Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 14. júli 1974. <2> Torfæruakstur í Sovétríkjunum Islenzkum bileigendum þykir mörgum hverjum torfæruakst- ur spennandi og skemmtilegur. Hér hefur nokkrum sinnum ver- ib háð jeppa-aksturskeppni, en sennilega aldrei keppni i tor- færuakstri stórra vörubifreiða. Þessar myndir eru frá borginni Ryazan i Sovétrikjunum, þar tóku nýlega 160 ökumenn frá 17 borgum þátt i torfærukeppni, og voru bilarnir, sem ekið var á frá verksmiðjum, i Gorky og Moskvu. Keppnisleiðin var 8 kflómetrar, og þurfti viða bæði á leikni ökumanns og hæfni bils að halda til þess að ná mætti settu marki. Þessi keppni i Ryazan fer fram árlega og hafa ibúar borgarinnar mjög mikla ánægju af að fylgjast með keppninni. GAZ-69 jeppinn, sem er hér á einni myndinni komst fyrstur i mark i sinum riðli. Á annarri mynd sjáið þið stóran trukk á erfiðri leið og þriðja myndin sýnir ZIL-130 bilana vera að leggja upp, og mikinn fjölda áhorfenda allt um kring. 0 0 4feh 13 dra gamall skdkmeistari Nöfn georgisku skákkvennanna Nonu Gaprindashvili, heims- meistara kvenna og Nonu Alexandriu, sem er áskorandi heimsmeistarans eru vel þekkt i heimi iþróttanna. Nú hefur eitt nafn bætzt i þennan ágæta hóp. Það er hin 13 gamla Maja Tsji- burdanidze, frá Tbilisi, höfuð- borg Grúsiu. Samkv. ákvörðun sovézku heilsuræktar- og iþróttanefndarinnar er aðeins hægt að öðlazt iþróttameistara-. titil eftir 14ára aldur, en i tilfelli Maju var gerð undantekning og henni veittur skákmeistara- titillinn og er hún yngsti hand- hafi þess titils. Maja er fædd i Kutaisi. Faðir hennar er búfræðingur og móðir hennar skólakennari. Þegar Maja var smápeð gekk hún i skákhring Ungherjahallarinnar i Kutaisi. Arið 1971 varð hún Georgiu- meistari stúlkna og sama ár fimmta i kvennakeppni lýðveld- isins. Á siðast liðnu ári vann Maja bronsverðlaun i Sovét- keppni skólastúlkna og silfur- verðlaunin i keppninni um Sovétbikarinn. Mesti viðburður- inn i iþróttaævi Maju var, þegar ★ hún tók þátt i hinni hefðbundnu alþjóðasveitarkeppni Júgóslaviu og Sovétrikjanna. Þar lék hún ásamt heimsfræg- um skákmönnum, eins og Tigran Petrosjan, Jefim Geller, Scetozar Gligoric, Boris Ivkov og fleirum. Nú stundar Maja nám við iþróttameistaraskól- ann i Tbilsi. Hún er með þeim hæstu, þó að hún taki þátt i mörgum skákkeppnum. Hér sést Maja tefla fjöltefli. ★ Plast styrkt með geislun Þunn plasthúð verður miklu sterkari, ef hún er geisluð með rafeindatæk'jum. Er það eðlis- efnafræðistofnunin i Kiev, sem hefur komizt að raun um þetta. Polyetylen, sem þannig er farið með verður þrisvar sinnum hitaþolnara. Það hvorki bráðn- ar né springur i sólskini. í Kiev er nú hafin tilraunaframleiðsla og brátt verður þar hafin iðnaðarframleiðsla. Verða framleidd 300 tonn af plastefni á ári. ★

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.