Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 14. júli 1974. Mannvirkin miklu á Skeiðarársandi Landmælingar Islands hafa aö undanförnu unniö aö gerö nýs korts af Skaftafelli og Skeiöarársandi. Kortiö er gefiö út I 5000 þúsund eintök- um, þannig aö ekki er aö efa, aö þaö selzt fljótlega upp, þvi aö búizt er viö mun fleiri feröamönnum til Skaftafells i sumar. Kortiö mun kosta rösklega 200 krónur. Þaö er prentaö hjá Kassageröinni og Offsetmynd- um. Hér á Timamynd Róberts sést Syavar Berg Pálsson landmælinga- maöur viröa hiö nýja kort fyrir séi-. Vegalengd yfir Skeiöarársand milli Núpsstaöar og Skaftafellsár er um 34 km. Allmörg vatnsföil falla um sandinn. Mest þeirra eru Núpsvötn og Súla, sem hafa sam- eiginlegan farveg, Gigja og Skeiöará. Núpsvötn eru berg- vatnsá, en hinar árnar koma und- an Skeiöarárjökli og mega kallast dæmigeröar jökulár. Eins og aör- ir skriöjöklar er Skeiöarárjökull sifeildum breytingum undirorp- inn. Þetta veldur þvi, aö útföll jökulánna veröa mjög óstööug og færa sig gjarnan meöfram jökul- jaörinum. Arnar bera meö sér geysimikinn framburö undan jöklinum, en framburöurinn fell- ur siöan til botns, eftir þvi sem straumurinn minnkar, og hækkar þannig sandinn meö timanum. Mesta vandamálið við jökul- árnar á Skeiðársandi eru þó hin geysistóru jökulhlaup, sem I þær koma. Jökulhlaup myndast við það, að vatn, sem safnazt hefur fyrir við jökulrönd eða undir jökli, fær skyndilega framrás undir jökulinn. Vatnsgeymirinn, sem ef til vill var mörg ár að safna I sig, tæmist þá á nokkrum dögum. Oftast skeður þetta, þeg- ar vatnsstaðan i geyminum hefur náö þeirri hæð, að hún megni að lyfta jöklinum. Einnig geta þó komið til aðrar orsakir svo sem edsumbrot. Tveir slikir stórir vatnsgeymar fá framrás undir Skeiðarárjökul og fram á Skeiðarársand. Græna- lón er jaðarlón við vesturjaðar Skeiðarárjökuls, og vatn úr þvi fær framrás undan vesturhorni jökulsins I farveg Súlu. Grims- vötn eru jökullón nokkuð norðar- lega i Vatnajökli, og fá hlaup það- an framrás viða undan jöklinum. Meginhluti vatnsins rennur þó um farveg Skeiðarár, en einnig fer mikið vatn I farveg Gigju. Undan- farna þrjá áratugi hafa þessi jök- ulhlaup komið með nokkuð reglu- legu millibili og verið svipuð að stærð. Hefur hámarksrennsli i Skeiðará i hlaupunum verið um 6000—8000 m3/ sek. Aður fyrr komu jökulhlaup þessi mun sjaldnar, en voru að sama skapi stærri. Er áætlað, að hámarksrennsli i þeim hlaupum hafi verið allt að 4 sinnum meira heldur en i siðari hlaupum. Ekki er fullljóst, hvað veldur þvi, að hlaup eru nú tiðari og minni, en talið er liklegt, að það standi I sambandi við almenna rýrnun jökla undanfarna áratugi. Aðdragandi, undirbún- ingur og fjáröflun. Meö byggingu brúar á Jökulsá á Breiðamerkursandi árið 1967 og brúar á Hrútá árið eftir var öræfasveit komin i vegasamband austan frá. Var þar með einnig náð þeim áfanga, að kominn var samfelldur vegur umhverfis landið að Skeiðarársandi undan- teknum. Voriö 1968 var samþykkt á Al- þingi þingsályktun um undirbún- ing þess að gera akfært umhverf- is landið. Skyldi áætlun þar að lútandi hraðað svo sem unnt væri og að þvi stefnt, að hafa mætti not af henni við gerð vegaáætlunar fyrir árin 1972—1976. Samkvæmt þessari þingsálykt- un var unnið að mælingum og rannsóknum á Skeiðarársandi næstu ár, en búist var við Skeið- arárhlaupi árið 1970. Hinn 23. marz 1971 voru sam- þykkt á Alþingi lög um 200 m. kr. happdrættislán til greiðslu kostn- aðar við vega- og brúargerð á Skeiðarársandi. Lögum þessum var siðan breytt I desember 1971 og lánsheimildin þá hækkuð I 250 m. kr. 1 október 1971 lagði samgöngu- ráðherra svo fyrir, að gerð skyldi frumáætlun um gerð vegar um Skeiðarársand miðað við fram- kvæmdir á þremur árum og einn- ig miðað við framkvæmdir á fjór- um árum, þó að öllum rannsókn- um samkvæmt þingsályktuninni frá 1968 væri ekki lokið. Frumáætlun um gerð vegar og brúa á Skeiðarársandi var send ráðuneytinu I janúarlok 1972. Var kostnaður við að ljúka fram- kvæmdum á þremur árum áætl- aður um 500 m. kr., en 15 m. kr. minni, ef framkvæmdatiminn yrði