Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 19
Sunnudagur 14. júli 1974. TÍMINN 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323— auglýsingasimi 19523. Blaðaprent h.f. Hringvegurinn Dagurinn i dag mun jafnan verða talinn merkis- dagur i samgöngumálum þjóðarinnar, þar sem hringvegurinn um landið verður þá formlega opn- aður til umferðar. Það hefur lengi verið draumur landsmanna — og þó einkum Austfirðinga — að slikur vegur yrði opnaður, en Skeiðarársandur var lengi talinn sú ófæra, sem ekki yrði ráðið við. Þessi torfæra hefur þó nú verið yfirstigin. Hringsvegsmálinu hefur oft verið hreyft á Al- þingi og hefur Eysteinn Jónsson verið þar oftast að verki. Nýr áfangi var stiginn i málinu, þegar sam- þykkt var 11. marz 1971 tillaga frá Jónasi Péturs- syni um að fjármagna vegagerðina um Skeiðarár- sand með sölu happdrættislánabréfa. Vafasamt er þó, að nokkuð hefði orðið úr framkvæmdum, ef vinstri stjórnin hefði ekki komið til sögu nokkrum mánuðum seinna. Hún ákvað að hef ja strax fram- kvæmdir og hraða þeim af sliku kappi, að hægt yrði að opna veginn á þjóðhátiðarárinu 1974. Þvi marki hefur nú verið náð. Til hafá verið þeir, sem hafa amazt við hring- veginum og talið of mikið kapp lagt á að ljúka hon- um. Það mun þó eiga eftir að sannast, að hans var mikil þörf. Hann bætir ekki aðeins stórlega að- stöðu Austfirðinga i samgöngumálum, heldur ger- ir Island að miklu meira og betra ferðamanna- landi en áður. Vissulega er timi þess kominn, þeg- ar 3% þjóðarinnar fara til útlanda i einum mánuði, eins og gerðist i siðastliðnum mánuði, að hafizt sé handa um að gera ísland að meira ferðamanna- landi fyrir íslendinga sjálfa. Hringvegurinn mun reynast stórt spor i þá átt. Varnarmálin Varnarmálin mun vafalitið mjög bera á góma i sambandi við væntanlega stjórnarmyndun. 1 þvi sambandi er ekki úr vegi að rifja það upp, sem sagt var um varnarmálin i kosningaávarpi Fram- sóknarflokksins, en það hljóðaði á þessa leið: ,,Framsóknarflokkurinn áréttar þá stefnu i varnarmálum, sem upphaflega var samkomulag um milli þeirra þriggja flokka, sem stóðu að inn- göngu Islands i Atlantshafsbandalagið, þ.e. ísland tryggi öryggi sitt með þátttöku i Atlantshafs- bandalaginu, án hersetu á friðartimum. Fram- sóknarflokkurinn vill vinna að þvi, að koma þess- ari stefnu I framkvæmd, þegar friðarhorfur fara nú batnandi, með þvi að bandalagið fái hér aðstöðu til eftirlits, og til viðhalds á mannvirkjum, án her- setu á friðartimum. Flokkurinn vill ná um þetta samkomulagi, eins og stefnt er að með tillögum þeim, sem utanrikisráðherra hefur lagt fram I við- ræðum við Bandaríkin. Af hálfu Islands er þar um drög að viðræðugrundvelli að ræða, en ekki úr- slitakosti. Þjóðin hefur um þrjár stefnur að velja I varnar- málunum: stefnu Sjálfstæðisflokksins sem nú orð- ið miðar að þvi, að hersetan verði varanleg, stefnu Alþýðubandalagsins, sem vill ekkert samstarf hafa við vestrænar þjóðir um varnarmál, og stefnu Framsóknarflokksins, sem er fólgin i þvi, að Is- land verði áfram I Atlantshafsbandalaginu og veiti þvi áðurgreinda aðstöðu, án hersetu á friðartim- um. Stefna Alþýðubandalagsins stuðlar að full- komnu öryggisleysi, en stefna Sjálfstæðisflokksins bindur þjóðinni bagga, sem síðar gætu reynzt henni of þungbærir. Stefna Framsóknarflokksins tryggir þjóðinni öryggi, sem afstýrir þeirri hættu, sem er fólgin I langvarandi hersetu”. Þ.