Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 23

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 23
Sunnudagur 14. júli 1974. TÍMINN 23 HEILDSALA - SMASALA umboðsmaður Autolite/Motorcraft vörur Skeifan 17j Reykjavik. Simar 84515—84516 Þekking á heimilisstörfum er ungu fólki nauðsynleg — segir Ingigerður Guðjónsdóttir, forstöðukona Húsmæðraskólans að Staðarfelli í Dölum — Ég tel mjög nauð- synlegt að ungt fólk sæki húsmæðraskóla og að þeir hafi siður en svo glatað hlutverki sinu. Piltum jafnt sem stúlkum er mikilsvert að kunna skil á öllum þeirn fjölmörgu efnum og vörutegundum, sem nú eru á boðstólum. Og öllum er þeim hollt að kunna til verka Nú þegar konur vinna flestar úti gerir hús- mæðraskólavist þeim auðveldara að vinna heimilisstörfin fljótt og vel jafnhliða öðru starfi. Svo fórust Ingigerði Guðjóns- dóttur forstöðukonu Húsmæðra- skólans að Staðarfelli í Dölum orð, er við hittum hana að máli nú fyrir skömmu, er hún var á ferð i Reykjavik, Ingigerður hefur verið 12 ár að Staðarfelli, en auk hennar starfa við skólann þrir kennarar og ráðsmaður. Starfslið verður óbreytt næsta skólaár, en þá er i 'ráði að hafa i skólanum þrenns konar námsskeið: þrigg ja vikna fimm vikna og þriggja mánaða, auk heils vetrar skóla Húsmæðraskólar veiti réttindi — Mjög er áriðandi, sagði Ingigerður, að sem fyrst verði gengið frá lögum um að hús- mæðraskólarnir veiti ákveðin réttindi, en drög að þeim liggja þegar fyrir alþingi. Þangað til hlýtur starfsemi skólanna að vera i svipuðu formi og verið hefur. Sumu unga fólkinu kann. að þykja átta mánaða skóli of langur meðan hann veitir engin ákveðin réttindi. Þó er það svo að ég hef venjulega getaö útvegað um helmingi nemenda vinnu á vorin i lok námsins, þvi mikið er leitað til min og ég beðin að benda á stúlkur úr skólanum. Hér er einkum um hótelstörf og fleira þ.h. að ræða en þar eru stúlkur, sem gengið hafa I húsmæðraskóla látnar ganga fyrir Húsmæðraskólinn að Staðar- felli hefur alla tið verið fullsetinn þangað til i vetur. Skólinn er ætlaður 26 nemendum, en þó höfum við einu sinni haft 36, en það var auðvitað of margt. I vetur voru hins vegar aðeins 16. Raunar innrituðust 21, en fimm nemendur heltust úr lestinni Tveir piltar i skólanum i vetur Þess má geta að tveir piltar annar frá Akranesi og hinn úr Reykjavik, vorui skólanum i vetur og stóðu sig með ágætum. Þeir ætluðu báðir að vera matsveinar á bátum i sumar og voru að afla sér undirbúnings undir það starf. Piltarnir lærðu matreiðslu og heimilishald meðferð ungbarna og handavinnu og vefnað ef þeir vildu og voru reglulega duglegir — en þeim leiddist að þvo upp, bætir Ingigerður við brosandi. Aðrar námsgreinar i skólanum eru islenzka, næringarefnafræði, vöruþekking, efnisfræði, heilsu- fræði, uppeldis- og sálarfræði, félagsfræði og ræsting. Stúlkurnar, sem hjá okkur voru i vetur, voru hvaðanæva að af landinu. En mjög góðar sam- göngur eru orðnar til okkar. Það er ekki orðið nema fjögurra tima akstur að Staðarfelli úr Reykjavik og áætlunarferðir tvisvar i viku. Þá er flugvöllurinn rétt við bæjardyrnar. Ódýrustu skólarnir Húsmæðraskólarnir eru mun ódýrari en aðrir skólar, þar er nemendur og kennarar vinna öll verk sjálfir, og þó er fæðið alveg sérstaklega gott. í vetur kostaði fæðið hjá okkur 240 kr. á dag. Skólavistin yfir veturinn kostaði að meðaltali 56.840 kr: fyrir nemanda og er þar innifalið fæði og húsnæði, bækur og efni til sauma og vefnaðar. Þó þurfa nemendur að hafa með sér efni i þau föt, sem þeir sauma sjálfir á sig. Og var stúlkunum gert að koma með efni i einar siðbuxur, kjól og blússu og I fleiri flikur ef þær hefðu vilja og dugnað til að ljúka meiru Námskeið fyrir konur I vetur höfðum við einnig þrjú námskeið fyrir konur og voru 15 á hverju þeirra. Þetta voru tvö sniða- og saumanámskeið sam- kvæmt pfaffkerfinu og vefnaðar- námskeið. Bjuggu konurnar I skólanum meðan á nám- skeiðinum stóð. Skólahúsið var endurnýjaö á árunum 1962-71 og byggður skólastjórabústaður og þrjár kennaraibúðir. Húsnæðismálin eru þvi I góðu lagi I sumar dveljast húsmæður I orlofi i Staðarfellsskóla. Eru þær úr Hafnarfirði, Kópavogi og af Snæfellsnesi. — Og hvað um aðsókn á næsta skólaári? — Þegar eru nokkrar stúlkur búnar aö sækja um skólavist I átta mánaða skóia. En við teljum rétt að leggja einnig áherzlu á styttri námskeið til að verða við óskum sem flestra. Ingigerður Guðjónsdóttir Timamynd Róbert Auglýsing til bifreiöa- og verkstæðiseigenda . amebísk. flj /\uto\'te , p kerti \ aWar gerðir b\freiða fyrirHggíand' á mjög hagstseðu verði. Stúdentar 1974 Þjóðhátiðarnefnd 1974 vill ráða 100 stúdenta til starfa á Þingvöllum á þjóðhá- tiðinni 28. júli n.k. Stúdentar snúi sér til skrifstofu nefndar- innar þriðjudag, miðvikudag og fimmtu- dag, Laugavegi 13, II. hæð (gengið inn frá Smiðjustig) kl. 10-12 f.h. og 4-6 e.h. Þjóðhátiðarnefnd 1974.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.