Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 37

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 37
Sunnudagur 14. júll 1974. TÍMINN 37 þinni. Ef þú hættir ekki að spegla þig, skal dóttir þin verða tekin frá þér. Drottningin varð dauðhrædd, eins og von var. Hún trúði þessu raunar ekki og sagði þvi reiðilega: — Það getur aldrei gert dóttur minni neitt illt þótt ég skoði mig i spegli, og ég skal láta þig vita það, að ég spegla mig þegar mér sýnist. — Þá ætla ég að segja þér það, að dóttir þin hverfur, ef þú speglar þig oftar en þrisvar á morgun, sagði gamla konan. Drottningin var hrædd, en samt gat hún ekki stillt sig um að lita i spegilinn, daginn eftir, þegar hún kom inn i borðsalinn. Þá heyrði hún allt i einu rödd, sem sagði: — Einn. Drottningin varaðist að lita i spegilinn á meðan hún sat til borðs. En nokkru seinna bjó hún sig til ökuferðar i skrautvagni sinum. Gat hún þá ekki staðizt mátið, en leit eitt augna- blik i spegilinn umm leið og hún fór út. — Tveir, sagði þá röddin. Drottningin varð enn- þá hræddari en áður. Og hún gætti sin vel allan siðari hluta dagsins. Um kvöldið kom litla kon- ungsdóttirin hlaupandi til hennar og kallaði: — ó, mamma, eigum við ekki að ganga dálitið um i garðinum? Það er svo gott veðrið. Drottningin þagði, en hugsaði með sér. Ef ég leiði dóttur mína við hlið mér i garðinum, getur ekkert illt komið fyrir hana. Það eru heldur engir speglar i hallar- garðinum. Þær lögðu þvi af stað út i garðinn, og gengu hægt. Þær skoðuðu trén og blómin, sem uxu þar allt um kring. Loks komu þær niður að dá- litlu vatni, sem var i miðjum garðinum^ Þær gengu út á brúna, sem lá út i vatnið. Við hana lá hvitmálaður bátur með gylltum árum og gull- saumuðu segli úr rauðu silki. Þá varð litlu stúlkunni að orði: — Sjáðu hve vatnið er tært. Það er hægt að spegla sig i þvi! Drottningin leit niður i vatnið og skemmti sér við að horfa á myndina af þeim á vatnsfletinum. — Þrir! sagði þá rödd- in. Og drottningin vissi ekki fyrri til, en dóttir hennar var horfin. Þið getið ekki imynd- að ykkur alla þá sorg, sem rikti í höllinni. Drottningin grét og bar sig aumlega. Hún ásakaði sig fyrir þetta og var óhuggandi^ Það var uppi fótur og fit i höllinni, þvi að allir voru að leita að horfnu kóngs- dótturinni. Daginn eftir fór drottningin i langelzta kjólinn sinn, og hún kærði sig ekkert um að sjá i speglinum hvernig hann færi. Hún hugsaði aðeins um litlu stúlkuna sina. nógu langur. Hún sat við þetta i þrjá dag^. Þegar hirðmeyjarnar sáu, hve iðin drottning þeirra var, tóku þær sér allar verk i hönd. Drottningin vatt þráðinn i hnykil|. Þá sá hún allt i einu dóttur sina. Hún sat þar i skrautlegu herbergi. Fyrir framan hana stóðu þrír dvergar i grænurn fötum. Þeir færðu henni kökur og ávexti. — Elsku litla dóttir min! kallaði drottningin en þá hvarf sýnin, og drottningin sat þar með hnykilinn i hendinni. Daginn eftir gekk hún aftur út i skóg, til þess að hitta litla manninn i grænu fötunum. En i stað hans hitti hún einn af dvergunum, sem hún sá hjá dóttur sinni. — Ef þú vilt sjá dóttur þina og heyra hana tala, verður þú að vefa fallegt klæði úr þræðinum þeim arna, sagði dvergurinn. — Ég kann ekki að vefa, sagði vesalings drottningin. — Þú verður þá að læra það, sagði dvergur- inn. Drottningin gekk heim á leið i þungum þönkum. Nú varð hún að læra vefnað. Eftir þrjár vikur var klæðið tilbúið. Heyrði hún þá dóttur sina segja: — Mér líður reglulega vel og mér leiðist ekkert. Samt langar mig til að fara að komast heim bráðum. Drottningin sá dóttur sina leika sér með dvergunum. Daginn eftir gekk hún út i skóginn i þriðja sinn. Mætti hún þá þriðja dverginum. — Ef þú vilt að dóttir þin fái að fara heim til sin aftur, verður þú að sniða og sauma fallegan kjól úr klæðinu þvi arna, sagði dvergurinn. Drottningin þagði, en flýtti sér heim og byrjaði að sauma. Allar hirðmeyjarnar sátu við að spinna, vefa og sauma. Eldabuskurnar voru nú svo einstaklega iðjusamar og duglegar. Það var hreinasta ánægja að sjá, hvað allir i höllinni voru orðnir vinnusamir. Allt var þetta drottningunni að þakka. Hún komst sjálf i gott skap, þegar hún sá, hve allir voru iðnir og ánægðir við vinnu sina. Og áður en hún vissi af, var hún farin að syngja með hirðmeyjunum. Um kvöldið var kjóll- inn tilbúinn, svona lika ljómandi fallegur. Og óðara var litla kóngs- dóttirin þar komin aftur. Það er ekki hægt að gera sér neina hugmynd um, hve allir urðu glaðir. Svo mikið er vist, að gleðin var mikil. Upp frá þessu breytt- ist drottningin og öll hirðin. Skrautgirni og hégómaskapur þekktist þar ekki framar. Samt voru allir miklu ánægðari en áður, þvi að nú þekkti hirðin þá gleði, sem vel unnið starf veitir. (Lausl. þýtt BS) MARGAR HENDUR IL . VINNA §SAMVINNUBANKINN 1 ÉTT VERK — Takið alla þessa stóru spegla burtu, sagði hún. Ég get ekki séð þá framar. Þetta var gert. Og i stað speglanna , lét drottningin hengja upp ljómandi fallegar mynd- ir af dóttur sinni. Drottningin leitaði og leitaði um allan hallar- garðinn. Þegar hún fann ekki dóttur sina þar, fór hún út i skóg, til þess að leita þar. Þar mætti hún skritnum náunga i grænum fötum. — Ég get sýnt þér, hvernig dóttur þinni liður, ef þú vilt fá að vita það, sagði litli maðurinn i grænu fötunum. — Ég skal launa þér vel, ef þú getur fært mér dóttur mina, sagði drottningin. — Það get ég nú ekki, en ég get sýnt þér hana, sagði litli maðurinn. Ef þú ferð heim til þin og spinnur svo langan þráð úr silki, að hann nái sjö sinnum umhverfis höll- ina, muntu fá að sjá dóttur þina. Drottningin flýtti sér heirn, og byrjaði að spinna. Hún kunni litið til þeirrar iðju, eða ann- arrar vinnu, en hún gafst ekki upp. Og ekki hætti hún, fyrr en þráðurinn var orðinn $ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 Símar: 8-20-33 — 8-21-80 8-65-50 — 8-22-42 I 4G L V SI N i5 A D fcl! L D TiMANS MÓTATIMBUR Steypustyrktarstál SAUMUR Vatnsrör SVÖRT OG GALVANISERUÐ Sambandið * Byggingavörur • Ármúla 29

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.