Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur 14. júll 1974. TÍMINN 9 vögnum. Einnig er selt snarl af matartrillum, sem menn ganga með um lestina, likt og vinvagn i i flugvélum, en allt er þetta fok- dýrt. — — Við vorum forsjúlir, að kaupa okkur nesti, segir Óiafur og við höldum þvi fram, að við sé- um búnir að innbyrða anzi mikið af brauði með lifrarkæfu, þennan tima, sem við vorum á ferðinni. Þegar hér er komið sögu hefst löng uppptalning staðarheita, er þeir félagar heimsóttu á ferð sinni. Koma þar fyrir fræg nöfn eins og Hamborg, Salzburg, Vin, Flórens, Róm og margir fleiri voru þeir, staðirnir, er þeir heim- sóttu. Á ferðinni höfðu þeir allná- kvæmt skipulag, þ.e. þeir skiptu með sér að sinna hlutverki farar- stjóra. Einn átti sem sagt að vita meira um Sviss og Austurriki en hinir og miðlaði þá fróðleik og valdi þá staði, er voru heimsóttir. Töldu þeir félagar, að þetta fyrir- komulaghefði reynzt ágætlega og þeir hefðu þannig fengið mun meira út úr ferðinni. Smám sam- an hefðu þeir lært á hin ýmsu óþekktu fyrirbæri, svo sem leigu- skápa á járnbrautarstöðvum, vanið sig á það að finna strax upplýsingamiðstöðvar á þessum stöðvum og þannig sloppið við að eyða dýrmætum tima i endalaust ráp i leit að unglingagistiheimili. Slíkar upplýsingarstöðvar væru alls staðar sögðu þeir og hvöttu fólk til þess að ganga ekki fram hjá þeim, væri það i húsnæðisleit. Með farfuglaskirteini upp á vas- ann væri hægt að fá ódýra gist- ingu og þeir, sem hefðu slikt skir- teini gengju yfirleitt fyrir um húsnæði. t verðinu, sem væri mis- jafnt, 5-7 mörk væri innifalinn morgunmatur. — Tungumát voru ekki neinn höfuðverkur. Kannsi af þvi, að Ólafur var með, segir Þórir, en nánast alls staðar var hægt að bjarga sér á ensku, þó það gæti verið erfitt, sérstaklega á ttaliu. Þá varð maður bara að pata og benda og það skildist yfirleitt. Og ég vil einnig koma þvi að, að það er ekki gáfulegt að flækjast með mikið af íarangri. Við vorum tveir með bakpoka, en hinir voru með léttar töskur. Einhvern veg- inn eru engin not fyrir alls kyns flikur af Islandi, sem maður er gjarn á að draga með sér og slikt er algjör óþarfi. Það eru viða möguleikar til þvotta og ætti ekki að vera nein goðgá fyrir fólk að þvo af sér spjarirnar. — Ég sá um Danmörku og Þýzkaland, eða átti að sjá um þau lönd og það var eins með þau og hin, að við skoðuðum fyrst i stað heilmikið af kirkjum og söfn- um. Siðar vorum við búnir að setja rá reglu, að aðeins yrði farið upp i kirkjuturn, sem væri yfir 550' þrep. Það reyndist ágætlega, seg- ir Ólafur. t Kaupmannahöfn eyddum við timanum mest i Tivoli, en þegar til Kölnar kom skoðuðum við Kölnardómkirkju og stórkostlegt vatnsorgel i nám- unda við Hamborg auk fjölda annarra staða, sem of langt mál yrði upp að telja. — Við reyndum fyrst að ferðast innanborga með strætisvögnum, segir Þórir, en það er dálitið erf- itt, sé maður ekki þeim kunnugur i viðkomandi borgum. Hins vegar er neðanjarðar lestarkerfi þess- ara borga mjög þrautskipulagt og ætti að vera auðvelt fyrir menn að ferðast með þvi. — — Italia var min deild, segir Þórir. — Þar var venju fremur litið um verkföll og þvi auðvelt að komast leiðar sinnar, en það vakti athygli okkar hversu mikið var um lögreglumenn, — alls kon- ar lögreglumenn, sem virtust hafa það að