Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 31

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 31
Sunnudagur 14. júll 1974. TÍMINN 31 Gsal-Rvik — Móttökuhátiö eöa „Gestamótiö” fyrir Vestur-is- lenxinga var haldið i Háskólabiói á föstudag, og fór það mjög skemmtilega fram. Sr. ölafur Skúlason bauð gesti velkomna, en siöan tóku til máls sr. Bragi Friö- riksson, sem þakkaði öllum þeim mörgu aðilum sem stuðlað hafa að ferðum Vestur-íslendinga hingað til lands svo og móttökur allar hérlendis, og Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra. Ölafur bauð gestina velkona til landsin og flutti þakkir þjóöarinn- ar fyrir alla þá ræktarsemi sem Vestur-íslendingar hafa sýnt svo og stuðning þeirra við ýmis mál hérlendis. Minnt- ist hann á hve góðir þegnar þeir hafa reynzt nýja land- inu og hve aukið þeir hafa hróöur landsins viða, án þess þó að gleyma gamla landinu. Sagði Ólafur að ótrúlegt væri hve vel Vestur-islendingar hafa haldið við Islenzkri tungu. Lauk ólafur ávarpi sinu með erindi úr kvæði Stephans G. Stephanssonar: „Yfir heim eða himin/ hvort sem hugar þin önd/ skreyta fossar og fjallshlið/ öll þin framtiðar lönd/ Fjarst i eiliföar útsæ/ vakir ey- lendan þln/ nóttlaus voraldar veröld/ þar sem viösýnið skin. Sr. Ólafur Skúlason þakkaði hlýleg orö forsætisráðherra, og minntist þess að stjórnin heföi afnumiö bandstrikið I Vesturislendingar, sem táknar að Islendingar i Vesturheimi og tslendingar hér- lendis séu ein og sama þjóðin, að þeir séu eitt, og vakti þetta mikla hrifningu hjá öllum þeim mann- fjölda sem staddur var i Háskóla- biói, og fögnuðu þeir með lófa- taki. Siðan tók til máls Skúli Jó- hannsson, forseti Þjóðrænisfé- lagsins i Vesturheimi (en þaö er 55 ára á þessu ári) og afhenti for- sætisráðherra mynd Arna Sigurössonar af fyrstu fsl. land- nemunum er þeir stigu á land við Vlðines við Winnipegvatn, ásamt árituðum skildi til Isl. jóðarinnar, með kveðjum vegna 11 alda afmælisins. Siðan dansaði dansflokkur Vesturislendinga Þegar Karl Jónsson og Tani Björnsson sungu, stóðu allir á fætur og fylgdust með. svokallaðan „Square dance” við góðar undirtektir áhorfenda. Sfö- an tóku fararstjórar stærstu hóp- anna sem hér eru staddir til máls, þeir Stefán J. Stefánsson, Her- mann Eyford og Tani Björnsson. Afhentu þeir aö gjöf til islenzku þjóðarinnar og forsetans, falleg málverk sem frú Hegloff (áður Kjartansson), hefur málaö. Lúðrasveit Reykjavikur lék siðan tvö lög, en áður en gestamótið byrjaöi, léku þeir á Hagatorgi meðan fólk þyrptist að. Söngvar- arnir Karl Jónsson og Tani Björnsson sungu siðan „Þótt þú langförull legöir” með undirleik Lúðrasveitarinnar. Siðast á dag- skránni var ný kvikmynd um Reykjavík. Borgarstjórn bauð siðan hinum vesturfslensku gest- um til Kjarvalsstaða, þar sem þeir þáöu kaffi. Karl Jónsson og Tani Björnsson syngja meö undirleik Lúörasveitar Reykjavikur, stjórnandi Páll P. Pálsson. (Tfmamyndir Gunnar) FLEIRI SLASAST — en dauðaslysum fækkar þó FYRSTU sex mánuði ársins létuzt sjö manns i umferðar- slysum. A sama tima áriö 1973 urðu fjórtán banaslys, þar sem fimmtán manns létuzt og fyrri- hluta ársins 1972 urðu tiu bana- slys, þar sem ellefu manns létuzt. I ár hafa þrjú banaslys orðið I dreifbýli, en fjögur I þéttbýli. Sex karlmenn hafa látizt og ein kona, tveir voru ökumenn, einn farþegi þrfr gangandi vegfarendur og einn hjólreiðamaöur Fyrstu sex mánuði ársins urðu 3468 umferðaróhöpp, þar sem 601 slasaðist. Sama tlmabil I fyrra voru skráð 3482 óhöpp, þar af 413 með meiðslum. Slysum með meiöslum hefur fjölgað þótt færri óhöpp séu skráð á þessu ári Af þeim 601 vegfaranda sem slasast hafa á þessu ári voru 449 akandi og 152 gangandi. Akandi vegfarendur skiptast þannig: 208 farþegar, 202 ökumenn og 39 hjól- reiðarmenn. Við bráðabirgðarskráningu umferöarslysa kemur fram, að fjöldi slasaðra I umferðinni fer vaxandi og hefur svo verið frá þvl I febrúarmánuði, þá slösuðust 62 en I júnímánuði 126. Af þeim 601 sem slasaðist i um- feröarslysum fyrstu sex mánuði ársins eru 283 á aldrinum 7-20. I bráöabirgöarskráningu um- ferðaslysa, sem Umferðarráð hefur látið frá sér fara, kemur fram, að f júnf-mánuði hafa oröið 588 umferðarslys, en voru 543 I sama mánuöi 1973. 1 mánuðinum uröu 90 slys með meiöslum, voru 81 árið 1973. HÖFÐABAKKI 9 ■ Varahlutaverslun Sambandsins Varahluta- þjónusta GH bíla er nú öll á sama stað í Höfðabakka 9 er nú samankomin á einn stað varahlutaverslun f 4alla General . ■ ■■ OPEL CHEVROLET VAUXHALL BUICK BEDFORD GMC Sími 84710 Sími 84245 v ; ,s,V VESTURLANDSVEGUR SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA Varahlutaverslun HÖFÐABAKKA 9. SÍMAR 84710 og 84245.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.