Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.07.1974, Blaðsíða 14
14 TIMINN Sunnudagur 14. júll 1974. Enginn hefur hugmynd um, hversu mörg hundruð þúsund tonn af steinsteypu og járni fóru I þennan 350 km langa samfellda varnargarö Frægar byggingar: MAGINOTLÍNAN — orrustuskip á þurru landi MAGINOTL INAN er lengsta samfellda bygging heimsins og einnig dýrasta virki, sem reist hefur verið í heiminum. Hún teygir sig 350 kilómetra meðfram fransk-þýzku landamærunum. Hér svaf mestur hluti franska hersins Þyrni- rósarsvefni, þangað til Þjóðverjarnir gerðu innrás á allt öðrum stað árið 1940. Nú eru þessar risastóru steinsteypu- byggingar minnismerki um forheimskun striðs- ins. MAGINOTLINAN er varnar- garður. Einnig er hún augljást minnismerki um þá tilhneigingu hernaðarsérfræðinga að búa sig undir öll hugsanleg strið — nema það næsta. Frakkar byggðu Maginotlinuna vegna þess gifurlega taps og þjáninga i skotgröfunum i fyrri heimsstyrjöldinni. Hún liggur um 350 km meðfram fransk-þýzku landamærunum, frá Luxembourg i norðri til Basel i suðri. 1 Guiness metabókinni er Maginotlina. skráð stærsta sam- fellda bygging i heimi. En hún getur einnig átt heimsmet i fleiru, t.d. stærsta virki heimsins og lika það dýrasta. Enginn veit með vissu, hvað það kostaði að reisa Maginot- linuna. Það er hægt að reikna það út á mismunandi vegu. En á þeim tima, sem byggingin var reist, hefur hún kostað um 300 miljarða islenzkra króna. Nú kostar það einnig mikið að fjarlægja Maginotlinuna. Hún stendur nefnilega enn, þótt búið sé að fjarlægja það helzta innan úr byggingunum. Fyrir nokkru hélt franska stjórnin uppboð á nokkrum byggingum meðfram Maginot- linunni. Margir reyndust hafa áhuga, m.a. nokkrir búsettir hinum megin við landamærin. En af einhverjum ástæðum, var engu þýzku tilboði tekið. Aftur á móti tryggðu margir franskir bændur sér ódýran eignarrétt á ferlikjum á sinum eigin jörðum. Það er ekki sérlega þægilegt að hafa steinsteypu- ferliki af slikri stærðúti á miðjum hveitiakri. Og ekki er það betra, þegar þetta minnismerki er sam- kvæmt öllum formsatriðum, hernaða rsvæði, bannsvæði, jafnvel fyrir manninn, sem á jörðina i kring. Þess vegna keyptu bændurnir. Þá gátu þeir a.m.k. rifið niður þessi bákn, sem einu sinni áttu að vernda Frakkland. Óvinirnir sneiddu fram hjá tbúarnir á landamærunum eru þöglir sem gröfin um Maginot- linuna. Jafnvel enn þann dag i dag, meira en 30 árum eftir að þessi varnarmannvirki misstu hernaðarlegt gildi — er erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um einstakar byggingar og legu þeirra. Syfjaður lögregluþjónn varð hinn versti við, þegar hann var vakinn upp og tveir útlendingar spurðu hann um „Ligne Maginot”. Hann valdi öruggustu leiðina og visaði til næsta lög- regluumdæmis. Hann horfði meira að segja eftir þessum grunsamlegu mönnum úr skrif- stofuglugganum sinum til að fullvissa sig um, að þeir færu réttu leiðina! Þessi varkárni getur e.t.v. stafað af þvi, að franski herinn heldur Maginotlinunni við, og við henni má ekki hreyfia. Hún er notuð sem geymsla fyrir vopn. Oruggari geymsla er varla til, það þarf kjarnorkusprengju til að vinna á þessum öflugu byggingum. Þar eru lika her- mannaskálar með öllum útbúnaði 100 metrum fyrir neðan yfirborð jarðar. Með 500 metra millibili meðfram allri Maginotlinunni eru stór og litil loftvarnabyrgi og fall- byssustæði. Þau hafa veggi sem eru 3-4 metrar á þykkt og mörg hafa það sameiginlegt með borgarisjökum, að aðeins tiundi- hlutinn stendur upp úr yfir- borðinu. Mikilvægustu bygg- ingarnar