Þ. Ivar Nörgaard, Politiken: Pappírsnotkun eykst örar en framleiðslan notciðs pappírs orðin arðbær Aukin pappirsnotkun krefst meiri skógræktar. Endurvinnsla „PAPPÍR og pappi eru pen- ingaigildi”. Sennilega muna enn margir þessi orð. Þau voru oft höfð yfir I siðari heimsstyrjöldinni til þess að minna almenning á að fara sparlega með pappir, þegar samgöngur tepptust við umheiminn. Pappir átti að nota hvað eftir annað, og að siðustu bar að sjá svo um, að þeir, sem ruslhreinsun önnuð- ust, gætu með góðu móti hirt hinn notaða pappir og komið honum til endurvinnsluverk- smiðjanna. Við höfum bruðlað óheyri- lega með pappir siðan að ein- angruninni létti. Við höfum hagað okkur eins og pappir væri verðlaus vara, sem ekki þyrfti að fara sparlega með. Pappirinn streymir inn um bréfalúgurnar, ýmist sem lit- skrúðug auglýsingarit, hér- aðablöð eða þykkir verðlistar. öll samtök, sem gædd eru metnaði og sjálfsvirðingu, gefa út sin eigin félagsrit með hvers konar fróðleik fyrir fé- lagana. MJöG er erfitt að losna við pappirinn aftur, jafnvel þó að mikið sé á sig lagt. Ruslapok- arnir, sem samfélagið leggur til og eru einnig úr pappir, eru allt of litlir og þar á ofan ekki fjarlægðir nema einu sinni i viku viðast hvar. Sem betur fer bendir fátt til að við verðum að nýju ein- angraðir frá umheiminum. Samt eru miklar likur á, að gamla upphrópunin um papp- Irinn muni senn taka að enduróma. Pappir og pappi eru að kom- ast i hátt verð að nýju, meira að segja mjög hátt verð. Eftir- spurnin hefir aukizt verulega og álitið er, að hún muni enn aukast svo mjög, að verðið rjúki upp úr öllu valdi. Hrá- efnið er af æ skornara skammti. Skógræktin hefir ekki undan og enn er ekki fundið hæfilega mikið af öðr- um hentugum efnum, sem komið geti i staðinn fyrir timbrið. PAPPIRSFRAMLEIÐSLAN á einnig við verðhækkanir að striða, þar sem eftirspurnin eftir trjákvoðu eykst mjög til margra annarra nota, svo sem I hvers konar veggklæðning- arplötur. Þar á ofan aukast I sifellu kröfurnar um mengun- arvarnir og kostnaðurinn við þær. Eigi að verða við kröfunum um mengunarvarnir og meng- unarvaldurinn að kosta þær i hlutfalli við spjöllin, sem hann hefir valdið og veldur, hlýtur pappirsverðið að hækka gifur- lega af þeim sökum. Trjákvoðuþörfin er orðin svo mikil, að rikin, sem hafa komið sér upp umfangsmikl- um pappirsverksmiðjum vegna mikilla skóga, eins og Sviþjóð, Finnland og Kanada til dæmis, eru að komast 1 hálfgerða einokunaraðstöðu likt og olluframleiðsluríkin. ÞETTA umfangsmikla vanda- mál var tekið til sérstakrar at- hugunar hjá Efnahagsbanda- lagi Evrópu fyrir skömmu. Stjórnarnefndin skipaði fyrir um nánari könnun á trjá- kvoöu- og pappirsframleiðslu aðildarrikjanna, og verið er að ræöa niðurstöðurnar. Fjarri fer, að pappfrskvoðu- framleiðsla i aðildarrlkjunum hafi undan notkunaraukning- unni. Árið 1970 framleiddu bandalagsrikin aðeins 44% notkunar. Hér er ekki um neina smámuni að ræða, þar sem notkun Efnahagsbanda- lagsrikjanna umfram eigin framleiðslu nam hvorki meira né minna en 8000 smálestum. Framleiðsla pappirs og kartons hefir verið aukin nokkuð vegna vaxandi eftir- spurnar, en aukningin hefir þó ekki haft undan notkunar- aukningunni. Framleiðsla efnahagsbandalagsrikjanna nemur 15 af hundraði heims- framleiðslunnar, en notkun þeirra nemur 20 af hundraði heimsnotkunarinnar. Fram- leiðslan i Efnahagsbandalags- rikjunum árið 1970 nam 20,7 milljónum smálesta. Til sam- anburðar má geta þess, að I Japan voru framleiddar 13 milljónir lesta, 11 milljónir lesta I Kanada og um 10 milljónir