Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 14. júll 1974. m&ssn s.kriv(!mi |ftÉÍÉ •w;d^t Christy Brown skrifar eingöngu á rafmagnsritvélina meö vinstri fæti, KR. KMSTJÁN5SQN H.F. SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 Erum aö fá síöustu Ford Bronco bílana fyrir verðhækkun frá verksmiöjunum. Leitið upplýsinga og gangið frá pöntun Sölumenn í síma 35300. SKRIF MEÐ Móftir hans var sterk kona meft mikinn persónuleika. Ef hennar heffti ekki notið vift, væri Christy Brown lokaftur inni á hæli. Hann fæddist fatlaöur, og nokkrir sögöu hann vera „aumingja". En strax sem barn gerfti hann allar hrakspár aft engu. Faðir hans var múrari, bræöur hans sjö voru múrarar. Christy Brown hefði sennilega fylgt ætt- arvenjunni, ef hann hefði ekki fæðzt svo fatlaður að læknar og ýmsir fleiri ráðlögðu foreldrun- um að senda þennan „aumingja” á hæli. Hann þarfnast aöeins þvottar og matar, sagði fólk. Christy Brown, nú 41 árs að aldri, hefur gert allar hrakpsár að engu. Enn er hann fatlaður, en er nú orðinn þekktur rithöfundur. Hann skrifar allar bækur sínar með vinstri fæti. Ein bóka hans, „Down all days”, hefur verið þýdd á 14 tungumál. Hann er heppinn maður, nýgiftur og hamingjusamur, og vinnukraftur hans hefur aldrei verið meiri. Þessi grein er um óvenjulegan mann, sem hefur unnið afrek i hjólastólnum sinum og gefið öðrum, fötluðum nýja lifsskoðun. Mamina brást aldrei Það tekur þann, sem þekkir ekki Christy Brown, nokkurn tima að skilja hvað hann segir. Hann á i nokkrum erfiðleikum með að tala. En hann hefur úr miklum brunni vizku og reynslu að ausa, þar sem hann situr fjötraður við hjólastólinn. Hann byrjar að segja frá þvi, að Crumlin hverfið i Dublin, þar sem hann ólst upp, hafi breytzt siðan hann leit þar fyrst dagsins ljós árið 1932. Margir, sem hafa leSið fyrstu bók hans „Vinstri fóturinn minn” hafa skilið það svo, að þarna hafi verið fátækra- hverfi. — Það var ekki beinlinis fátækrahverfi, segir Christy. En fjölskyldurnar þar voru mjög stórar. Það var algengt, að hver hjón ættu 10-12 börn. Og það var mikið atvinnuleysi um þessar múndir. Chrysti fæddist á Rotunda sjúkrahúsinu og var tfundi i röðinni af systkinum sinum. Fæðingin hafði næstum kostað bæði móður og barn lifið, og læknirinn var viss um að Christy gæti ekki lifað. Hann var mjög mikið fatlaður. Hann gat ekki hreyft útlimi sina, nema vinstri fótlegg. Seinna kom i ljós, aö hann gat ekki stjórnað tal- færunum eða gert hreyfingar til að gera sig skiljanlegan, nema fyrir þeim,sem umgengust hann daglega, — Hefði mamma ekki verið eins sterk og hún var, væri ég ekki á lifi nú, segir Christy Brown. Hún mamma neitaði algjörlega að senda mig á hæli. Hún sagði mér siöar, að hún hefði strax, þegar ég var smábarn, séð eitthvað greindarlegt i augum minum. Mamma brást mér aldri. Hins vegar held ég ekki, að hún hafi dekrað við mig. Hún hafði einfaldlega ekki tima til þess. Chris tekur sem dæmi, að móöirin hafi aldrei viljað standa i röð fyrir utan félagsmálaskrif- stofuna til að ná i örorkubætur fyrir soninn. — Mamma vildi að við sæjum um okkur sjálf, þótt það væri erfitt. Pabbi var láglaunaður múrari. Fyrsta A-ið Christy lá mest á eldhúsgólfinu fyrsta ár ævi sinnar. Móðirin skildi hljóð hans. Hún talaði við hann. — Gefðu merki, ef þú skilur, hvað ég segi, sagði hún. Chris velti höfðinu yfir á vinstri öxlina. Siðan velti hann þvi aftur. Hann hafði skilið? Fyrsta kraftaverkið i lifi Christys gerðist, þegar hann var fimm ára. Þaö var dag nokkurn i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.