Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. júli 1974. TÍMINN 5 Sauðfé d færibandi , t Kazakhatan i Sovétrikjunum er sauðfjárrækt stundUð svo að segja á færibandi. Þar eru nú 32 milljónir sauðfjár, eða einn fimmti alls sauðfjár i Sovétrikjunum. Sauðfjárræktin er stunduð þar á 526 búum, og er ætlunin að fjölga sauðfénu i 50 milljónir á næstu 10 árum. Sauðféð er alið upp i girðingum eins og þeim, sem hér sjást á myndinni. Véíar eru notaðar við að koma fæðunni til fjárins og einnig að aka burtu skitnum, og I þessum girðingum er féð, á meðan er verið að fita það fyrir slátrun. Árangurinn hefur orðið mjög góður, að þvi er sagt er, og nýlega var gerð tilraun með 8200 gemlinga og reyndust þeir vera 50 kiló að þyngd. Við sauðfjárræktina vinnur margt ungt fólk, sem hefur mikinn áhuga á þessari vinnu, þar sem vélvæðingin við hana lokkar það til starfa. ★ Faðir í fjórða sinn! Roger Vadim, 46 ára gamall, franskur kvikmyndafram- leiðandi, verður bráðlega faðir i 4. sinn og i hvert skipti er ný móðir. Fyrsta konan og móðir Nathaliu dóttur þeirra er Annette Stroyberg. Barnsmóðir nr. 2, án þess að hún giftist hon- um, var Catherine Deneuve. Þau eignuðust son saman, Christian. Siðan giftist hann Jene Fonda, hinni amerisku, og eignaðist með henni dótturina Vanessa. Og nú játar frönsk milljóneradóttir, Catherine Schneider, að hún sé komin á 6. mán. Svar Rogers: „Vona að það standi heima”. ★ Á framabraut Brezka kvikmyndaleikkonan Jenny Hanley, hefur nú öðlazt gott nafn á alþjóðakvikmynda- markaðnum. Það byrjaði með James -Bond mynd, „I leyniþjónustu hennar há- tignar”, og eftir þ var auðvelt aðkomast áfrs nny er dóttir hins fræga brezka leikara Jimmy Hanley, sem dó, fyrir þremur árum, og enn frægari konu hans Diana Sheridan. ,,Jú, foreldrar minir hjálpuðu mér mikið, en fyrir frama minum hef ég sjálf unnið”. Systkini saman d ný Hann er glaumgosi og ábyrgðarlaus skemmtanafikinn karlmaður, en hún er drottning af Belgiu. Hún heitir Fabiola, en hann Jaime de Mora y Aragon. Þau eru systkin. Fabiola er trúuð, en það er varla hægt að segja það sama um bróður hennar, að minnsta kosti er hann það ekki á yfir- boröinu. Af öllu þessu hefur Fabiola helzt sem minnst viljað við bróður sinn tala, og sem minnst hafa af honum að segja, en nú er svo komið, að þau hafa hitzt aftur. Astæðan er sú að þau eru bæði farin að eldast, og þá er ekki nema von, að systurina langi til þess að sjá bróður sinn. — Kona min og ég höfðum ei séð Fabiolu i fjölda- mörg ár. þar til við hittumst nú fyrir skömmu. segir Jaime, en hann er hér með konu sinni á myndinni. — Þegar við svo hittumst varð mér svo mikið um. að við sjálft lá að ég gréti. Þetta segir þessi harðsviraði glaumgosi. Kannski hann sé ekki sem verstur, þegar allt kemur til alls. Olíuhreinsunarstöð framleiðir teppi Græðir peninga á kvenfólki Olfuhreinsunarstöð við Moskvu hefur stofnað deild, sem á að framleiða mjög óvanalega framleiðslu af sliku fyrirtæki að vera — nefnilega teppi. Skýringin er sú, að hjá öllum oliuhreinsunarstöðvum fellur til mikið af propylengasi. Með sér- stökum aðferðum er hægt að breyta gasinu i polypropylen- korn, en úr þeim má búa til mjög sterkan þráð. Þessi nýja verksmiðjudeild mun geta framleitt 25 þúsund tonn af propylenþræði á ári en úr þvi magni má búa til 10 mill- jónir fermetra af gólfteppum. Teppin verða i mörgum litum og mjög sterk. Auk þess granda þeim hvorki mölur né raki. Propylenþræði má ennfremur nota til að framleiða kaðla, rör. hreinlætistæki o.fl. George Best græddi lengi vel peninga á þvi að spila fótbolta. Nú er hann hættur knattspyrn- unni fyrir löngu, og þvi verður hann að fina sér aðra fjár- öflunarleið. Nýjasta aðferðin hjá honum til þess að afla sér fjár er að skrifa greinar um kvenfólkið, sem hann hefur átt vingott við. Greinaflokkurinn á að heita: Stúlkurnar minar eitt þúsund, og sagt er, að fyrir hverja grein fái Best 300.000 krónur, eða þar um bil. 1 þessum greinaflokki er meðal annars talaðum Siv Hedeby, og þar segir: Hún var yndislega sólbrennd og með falleg blá augu. Og svo er sagt frá öllum hinum 999 og hugsið ykkur, að 120 þúsund nýjar íbúðir í Moskvu Á hverju ári bætast á milli 100.000 og 120.000 ibúðir i ibúða- fjölda Moskvu. Á þrem árum hafa verið byggðar jafnmargar karlinn skuli geta haldið reikning yfir þær allar. Sá er ekkert blávatn. ibúðir og voru i Moskvu árið 1917. Húsnæöismál i sovézku höfuðborginni batna óðfluga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.