lesta á Norðurlönd- unum. Yfir gnæfðu Bandarik- in með 45 milljón lesta fram- leiðslu. HVAÐ er nú til ráða? Getur markaðurinn sjálfur leyst vandann samkvæmt eðlileg- um viðskiptalögmálum? Hækkað verðl. hlýtur fyrr eða siöar að draga úr neyzlunni. Sú hætta blasir þó við, að skógauöugustu rikin notfæri sér ástandið til þess að Ivilna sinum eigin framleiðendum. Það gæti haft afar óheppileg áhrif á atvinnuástandið i Efnahagsbandalagsrikjunum. I Efnahagsbandalagsrikj- unum eru starfandi i pappírs- framleiðslunni um 1400 fyrir- tæki og þau veita um 230 þús. mönnum atvinnu. Miklu fleira fólk hefir at- vinnu við ýmsar greinar I ó- beinum tengslum við pappirs- framleiösluna. Fjölmargir starfa við þau iðnfyrirtæki, sem undirbúa pappirs- og kartonframleiðsluna. Ekki má heldur gleyma þeim, sem starfa við bóka- og blaðaút- gáfu. NEFNDIN, sem málið athug- ar fyrir Efnahagsbandalagið, leggur allt kapp á tillögur um aukna hráefnisframleiðslu og bætta aðstöðu og nýtingu full- vinnsluverksmiðjanna. Hún hefir gefizt opinberlega upp við aö semja tillögur um að- ferðir til þess að minnka papp- irsnotkunina. Nefndin hefir samið margar tillögur, sem eiga að miða að þvi að auka trjáræktina. Unnt er að tvöfalda trjáviðarfram- leiðslu Efnahagsbandalags- rikjanna til pappirsgerðar frá og með 1980 með þvi einu að nýta betur en áður þá skóga, sem i rlkjunum eru. 1 þessu skyni þarf meðal annars að breyta framleiðsluháttum og koma á nýju og betra skipu- lagi, til dæmis með þvi að sameina eigendur smáskóga I allstórum samvinnufélögum. ÝMISLEGT er lagt til um úr- bætur á ástandinu I framleiðslunni, svo sem gróð- ursetningu skóga á lands- svæðum, sem hætt er að nýta til landbúnaðar eða gefa of lit- inn arð með þeirri notkun. Fyrirhuguð breyting á söfnun úrgangs er þó einna umfangs- mest. Endurvinnsla notaðs papp- Irs skiptir þegar allmiklu máli I Efnahagsbandalagsrikjun- um, en auðvelt er að skipu- leggja hana betur og auka verulega. Sveitarfélögin gætu til dæmis lagt fram sérstaka úrgangspoka undir pappir og karton og gert samninga til langs tima við framleiðendur. Þetta gæti einnig átt sinn þátt i að minnka mengun andrúms- loftsins. AUÐVELT ætti að vera að breyta um starfshætti við til- raunir með annað hráefni en viö til pappirsgerðar. Hálmur er þegar notaður i rikum mæli. Auknar mengunarvarn- ir auka einnig þörfina á nýjum og viötækari rannsóknum en áður. Annars vegar þarf að finna ný hráefni, sem geta komið I stað timburs, og sam- timis þarf að draga úr mengun andrúmslofts og vatns. Aukn- ar kröfur um mengunarvarnir og hækkað timburverð stuðla að þvi, að auka hagkvæmni nýrra rannsókna fyrir samfé- lagið. Nefnd Efnahagsbandalags- rikjanna athugar einnig möguleikana á þvi að hefja samvinnu I viðskiptum og tækni við þau riki, sem hafa yfir miklum og hentugum skógum að ráða. Sum þessara rikja standa þegar i samning- um um hugsanlega aðild að Efnahagsbandalaginu eins og Sviþjóö og Finnland til dæmis. Vaxandi erfiðleikar papp- Irsiðnaðarins I Efnahags- bandalagsrikjunum kunna að verða einstökum rikisstjórn- um freisting til að styrkja inn- lend fyrirtæki, en slikt fyrir- komulag truflaði eðlilega alla samkeppni aðildarrikjanna. Könnun nefndarinnar gefur gildar ástæður til að ætla, að við getum komizt hjá stuðn- ingsaðgerðum einstakra rikja og tekið I þess stað höndum saman um sameiginlegar reglur um stuðning og sam- eiginleg framlög til aukinna rannsókna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.