lengdur um 1 ár. Með bréfi hinn 4. febrúar ákvað samgöngu- ráðherra, að miða skyldi framkvæmdir við, að verkinu yröi lokið á 3 árum. 1 framhaldi af þessari ákvörðun ráðuneytisins var framkvæmdaáætlun um Skeiðarársand felld inn I vegáætl- un fyrir árin 1972—1975, sem sam- þykkt var á Alþingi i mai 1972. Fyrsta happdrættislánið, að upphæð 100 m. kr., var boðið út I april 1972, og seldist það upp á nokkrum dögum. Stóð þá einmitt yfir Skeiðarárhlaup þaö, sem bú- izt hafði verið við árið 1970. Alls hafa verið gefnir út fjórir flokkar happdrættislána vegna fram- kvæmda á Skeiöarársandi að heildarupphæð 580 m. kr. Seölabanki Islands, sem haft hefur veg og vanda af útgáfu og sölu happdrættisbréfanna, hefur einnig séð um bráðabirgðafjár- öflun til framkvæmdanna. Mannvirki, forsendur og tilhögun Við þær aðstæður, sem áður hefur verið lýst, getur ekki orðið um neina fasta farvegi i venjuleg- um skilningi að ræða, heldur hafa árnar yfirleitt stór svæði, sem þær flæmast um, þegar jökul- hlaup koma I þær. Við allar árnar er þvi aðeins hluti farvegsins brú- aður, en siðan byggðir varnar- garðar til að leiða vatnið undir brýrnar. Hin mikla óvissa um stærð og dreifingu jökulhlaupa i framtið- inni veldur þvi, að ekki þótti fært að hanna mannvirki með það fyr- ir augum, að þau taki stærstu hlaup áfallalaust. Var þvi valin sú leið, að miðað skyldi við, að mannvirki gætu tekið á móti jök- ulhlaupum, eins og þau hafa verið undanfarna áratugi, án þess að vegasamband rofni. Á hinn bóginn er tilhögun mannvirkja þannig, að sem minnst tjón hljótist af stórum jök- ulhlaupum, þó að þau kæmu. Þannig eru dýrustu hlutar mann- virkja, þ.e. brýr ásamt vegfyll- ingum og varnargörðum næst þeim, hönnuð með þeim hætti, að þau geti staðizt án alvarlegra áfalla, en vatnið myndi flæða yfir varnargarða fjær brúm. Á meðfylgjandi myndum er til- högun mannvirkja sýnd I megin- dráttum. Vegur er með malarslitlagi og tvöfaldri akbraut, 6,5 m. breiðri. Varnargarðar eru byggðir úr möl og sandi. Armegin eru þeir varðir með sprengdu grjóti eða hrauni og grjótpylsum. Hinar stærri brýr eru allar sömu gerðar, stálbitabrýr með timburgólfi á steyptum staurum, sem reknir eru niður I sandinn. Allar eru brýrnar með einfaldri akbraut, en vegna hinnar miklu lengdar þeirra eru höfð útskot á þeim með 150—200 m. millibili, til að farartæki geti mætzt. Brýrnar eru tiltölulega háar, og er það gert I þvi skyni, að Isjakar, sem brotna jafnan úr jökuljaðri i hlaupum, komist undir þær. Framkvæmdir Áður en framkvæmdir gætu hafizt á Skeiðarársandi, var óhjá- kvæmilegt að endurbyggja veg- inn frá Kirkjubæjarklaustri að Núpsstað að langmestu leyti auk nokkurra brúa. Ennfremur var byggður kafli á hringveginum austan Skeiðarársands milli Skaftafellsár og Virkisár. Þá þurfti einnig að byggja nokkuð af hliðarvegum. Heildarmagn framkvæmda verður þá sem hér segir: Hringvegur: Nýbygging 61 km Styrking og endurbætur 7 km Hliðarvegir 4 km Varnargarðar 17 km Brýr(12) 2004 m Kostnaður við þessar fram- kvæmdir, þegar þeim er að fullu lokið, er áætlaður 850m.kr., og er það innan ramma frumáætlunar- innar frá 1972, þegar tekið er tillit til verðhækkana. Framkvæmdir hófust I april 1972 við Kirkjubæjarklaustur, svo og austur I öræfum. A sjálfum Skeiðarársandi var hafizt handa I september 1972, og hefur siðan verið lögð áherzla á að nýta vetr- artimann til framkvæmda, með- an vatn er minnst i jökulánum. í lok nóvember 1973 var lokið við fyrri hluta brúar á Skeiðará. Var ánni þá veitt undir brúna og vega- sambandið þar með opnað til bráðabirgða. 1 dag, 14. júli 1974, er framkvæmdum svo langt kom- ið, að unnt er að opna hringveginn formlega, þó að ekki sé lokið við alla frágangsvinnu. Efni og ýmsir byggingarhlutar voru boðnir út til verktaka, og var útboð stáls i stálbita og smiði þeirra langstærst slikra útboða, en það verk var unnið af brezku fyrirtæki, Redpath Dorman Long Ltd. i Glasgow. Að öðru leyti hef- ur Vegagerð rikisins annazt allar framkvæmdir við þessa mann- virkjagerð sem og hönnun mann- virkjanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.