðmundsson, sem fræg- ur er fyrir aflsmuni slna. Hann bauö okkur mjólk og brennivin en Schmidt bauð honum aftur á móti vindla. En hans háræruverðug- heit kunni ekki að blása frá sér reyknum, svð að það setti að hon- um hósta og flökurleika. Rétti hann þá konunni sinni elskulegri vindilinn. Hún tók brosandi við honum og sneri við okkur baki. En það fór eins fyrir henni og prestinum og þá lagði hún vindil- inn frá sér. Sýslumaðurinn bað prestinn að fylgja okkur á leið, og til þess var hann undireins fús. Nú riðumvið greitt yfir sléttlendi, sem var fjögurra mílna langt og viðlíka breitt, og héldum að bænum Felli, sem er við hliðar Vörðufells (vafalaust á hér að standa Fjall). Þar kvaddi prestur okkur. Þarna sáum við þrjár álftir með unga á Hvítá. Eftir þriggja klukkutlma reið komum við að ferjustaðnum Eyri, þar sem við stigum af baki, tókum ofan af hestunum, rákum þá alla að ánni og drifum þá út I með svipum okkar. Þarna syntu þeir allir yfir ána, sem ekki var breiðari en sem svaraði drjúgu skotfæri. Við fengum okkur hressingu, helltum sérrýi I staup og drukkum skál kemmerráðsins og fólks hans og hann aftur okkar og bað þess, að við yrðum svo heppnir að sjá Geysi gjósa. Siðan sneri hann heim ásamt syni sin- um, en við bárum farangur okkar i bátinn og héldum yfir á hinn bakkann, þar sem við lögðum á hestana og fengum ferjumanninn til þess að vlsa okkur leið upp að Skálholti. Það er harla litið eftir af þessu biskupssetri, er eitt sinn var svo frægt. Því sem tönn tímans hefur ekki nagað, hafa mennirnir kom- ið fyrir kattarnef, svo að ekkert .4 „ % « . ' /XXTT 'KJ Tjaldað d Eyrarbakka 19. júlí 1836. TTMINN 21 er eftir I Skálholti af fornri dýrð eða gömlum gripum, er sýnt verði, nema eitt altarisklæði, eitt- hvað af gömlum messuklæðum biskupa og einn gylltur kaleikur. sem I eru grópaðir litaðir steinar sem páfinn i Róm hvað hafa sent i Skálholt, og frá seinni timum eru þarna tveir álnarháir koparstjak ar, sem á er grafið: „Islandske Compagnie 1659”. Frá sama tlma er önnur klukkan en hin er án ártals. Við altarið lyfti leið- sögumaðurinn okkar upp hlemm: og sýndi okkur fallegan legsteir úr marmara á gröf Hannesar biskups Finnssonar, er bjó siðast ur biskupa i Skálholti. Kirkjar sjálf er úr limbri og sæmilega þokkaleg. Okkur fannst áhugaverðast við Skálholt, hversu fallegt er að horfa þaðan yfir Hvítá og hina breiðu Þjórsá til Heklu, er gnæf- ir þrikrýnd með hvitan tind i fjögurra mílna fjarl. Það gerir Heklu enn tignarlegri, að hún stendur ein sér. Loftið var lika óvenjulega tært þennan dag. Þegar við horfðum á Heklu var Schmidt gripinn óumræðilegri löngum til þess að við gengjum á fjalliö, tæmdum þar eina sérrý- flösku og drykkjum skál vina okkar á þessum fræga stað. En þegar við hugleiddum, hversu miklum erfiðleikum sllk fjall- ganga væri háð og hversu mikil áhætta fylgdi henni, létum við okkur nægja að horfa á dýrðina úr fjögurra milna fjarlægð, þótt okkur dyldist ekki að það væri talsvert I munni, ef við hefðum getað sagt, að við hefðum komizt upp á hátind Heklu. Við héldum i noröausturátt og fórum fram hjá kirkjustaðnum Torfastöðum og bæjunum Tjörn, Reykjum, Miklaholti og fleiri, og klukkan átta til niu um kvöldið komum við að Geysi og slógum þar tjöldum á litilli, grænni flöt milli Geysis og Strokks, um það bil fimmtlu metra frá þessum hverum. Hestana sendum við upp að bænum Haukadal sem er fjóröung milu frá Geysi. Það var ólga I Geysi, og sjóð- andi vatnið bullaði út yfir skálar- barmana. En þar eð engin merki sáust þess, að hverinn myndi gjósa innan tiðar, lögðust við til hvildar. En oft vöknuðum við þó við dunur og umbrot niðri I jörð- inni. Fimmtudagurinn 21. júll: Um morguninn var enn hátt I Geysi, og við fórum þá að Strokki, og er við höfðum kastað niður i hann miklu af hnausum og grjóti heyrðist allt i einu ógurlegt buld- ur, og i næstu andrá, gubbaði hverinn upp öllu þvi sem I hann hafði verið látið. Það þeyttist talsvert hátt I loft upp. I þessu gekk á að gizka eina klukku- stund. Vatnið reis upp eins og súla, sem var um hundrað fet á hæð og sex fet I þvermál. Siðan reikuðum við um hversvæðið og skoðuðum alla hverina og gufu- augun , sem liklega hafa verið tvö hundruð og söfnuðum steinrunnum leir, grasstráum, torfusneplum og tunnuböndum. A einum stað fundum við hatt sem hlaðið hafði á sig svo miklu af steinefnum, að hann var orðinn meira en þumlungur að þykkt og vóg um átta pund. Bóndinn i Haukadal Páll Guð mundsson, sem á landið kringum Geysi og meira að segja Geysi sjálfan, kom til okkar um morg- uninn. Hann sagðist efast um, að við fengjum að sjá Geysi gjósa I þetta skipti, þvl að Geysisgos væru sjaldgæf I þurru veðri. öðru máli gegnir um Strokk, sem er örari á gos I þerri en rigningu. En gysi Geysir á annað borð, gætum við reitt okkur á, að það yrði eitt- hvert fallegasta gos, sem hugsazt gæti, þar sem hann hefði legið niðri i tiu eða tólf daga. Og um klukkan tvö eftir hádegi tók vatn- ið I skál hversins allt I einu að siga, þá köstuðum við stórum steinum niður i hann. Eftir það tók vatnið að hækka á ný, unz út úr flæddi. Jörðin nötraði undir fótum okkar með drunum og dynkjum, likt og skotið væri af fallbyssum, og siðan kom eitt hið Framhald á bls. 26 UjCO. Brúard og brúin, sem tyllt var á dna, þar sem hún steyptist niður í gjdna. -tífcá/ffé/ Lffá&tr/axierz.. Skdlholt var ekki reisulegur staður fyrir 140 drum. Lestin með Heklu þrítyppta í baksýn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.