voru tengdar saman með neðanjarðargöngum. Oll lengjan var byggð með það fyrr augum, að geta staðizt langt umsátur. Það var ósigrandi virki og allar hernaðaraðgerðir teknar með i reikninginn, nema sú — að óvinurinn sneiddi fram hjá þvi. Það var einmitt það sem gerðist. Þjóðverjarnir fóru yfir Belgiu og nálguðust Maginot- linuna frá vestri. Og engri fall- byssunni i þessu virki var hægt að snúa til vesturs! Upphafsmanni þessa risavirkis vár hlift við að lifa þessi ósköp. Hernaðarmálaráðherrann André Maginot dó árið 1932, aðeins tveimur árum eftir að hafizt var handa við byggingarfram- kvæmdir. Maginot var liðsforingi i fyrri heimsstyrjöldinni og tók þátt i orustunni við Verdun. t skóginum við Verdun stendur stór minnisvarði um hann og ekki langt frá er heiðurskirkjugarður með 15.000 sk jannahvitum krossum. Það var martröðin við Verdun, sem kom Maginot til að beita öllum áhrifum sinum til að reisa varnarmúr eftir landamærunum. Ef strið brytist (ít, áttu franskir hermenn ekki að rotna i skot- gröfum, þeir áttu að sitja öruggir bak við steinsteypumúra og skjóta á óvininn, ef hann reyndi að brjótast fram. Hin svokallaða Maginot-- sálfræði var fölsk öryggistil- finning, sem Frakkar vöknuðu fyrst af, þegar þýzku herdeild- irnar réðust inn i Belgiu árið 1940. Ekki mættu Þjóðverjárnir heldur teljandi mótspyrnu, þegar inn i Frakkland var komið. Maginot- linan var m.ö.o. einskis virði, þegar stórflóðið skall á. En það væri óréttlátt gagnvart Frökkum að dylgja um, að allt hefði ekki verið á hreinu hjá þeim. Vandamálið fólst i, að Belgía endurmat utanrikisstrefnu sina á fjórða áratugnum. Þegar byrjað var á Maginot- linunni, höfðu Frakkland og Belgia með sér varnarsamning. Vegna þess voru einnig reist nokkur fallbyssuhreiður og loft- varnarbyrgi, meðfram belgisk- þýzku landamærunum. En 1933 lýsti Belgia yfir hlutleysi sinu og sagði upp varnarsamningnum við Frakkland. Þar með var frekari styrkingu Maginotlinunnar i Frakklandi lokið. Slikur varnar- múr hefði heldur varla stöðvað framrás Þjóðverja. Þjóðverjar gerðu aldrei neina sérstaka tilraun til að ráðast á varnarmannvirkin meðfram Maginotlinunni. Þeir biðu i tals, verðri fjarlægð eftir þróun striðs- ins. Vopnahléssamkomulag milli Frakklands og Þýzkalands var undirritað i Paris 22. júni 1940. En margir yfirmenn i byggingum Maginotlinunnar neituðu að gefast upp. Það var fyrst mánuði séinna, að þeir komu upp úr tryggum fylgsnum sinum. Strákar réðust inn Frakkar hafa ekki hát! um þátttöku sina i seinni heiinsstyrj- öldinni. Fyrri heimsstyrjöldin virðist vera þeim ofar i huga. En Maginotlína getur verið ofurlitil sárabót þess sem gerðist árið 1940. Eftir þvi sem næst verður komizt, féll enginn franskur her- maður fyrir óvinaskoti i varnar- mannvirkjunum þar, þrátt fyrir harða skothrið frá þýzka innrásarliðinu, sem hélt sig þar skammt frá. Þjóðverjarnir veigruðu sér við að taka Maginotlinuna eftir að Frakkar höfðu yfirgefið hana. Mannvirkin höfðu takmarkaða hernaðarlega þýðingu fyrir þá, þvi að fallbyssurnar sneru allar i austurátt. Auk þess óttuðust þeir, að sprengjur væru sem hráviði i göngum undir byggingunum og loftvarnarby rgjunum. Þjóðverjarnir létu sér þvi nægja að hertaka mikilvægustu byggingarhlutana og þar höfðu þeir aðsetur, þangað til framrás Héðan gátu Frakkar skotið á óvini, sem reyndu að ráðast inn, en sjáifir voru þeir óhultir. Og ef óvinurinn hefði komið beint framan að, hefði málið horft öðruvisi En þeir komu úr allt annarri átt, en búizt var við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.