aðalstarfi að stöðva bila. Og bilaumferðin er gifurleg, sérstaklega i Róm. Ég vildi ekki eiga að finna stæði fyrir bil þar. — — Feneyjar voru einnig ákaf- lega athyglisverðar, segir Gunn- ar og beinir orðum sinum að Ólafi. Það var þar, sem Óli missti myndavélina sina. — — Jú, rétt, — vélinni varð ég að horfa á eftir i götuna, og eins og menn kannski vita, er ekki mikið um götur i Feneyjum, heldur siki, mikil og löng. Vélin liggur þvi þarna einhver staðar á strætum Feneyja. Strákarnir höfðu af- skaplega gaman af þessu, en mér þótti þetta nú heldur sárt, eins og gefur að skilja. AnnarS eru Fen- eyjar að grotna niður og satt að segja sér ekki i borgina fyrir túr- istum. — Eitt af þvi merkilegasta, sem við annars sáum á ttaliu var Pompeiji og Vesuvisfjallið. Þangað fórum við i leigubil, og þá vorum við nú flottir á þvi, segir Gunnar, og Ólafur tekur við frá- sögninni. — Að máli við okkur kom italskur leigubilstjóri, sem hreint og beint krafðist þess, að við stigjum upp i bilinn hjá hon- um, við myndum hvort eð er þurfa að greiða jafn mikið fyrir rútuferð út að fjallinu og borg- inni. Það var auðvitað vitleysa, eins og við áttum eftir að komast að, túrinn kostaði okkur um 4 þús. krónur. En allt um það, við létum til leiðast og settumst inn i bilinn, sem var hinn fegursti, en ensku- kunnátta bilstjórans, sem sam- kvæmt eigin orðum átti að vera — Við félagarnir ferðuðumst mest á tveim jafnfljótum, er komið var af lestunum. Hins vegar gátu ýmsir veitt scr ineiri þægindi, eins og hljóta að vera I þessum vagni. fullmenntaður i þvi tungumáli, varekki upp á marga fiska. Hann ók okkur þó, sem leið lá upp fjall- iö, og ók greitt og er á toppinn var komið, benti hann i allar áttir á hina ýmsu sögustaði, sem ekki sáust fyrir móðu. — En Popeiji var stórkostleg. Þar laumuðumst við inn i hóp með leiðsögumanni og nutum þvi góðs af þekkingu mannsins endurgjaldslaust. Mun efalaust mörgum er til sáu, hafa þótt það undarlegt, að sjá þá, er rétt áður stigu út úr bil af dýrustu gerö, laumast inn i raðir án þess aö borga, en eitthvað varð maður að gera til þess að drýgja aurana. Fleiri urðu sögurnar, sem þeir félagar höfðu að segja, en þeir vildu fyrst og fremst hvetja fólk til þess að sannreyna þetta kosta- boð, sem þeir töldu, að kostað hefði þá um 50 þús. krónur, hvern um sig. Þá hefðu þeir oft að visu lifað anzi spart, en þetta væri allt svo skemmtilegt til upplifunar, að ekki væri hægt að ganga fram hjá svona tækifæri og sérstaklega ekki meðan maður væri ennþá ungur. Við þökkum þeim fyrir spjallið. • 'í ■■ • . ■ ^mmmm M I 18 issi... ■ ■ ■ ■ i ©NÝJUNG frd Fella Stjörnurakstrarvél Fasttengd á þrítengi dráttar.vélarinnar — er því mjög þægileg og lipur i flutningi. Afkastamikil og hreinrakar. Vinnubreidd 2.80 mtr. Sérstaklega hentug til að múga fyrir heybindivélar og heyhleðsluvagna. Prófuð af Bútæknideildinni að Hvanneyri með mjög góðum árangri. Hagstætt verð og skilmálar. Leitið nánari upplýsinga hjá okkur um nýju Fella rakstrarvél- ina. G/obusi LÁGMÚLI 5, SÍMI 815 55 — Veðurfar á Evrópuslóðum er yfirleitt mun betra aö sumri til en hér gerist, og var þá oft gott að hvfla lúin bein i svala gosbrunna. ljósm.: ól. G. Jónsson. Auglýsitf í Timanum fólki með ungu fólki með ungu fólki með i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.